Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr.462.000
24.1505022 - Iðkendastyrk 2015 - Skautafélag Reykjavíkur
Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr.136.290
25.1506124 - Starfshópur um framtíðarskipulag knattspyrnumála í Kópavogi
Íþróttaráði hefur fengið erindisbréf. Í því kemur fram að stefnumótun um íþróttir skuli fylgt eftir með gerð aðgerðaráætlana (2. tl. 2. mgr. 9. gr.). Samþykkt að skipa starfshóp til að vinna að aðgerðaráætlun um framtíðarskipulag knattspyrnumála í Kópavogi. Samþykkt að skipa Jón Finnbogason, Hlín Bjarnadóttur og Jón Júlíusson í starfshópinn. Kallað verður eftir 3 aðilum frá HK og 3 aðilum frá Breiðablik til þess að taka þátt í fundum nefndarinnar við gagnaöflun og undirbúningsvinnu, en þeir verða þó ekki hluti af starfshópnum sjálfum, sem skal skila niðurstöðu sinni til ÍTK. Starfshópurinn fær 4 mánuði til að ljúka sínu starfi. Formaður Íþróttaráðs stýrir starfi starfshópsins.
Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 30. apríl sl., þar sem sótt er um styrk vegna þróunarverkefnis um útbreiðslu áhaldafimleika á landsvísu.
Íþróttaráð synjar erindinu
27.1504776 - Viðurkenningar vegna góðs árangurs.
Kynntar hugmyndir íþróttadeildar um hönnun og útlit viðurkenningarskjala.
Samþykkt að vinna málið áfram á grundvelli þeirra tillagna sem lagðar voru fram á fundinum.
28.1506123 - Endurbætur á Strandblaksvöllum við Fagralund
Lagt fram erindi frá HK, dags. 28.maí sl., þar sem óskað er eftir, f.h. blakdeildar félagsins, endurbótum á Strandblaksaðstöðu Kópavogsbæjar við Fagralund þannig að nýting vallanna verði sem best í náinni framtíð.
Íþróttafulltrúa falið að óskað er eftir frekari upplýsingum vegna erindisins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
29.1506498 - Breiðablik-Umsókn um afnot af innilaug Sundlaugar Kópavogs v.sundmót deildar.
Lagt fram erindi frá sunddeild Breiðabliks, dags. 23.apríl sl., þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir þrjú sundmót á tímabilinu 2015-2016. Meistaramót UMSK í október, Garpamót í nóvember og Vormót í maí 2016
Íþróttaráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum úrvinnslu málsins.
30.1505062 - Ályktun frá aðalfundi knattspyrnudeildar Breiðabliks, mars 2015
Á 47. fundi Íþróttaráðs sem haldinn var þann 30. apríl sl. bókaði Íþróttaráð varðandi ályktun frá aðalfundar knattspyrnudeildar Breiðabliks, sbr. 12 liður á dagskrá fundarins. Samkvæmt 50. lið 48. fundar íþróttaráðs hefur íþróttaráð skipað starfshóp til að vinna að tillögu að framtíðarskipulagi knattspyrnumála í Kópavogi. Er starfshópnum ætlað að skila tillögu til íþróttaráðs í október á þessu ári. Íþróttaráð mun taka afstöðu til bókunar aðalfundar knattspyrnudeildar Breiðabliks þegar framtíðarskipulag knattspyrnumála í Kópavogi liggur fyrir. Óháð framangreindu telur Íþróttaráð að erindi knattspyrnudeildar Breiðabliks kalli á afstöðu aðalstjórnar Breiðabliks. Felur Íþróttaráð íþróttafulltrúa að kalla eftir afstöðu aðalstjórnar varðandi erindi knattspyrnudeildarinnar, þá m.a. sérstaklega með tillit til sjónarmiða frjálsíþróttadeildar félagsins.
31.1506132 - Sérstyrkir vegna íþróttamála 2015
Lögð fram yfirlitstafla yfir Sérstyrki íþróttaráðs í júní 2015 ásamt tillögum íþróttadeildar að úthlutun sérstyrkja íþróttaráðs í þessari úthlutun.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar tillögur samkvæmt neðanskráðu.
32.1505059 - Sérstyrkir 2015-Hk,Taekwondo
Lagt fram erindi frá HK, dags. 28.apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk f.h. Taekwandodeildarinnar til að byggja upp aðstöðu í formi tækja- og íþróttabúnaðar.
