Hafnarstjórn

106. fundur 09. október 2017 kl. 16:30 - 17:15 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Helga Guðný Sigurðardóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Dagskrá

Almenn mál

1.1710092 - Kársnes - kynning fyrir hafnarstjórn

Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri fór yfir nýjar tillögur vestast á Kársnesi, Natur Resort.

Almenn mál

2.1710062 - Fjárhagsáætlun Kópavogshafna

Fyrir utan hefðbundinn rekstur er lagt til:
a) Að bæta öryggismál á höfninni. M.a. til að verja kantinn gegn hugsanlegum útaf akstri. Einnig þarf að bæta lýsingu.
Stefáni L. Stefánssyni, deildarstjóra framkvæmdadeildar falið að gera kostnaðaráætlun.
b) Endurnýja þarf bíl hafnarinnar.

Almenn mál

3.1710093 - Gámar á hafnarsvæðinu

Hafnarstjórn samþykkir að skrifa þeim aðilum sem ekki eru með leyfi til að geyma dót og gáma á hafnarstvæðinu. Skal gefa þeim skamman frest áður en dótið verður fjarlægt á kostnað eiganda.

Almenn mál

4.1710063 - Aðstaða hafnarvarðar

Hafnarverði falið að kanna hvaða kostir eru í boði og gera grein fyrir þeim möguleikum á næsta fundi.
Önnur mál:

Rætt um mögulegar varnir til að sporna við spóli á höfninni.
Karli Eðvaldssyni, deildarstjóra gatnadeildar falið að koma með tillögur.

Fundi slitið - kl. 17:15.