Hafnarstjórn

96. fundur 30. september 2014 kl. 16:00 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Andrés Gunnlaugsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Stefán Loftur Stefánsson embættismaður
  • Helga Guðný Sigurðardóttir varafulltrúi
  • Erlendur H Geirdal varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Dagskrá
Evert Kr. Evertsson setti fundinn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir var kjörinn formaður.

Gengið til dagskrár.

1.1408537 - Kópavogshöfn. Athugasemd við umgengni og rusl á hafnarsvæði.

Lagt fram erindi Önnu Viðarsdóttur, varðandi umgengni á hafnarsvæðinu.
Ákveðið að hnitsetja hafnarstæðið og afmarka lóðarmörk og gera þeim sem eru með eignir í leyfisleysi að fjarlægja þær. Hafnarstjóra falið að svara bréfritara.

2.1409472 - Framtíðarútivistarsvæði á Kársnesi

Kynning á framtíðarútivistarsvæði á Kársnesi.
Stefán L. Stefansson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, kynnti tillögu að útivistarsvæði og frágang á sjóvörn vestast á fyllingu á Kársnesi.

3.1409473 - Útboð á brimvörnum á Kársnesi

Kynning á útboði á brimvörnum á Kársnesi.
Stefán L. Stefansson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, kynnti málið. Stefnt er að því að ljúka verkinu á 3 árum.
Önnur mál.
a) Hafnarvörður fór yfir nýjar kröfur frá samgöngustofu þar sem fram kemur að setja þarf stiga framan á flotbryggju og Ýmishöfn. Hafnarvörður vinnur að uppsetningu.

b) Kaupa þarf þjónustu kafara til að hreinsa upp dekk sem slitnað hafa niður við höfnina. Stefnt að því næsta vor.

Ákveðið að funda á mánudögum kl. 16:30, næsti fundur verður 27. október.

Fundi slitið.