Hafnarstjórn

132. fundur 29. ágúst 2023 kl. 12:00 - 12:38 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir hafnarstjóri
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein varaformaður
  • Steini Þorvaldsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Birgisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

Almenn mál

1.23082287 - Viðbragðsáætlun um viðbrögð við bráðamengun og skýrsla yfir mengunarvarnaæfingar

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnum þar sem óskað er eftir uppfærðri viðbragðsáætlun Kópavogshafnar.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarverði og deildarstjóra gatnadeildar að skila uppfærðri áætlun til Umhverfisstofununar.

Almenn mál

2.23082308 - Óskað eftir samstarfi varðandi aðstöðu og þjónustu í Kópavogshöfn

Lagt fram erindi frá Seatrips ehf. þar sem óskað er eftir samstarfi við hafnarstjórn Kópavogsbæjar varðandi aðstöðu og þjónustu við Kópavogshöfn.
Hafnarstjórn vísar erindinu til skipulagsfulltrúa.

Almenn mál

3.23082320 - Fundaráætlun hafnarstjórnar 2023-2024

Lögð fram drög að fundaráætlun hafnarstjórnar 2023-2024.
Hafnarstjórn samþykkir með öllum atkvæðum framlagða fundardagskrá. Hafnarstjórn telur eðlilegt að haldnir séu allt að 6 fundir á ári ef þörf krefur.
Formaður óskaði eftir að erindi frá varaformanni yrðu tekið á dagskrá með afbrigðum og var það samþykkt.

Almenn mál

4.23082844 - Erindi frá fulltrúa Sjálfstæðisflokks í hafnarstjórn

Frá Júlíusi Hafstein, lagt fram erindi varðandi framtíðarmöguleika hafnarsvæðis við Kópavogshöfn.
Umræður.

Fundi slitið - kl. 12:38.