Hafnarstjórn

128. fundur 14. desember 2022 kl. 13:00 - 14:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Ásdís Kristjánsdóttir hafnarstjóri
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Steini Þorvaldsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigurður M Grétarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Atli Hermannsson hafnarvörður
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

Almenn mál

1.2006893 - Hafnarreglugerð

Frá lögfræðideild, dags. 6. desember 2022, lögð fram umsögn um hafnarreglugerð og skipulag hafnarsvæðis.
Lagt fram.

Gestir

  • Smári Smárason - mæting: 13:00
  • Auðun Helgason lögfræðingur - mæting: 13:00
  • Auður D. Kristinsdóttir - mæting: 13:00

Almenn mál

2.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsfulltrúa, dags. 9. desember 2022, lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðirnar nr. 2-4 við Bakkabraut, 1-3 við Bryggjuvör og 77 og 79 við Þinghólsbraut. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, 0.2 fyrir gestastæði og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,81. A-rými ofanjarðar 18.810m². B-rými ofanjarðar 2.385m². A-rými neðanjarðar 1.980m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022 og breytt 7. desember 2022. Tillögunni fylgir minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021 og uppfært 7. desember 2022, minnisblað um umhverfisáhrif frá Mannviti uppfært 1. desember 2022, áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 27. apríl 2022 og húsakönnun dags. 1. desember 2022.
"Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 13 þar sem skörun við skilgreint hafnarsvæði er óveruleg og mun ekki hafa áhrif á skipulag og nýtingu hafnarsvæðisins".

Samþykkt með fjórum atkvæðum og hjásetu Evu Sjafnar Helgadóttur.

Bókun:
"Undirrituð er samþykk afgreiðslu hafnarstjórnar".
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Bókun:
"Hafnarstjórn hefur það hlutverk að gæta hagsmuna hafnarinnar. Íbúðabyggð sem rýrir möguleika á að nýta sérstöðu hafnarsvæðisins fyrir alla þá sem þarfnast og geta nýtt sérstöðu hafnarsvæðisins fer gegn hagsmunum Kópavogshafnar og Kópavogsbæjar.
Það eru ekki bara smábátar og seglskútur sem þurfa athafnarými við höfn, heldur þarf að gæta þess að ferðaþjónusta og mannlíf hafi rými til framþróunar. Illskiljanlegt er að fórna því rými áður en frekari athugun á þróunarmöguleiku hefur farið fram af hálfu hafnarstjórnar og skipulagsyfirvalda."

Jóhann Már Sigurbjörnsson, fulltrúi Vina Kópavogs.


Fundarhlé hófst kl. 13.38, fundi fram haldið kl. 13:51.


Bókun:

"Deiliskipulag er í gildi fyrir höfnina. Í gildandi skipulagi norðan og austan við höfnina er gert ráð fyrir að þar séu léttar byggingar, fjölbreytt verslun og þjónusta sem meðal annars er hugsað að tengist ferðaþjónustu. Skipulagssvæði umræddrar skipulagsbreytingar er í beinum tengslum við smábátahöfnina, ekki fæst séð að breytingin rýri notkun hafnarinnar heldur er gert ráð fyrir að aðgengi verði bætt.

Jón Guðlaugur Magnússon
Ásdís Kristjánsdóttir
Jóhannes Júlíus Hafstein
Bergur Þorri Benjamínsson
Sigurður M. Grétarsson




Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Smári Smárson aðstoðarskipulagsstjóri

Almenn mál

3.2209827 - Gjaldskrá Kópavogshafnar 2023

Bæjarráð vísaði þann 20.10.2022, gjaldskrá Kópavogshafnar 2023 til nýrrar efnismeðferðar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn vísar erindinu til frekari rýni sviðsstjóra umhverfissviðs, bæjarritara og varafomanns hafnarstjórnar.

Almenn mál

4.2210628 - Fjárhagsáætlun 2023

Ingólfur Arnason gerir grein fyrir áætluninni.
Kynnt.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 13:55

Almenn mál

5.2012185 - Erindi frá hafnarverði Kópavogshafnar

Frá hafnarverði, dags. 06.12.2022, lagt fram minnsiblað.
Lagt fram.

Almenn mál

6.2202222 - Gámar á og við Kópavogshöfn

Deildarstjóri gatnadeildar kynnir.
Umræður.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar

Fundi slitið - kl. 14:15.