- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íþróttaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti.
Starfsmenn gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram við endurskoðun tímataflna íþróttahúsanna frá síðasta fundi ráðsins. Í framhaldi af þeim fundi óskuðu forsvarsmenn Breiðabliks og HK eftir aðkomu starfsmanna deildarinnar þar sem þau höfðu ekki náð samkomulagi um skipti á tímum.
Lagðar fram tímatöflur fyrir íþróttahús bæjarins fyrir veturinn 2012-2013 eins og þær liggja nú fyrir. Starfsmenn vinni áfram að málinu. Íþróttaráð óskar eftir því við íþróttafélögin að þau sendi tímatöflur allra íþróttahúsa er rekin eru á þeirra vegum til íþróttadeildar.
Bókun 1.
Fulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýnir að öll gögn málsins, svo sem bréf frá forsvarsmanni Breiðabliks hafi ekki verið sent til allra ráðsmanna eftir að það barst. Einnig ítrekar fulltrúinn ósk um aukið gagnsæi og gott samstarf í íþróttaráði.
Bókun 2
Íþróttaráð vill að gefnu tilefni fjalla um samþykkt Bæjarstjórnar Kópavogs frá 25. sept. sl.Tímatöflur þær sem samþykktar voru í íþróttaráði 15. ágúst sl. hafa þegar tekið breytingum í samráði við forystumenn HK og Breiðabliks. Það væri ábyrgðarhluti að hverfa til fyrra horfs nú þegar foreldrar og forráðamenn barna og unglinga hafa lagað sig að breyttu fyrirkomulagi.
Í fyrrnefndri bókun er ranglega farið með dagsetningu, því bréf frá formanni Breiðabliks barst með tölvupósti til formanns íþróttaráðs, starfsmanna íþróttadeildar og bæjarritara kl. 11:28 eða 32mín. fyrir boðaðan fund þann 15. ágúst en ekki þann 14. ágúst eins og ranglega kemur fram.
Höfðu hvorki formaður né deildarstjóri vitneskju um bréfið áður en fundur hófst en það eru þeir aðilar er undirbúa fundina.
Tímatöflur í íþróttahúsum bæjarins eru undirbúnar af starfsmönnum íþróttadeildar og samþykktar í íþróttaráði að hausti ár hvert. Starfsfólk íþróttadeildar og íþróttaráð vann að bestu samvisku að málinu. Þetta árið byggðist vinnan á samkomulagi stóru íþróttafélaganna frá 2009 og starfi samninganefndar bæjarins þar um.
Íþróttaráð leggur ríka áherslu á að íþróttafélögin efli samstarf sín á milli með aukinni samnýtingu á íþróttasölum íþróttahúsanna.
Frestað
Íþróttaráð bendir á að Skákstyrktarsjóður Kópavogs hefur styrkt sambærileg erindi og telur eðlilegt að bæjarráð vísi erindinu þangað.
Frestað
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Íþróttaráð samþykkir að styrkja deildina um kr. 300 þús. eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2012.
Íþróttaráð fagnar því að Taflfélag Kópavogs hefur nú hafið störf að nýju. Starfsmönnum falið að skoða málið.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Fundi slitið - kl. 13:45.