Lagt fram yfirlit yfir reiknaða leigu, sem byggir á settum reglum Íþróttaráðs frá 2015, um afnot af aðstöðu til æfinga og keppni í íþróttamannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar.
Leigan er samtals 995.497.524 kr og skiptist eftirfarandi;
Breiðablik 381.290.601, HK 444.214.413, Gerpla 119.446.950, Hvönn 9.920.630, DÍK 2.892.348, Glóð 6.157.056, Stálúlfur 9.166.510, Ísbjörninn 2.546.502, Augnablik 4.285.470, Vatnaliljur 2.504.927, Örninn 2.546.502, Golfkl. Garðabæjar og Kópavogs 4.960.315 og Skotíþróttafélag Kópavogs 5.565.300
Reikningar í samræmi við ofangreint yfirlit, hafa verið sendir til íþróttafélaganna í Kópavogi vegna afnnota þeirra af íþróttamannvirkjum bæjarins á árinu 2016, ásamt bréfi frá deildarstjóra íþróttadeildar dags. 30. 01.2017 þar sem fram kemur að á móti reiknaðri leigu fái íþróttafélögin styrk að sömu upphæð sem færist í ársreikninga þeirra við ársuppgjör fyrir 2016.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með samþykkt bæjarstjórnar og leggur jafnframt áherslu á það að samræmi sé í úthlutun gæða/aðstöðu milli íþróttafélaga til sem fjölbreyttastrar íþróttastarfsemi í bænum.