Hafnarstjórn

118. fundur 22. febrúar 2021 kl. 12:00 - 13:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Jón Guðlaugur Magnússon aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson
  • Helga Guðný Sigurðardóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Atli Hermannsson
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristindóttir starfsmaður nefndar
Dagskrá

Almenn mál

1.2102433 - Málefni Kópavogshafnar

Áætlun í tengslum við eldsneyti
Hafnarstjórn felur umhverfissviði að skoða og uppfæra áætlun í tengslum við eldsneyti til að koma í veg fyrir mengun og umhverfishættu í samráði við hafnarvörð.

Almenn mál

2.2102273 - Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Frá Umhverfisstofnun, dags. 3. febrúar 2021, lagt fram erindi varðandi áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Erindinu vísað til bæjarstjóra.
Erindinu vísað til bæjarstjóra.

Almenn mál

3.1811138 - Önnur mál - hafnarstjórn

Gámar á hafnarsvæði.
Fram fór umræða um stöðu á gámum á hafnarsvæðinu. Hafnarverði falið að vinna að málinu.

Vefsíða fyrir Kópavogshöfn.
Fram fór umræða um uppsetningu á nýju vefsvæði fyrir Kópavogshöfn. Hafnarstjórn mun taka málið upp aftur næsta fundi sínum sem haldinn verður í apríl. Starfsmenn stjórnsýslusviðs munu vinna að útfærslu milli funda.

Fundi slitið - kl. 13:15.