Lögð fram yfirlitstafla um iðkendur íþróttafélaganna í Kópavogi ásamt tillögu íþróttadeildar að úthlutun iðkendastyrkja/starfsstyrkja íþróttaráðs fyrir árið 2016.
Upphæð styrks byggir á því að greiddur er einfaldur styrkur fyrir alla iðkendur sem eru á aldrinum 6-12 ára, en þrefaldur styrkur fyrir iðkendur á aldrinum 13-19 ára.
Með áherslum þessum vill íþróttaráð beina því til íþróttafélaganna, að bjóða upp á áhugavert og öflugt íþrótta- og forvarnarstarf fyrir iðkendur sína, með það í huga að sporna gegn ótímabæru brottfalli þeirra úr íþróttum á unglingsaldri.