Hafnarstjórn

71. fundur 04. janúar 2011 kl. 17:00 - 18:30 Bakkabraut 9
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Hinriksdóttir formaður
Dagskrá

1.1101010 - Gjaldskrá Kópavogshafnar

Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að hækka gjaldskrá fyrir rafmagnssölu til samræmis við hækkun á heildsöluverði frá Orkuveitunni.  Rafmagnsgjald verður því 14,10 kr. pr. kwst.  Gjaldskrárbreytingin tekur gildi frá og með 1. janúar 2011

2.1009068 - Flutningur og frágangur Steypustöðvarinnar Borg

Hafnarvörður gerði grein fyrir stöðu mála vegna brottflutnings og frágangs Steypustöðvarinnar Borgar. Vilji er til þess af hálfu steypustöðvarinnar að ganga vel frá og er umsjónarmaður fasteignarinnar í sambandi við Borg vegna þessa.

Hafnarstjórn felur hafnarverði að ræða við umsjónarmann fasteignarinnar og hvetja til þess að frágangi verði lokið sem fyrst.

3.1101026 - Hugmyndir um framtíð hafnarsvæðisins

Hafnarstjórn ræddi ýmsar hugmyndir um framtíð hafnarsvæðisins. Margir möguleikar eru í stöðunni. Málið skoðað betur milli funda.

Hafnarverði falið að gera úttekt á starfsemi sem nú þegar fer fram á hafnarsvæðinu.

4.1012153 - Ýmsar lagfæringar á hafnarsvæðinu eftir skoðun Siglingastofnunar

Júlíus gerði grein fyrir málinu og þeim framkvæmdum sem þarf að fara í.

Hafnarverði falið að ganga frá málinu í samráði við framkvæmda- og tæknisvið.

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:30.