Hafnarstjórn

84. fundur 03. september 2012 kl. 16:30 - 17:45 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Jóhannes Stefánsson aðalmaður
  • Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hinriksdóttir aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Þorleifur Friðriksson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.1207117 - Kópavogshafnir. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum

Lagt fram erindi umhverfisstofnunar "Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa"

Hafnarstjórn felur umhverfisráði að gera drög að áætlun í samráði við hafnarvörð og leggja hana fram á næsta fundi stjórnar.

2.1112030 - Gjaldskrá Kópavogshafnar 2012

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að láta uppfæra gjaldskrá hafnarinnar að teknu tilliti til vísitölubreytinga. Breytingarnar skulu lagðar fyrir næsta fund stjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:45.