Hafnarstjórn

123. fundur 18. nóvember 2021 kl. 12:00 - 13:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason varafulltrúi
Starfsmenn
  • Atli Hermannsson
  • Birkir Rútsson
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2110791 - Kópavogshöfn. Ferðaþjónustutengd aðstaða

Frá deildarstjóra gatnadeildar, lögð fram tillaga um mögulega útfærslu á flotbryggjum í höfninni.
Hafnarstjórn samþykkir kaup á flotbryggju og landgangi sem staðsettur verður við Norðurkant með þarfir ferðaþjónustu og annarra gesta í huga. Hafnarstjóra falið frekari úrvinnsla verkefnisins.

Almenn mál

2.2111787 - Kópavogshöfn. Eldsneytisafgreiðsla báta

Lögð fram tillaga um útfærslu á eldsneytisafgreiðslu til báta.
Hafnarstjórn samþykkir kaup á flotbryggju fyrir eldsneytisafgreiðslu sem staðsett verður við gömlu bryggjuna.

Almenn mál

3.2111788 - Kópavogshöfn. Þyppur á hafnarkanta

Lögð fram tillaga um endurbætur á þyppum (fendurum) við hafnarkannta.
Hafnarstjórn samþykkir að hafið verði að endurnýja þyppur (fendera) á bryggjum. Verkefnið verður áfangaskipt og byrjað á Norðurkantinum.
Hafnarverði falið frekari útfærsla á verkinu og kynna fyrir hafnarstjórn.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Frá verkefnstjóra lýðheilsumála, lögð fram drög að endurskoðaðri lýðheilsustefnu til umsagnar hafnarstjórnar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn mál

5.1811138 - Önnur mál - hafnarstjórn

Fundi slitið - kl. 13:00.