Greint frá fundi sem Jón Finnbogason, Hlín Bjarnadóttir og Jón Júlíusson, fulltrúar í starfshópi ráðsins um framtíðarskipulag knattspyrnunnar í Kópavogi áttu með framkvæmdastjórum aðalstjórnar og knattspyrnudeildar Breiðabliks í Fífunni miðvikudaginn 25. nóv. sl.
Samkvæmt reglum íþróttaráðs um árangursstyrki fær skákdeild Breiðabliks ekki úthlutað árangursstyrk í ár.
29.1510418 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2015-2016
Lögð fram tafla um breytingar á æfingagjöldum íþróttafélaga milli ára, samantekin af starfsmönnum íþrótttadeildar.
Lagt fram, umræðu frestað.
30.1512029 - Íþróttahátíð Kópavogs 2015
Á síðasta fundi ráðsins var starfsmönnum falið að kanna hjá íþróttafélögum í bænum með aðstöðu og tíma fyrir hátíðina í janúar nk. Lagt er til að íþróttahátíðin verði haldin í Smáranum þriðjudaginn 5. janúar nk. og hefjist kl. 17:00
Samþykkt.
31.1511849 - Árangursstyrkir 2015.
Lögð fram yfirlitstafla yfir árangur og afrek íþróttamanna sem og íþróttafélaga úr Kópavogi á árínu 2015 unnin af starfsmönnum íþróttadeildar. Lagt er til að veittir verði árangursstyrkir samkvæmt framlagðari töflu.
Íþróttaráð samþykkir tillögu starfsmanna samkvæmt neðanskráðu.
32.1511052 - GKG-Árangursstyrkur 2015
Samkvæmt reglum íþróttaráðs um árangursstyrki fær GKG ekki úthlutað árangursstyrk í ár.
Íþróttaráð samþykkir að veita karatedeild Breiðabliks árangursstyrk að upphæð kr. 20 þús., skv. reglum íþróttaráðs um árangursstyrki.
42.1511709 - Iceland Cricket Team óskar eftir æfingaaðstöðu, sumarið 2016.
Lagt fram erindi í tölvupósti dags. 25. nóv. sl., frá Icelandic Cricket Team, þar sem óskað er eftir aðstöðu á Smárahvammsvelli undir æfingar 2var í viku frá miðjum maí fram í lok ágúst 2016.
Íþróttaráð lítur jákvætt á erindið og felur starfsmönnum deildarinnar að finna málinu framgang. Þá hvetur íþróttaráð forsvarsmenn Icelandic Cricket Team til þess að kynna íþróttina fyrir börnum og unglingum í Kópavogi.