Íþróttaráð synjar erindinu að svo komnu máli.
33.1505060 - Sérstyrkur 2015-Blakdeild Hk
Lagt fram erindi frá HK, dags. 28.apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk f.h. blakdeildarinnar, til að koma upp aðstöðu fyrir upptökuvél og fréttaritara á vegg í íþróttahúsinu Fagralundi til útsendinga frá blakleikjum deildarinnar.
Íþróttaráð synjar erindinu.
34.1505063 - Sérstyrkur 2015-Dansdeild HK
Lagt fram erindi frá HK, dags. 28.apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk f.h. dansdeildarinnar til þátttöku 2ja dómara í dómaranámskeiði í Stuttgart í ágúst nk.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 20.000 .
35.1505064 - Sérstyrkur 2015-Blakdeild,æfingatæki
Lagt fram erindi frá HK, dags. 28.apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk f.h. blakdeildarinnar, til að kaupa Smass æfingatæki frá AcuSpike til að æfa smass og fl.
Íþróttaráð synjar erindinu.
36.1505067 - Sérstyrkur 2015-DÍK,Strákar í dans
Lagt fram erindi frá Dansíþróttafélagi Kópavogs, dags. 30. apríl sl., þar sem sótt er um styrk til að búa til kynningarmyndband til að hvetja drengi til þátttöku í dansi.
Íþróttaráð synjar erindinu.
37.1505068 - sérstyrkur 2015-DÍK,betri aðstaða hjá félaginu.
Lagt fram erindi frá Dansíþróttafélagi Kópavogs, dags. 30. apríl sl., þar sem sótt er um styrk til endurbóta á búnings- og salernisaðstöðu drengja í húsnæði félagsins að Auðbrekku 17.
Íþróttaráð synjar erindinu sem sérstyrk. Íþróttaráð telur hins vegar mikilvægt að koma til móts við félagið við að bæta búnings- og salernisaðstöðu iðkenda þess. Íþróttaráð samþykkir að veita DÍK framlag að upphæð kr. 400 þús. sem tekið verði á tækjasjóði íþróttaráðs.
Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 30. apríl sl., þar sem sótt er um styrk vegna þjálfara og dómaranámskeiða á vegum FSÍ.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 340.000
39.1504773 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2015-2016
Lögð fram samantekt íþróttadeildar með óskum íþróttafélaganna um afnot af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar frá hausti 2015 og út veturinn 2016.
Íþróttaráð fagnar því hve snemma upplýsingar um æfingatöflur fyrir veturinn 2015 - 2016 liggja fyrir. Íþróttafulltrúa falið að vinna málið áfram. Ákvarðanir verða teknar á 49. fundi Íþróttaráðs.
40.1505156 - Sérstyrkur 2015-Gerpla, námskeið með erlendum þjálfurum
Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 30. apríl sl., þar sem sótt er um styrk vegna komu 2ja erlendra þjálfara. koma vegna námskeiðs í áhaldafimleikum.
Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 30. apríl sl., þar sem sótt er um styrk til vegna komu unglingaþjálfara AZ Alkmaar til að halda námskeið fyrir þjálfara deildarinnar í ágúst í sumar.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.15.000.
42.1505020 - Sérstyrkir 2015 - Breiðablik knattsp.deild- þjálfarar til Danmörku.
Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 30. apríl sl., þar sem sótt er um styrk til að senda 5 þjálfara 4.fl. karla og kvenna til Danmerkur í sumar.
Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 30. apríl sl., þar sem sótt er um styrk til að halda röð fyrirlestra fyrir foreldra iðkenda í 4. fl. og eldri.
Íþróttaráð synjar erindinu
44.1504626 - GKG-Sérstyrkur 2015
Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, dags. 27. apríl sl., þar sem sótt er um styrk vegna PGA-þjálfaranámskeiða sem 2 sóttu til Danmerkur í febrúar sl.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.30.000.
45.1506419 - Sérstyrkur 2015-skákdeild Breiðablik
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.8.000.
46.1504296 - Iðkendastyrkir vegna íþróttamála 2015
Lögð fram tillaga íþróttadeildar að úthlutun iðkendastyrkja/starfsstyrkja íþróttaráðs fyrir árið 2015.
Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu samkvæmt neðanskráðu.