Hafnarstjórn

94. fundur 03. mars 2014 kl. 17:15 - 18:15 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hinriksdóttir aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Birgir Ari Hilmarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.

Kynning á tillögum að útivistarsvæði og frágang á sjóvörnum á Kársnesinu.

Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs, kynnti framlagðar teikningar og myndir af fyllingu vestast á Kársnesi.

Hafnarstjórn lýsir ánægju með drögin og samþykkir áframhaldandi vinnu og frekari útfærslu.

Bókun fulltrúa samfylkingar og vinstri grænna. "Við undirrituð fögnum þeirri tillögu sem hér liggur fyrir. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að með henni sjá íbúar Kársness loks fyrir endann á malar- og grjótflutningum á uppfyllingu á nesinu. Ingibjörg Hinriksdóttir og Gísli Skarphéðinsson. "

2.14021053 - Kræklingaeldi í Fossvogi

Umsókn um aðstoð við athugun á skelrækt.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:15.