Forvarnanefnd

23. fundur 14. apríl 2010 kl. 12:00 - 13:00 Fannborg 2, 1. hæð minna fundarherbergi.
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Starfsmaður forvarnanefndar
Dagskrá

1.1002193 - Vímulaus æska- styrkbeiðni vegna sjálfsstyrkinganámskeiða.

Forvarnarnefnd samþykkir að styrkja námskeiðin með greiðslu 1/3 af námskeiðsgjaldi barna og ungmenna úr Kópavogi eða með sambærilegum hætti og önnur sveitarfélög gera. Stafsmanni falið að ganga frá samkomulagi við Vímulausa æsku þar að lútandi.

2.1002041 - Umsókn um styrk til Forvarnarnefndar Kópavogsbæjar 2010, vegna námskeiðs fyrir börn með þroskahömlun

Forvarnanefnd samþykkir að styrkja viðkomandi einstaklinga um allt að 1/3 til þátttöku í námskeiðum á þessu ári.

3.1002047 - Hugur og heilsa. Forvarnarverkefni í Kópavogi 2009-2010.

Greint frá framvindu námskeiðanna.

4.1002040 - Nei takk klúbburinn, beiðni um styrk vegna hvataferðar.

Forvarnanefnd lýsir ánægju sinni með hið góða framtak sem ""Nei takk klúbburinn"" stendur fyrir og samþykkir styrk til verkefnisins að upphæð kr. 40 þús. fyrir yfirstandandi skólaár. Forvarnanefnd óskar eftir því að Nei takk klúbburinn kynni verkefnið fyrir öðrum félagsmiðstöðvum í bænum.

5.1004211 - Próflokaferðir 10. bekkinga, 2010.

Forvarnanefnd samþykkir að styrkja hver nemenda í 10. bekk um kr. 1.600  vegna vorferða grunnskóla.  Með styrknum er Forvarnanefnd að styðja við hið öfluga forvarnaverkefni sem foreldrafélögin/skólarnir hafa staðið fyrir til að koma í veg fyrir neikvæða hópamyndun vegna lokaprófa í grunnskóla.

6.1002094 - Tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar varðandi Forvarnarstefnu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarráði vísað til umsagnar forvarnanefndar.

Lagður fram tölvupóstur með tilboði í endurprentun stefnunnar. Forvarnanefnd telur mikilvægt að Forvarnastefnu Kópavogs sé dreift betur m.a. að tryggja að fagaðilar, bæjarbúar og þeir sem að stefnunni komu hafi ávallt aðgang að henni og felur starfsmanni að vinna að útfærslu í samráði við bæjarráð.

Bragi Michaelsson og Guðbjörg Sveinsdóttir óska bókað að þau hafa efasemdir um að dreifa stefnunni eins og tillagan gerir ráð fyrir.

7.1001206 - Beiðni um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnarstarf SAMAN hópsins á árinu 2010.

SAMAN-hópurinn er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga sem láta sig varða velferð barna. Markmið með starfi hópsins er að styðja og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu, einkum í tengslum við tímabil og atburði þar sem líklegt er að aukning verði á neyslu vímuefna meðal unglinga.

Forvarnarnefnd samþykkir styrk að upphæð 80 þús. kr. á árinu 2010.

8.1004015 - Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema

Forvarnanefnd telur starf Ástráðs mjög mikilvægt og samstarf við félagið góð viðbót við forvarnastarfið. Forvarnarnefnd samþykkir að styrkja starf Ástráðs um kr. 40 þús. á árinu 2010.

 

9.1004209 - Skýrslan ""Ungt fólk - utan skóla 2009""

Skýrsla Rannsóknar og greiningar um ""Ungt fólk- Utan skóla 2009"" lögð fram.

10.1004210 - Forvarnardagurinn

Skýrsla Forvarnardagsins 2009 lögð fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.