- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lögð fram til kynningar álitsgerð unnin af Ragnhildi Helgadóttur í september 2010, um ábyrgð í félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.
Nefndin óskar eftir að fulltrúi frá Lýðheilsustöð komi á fund nefndarinnar.
Forvarnanefnd samþykkir að námskeið á vegum Samhjálpar, fyrir 8-10 bekk grunnskólanna verði styrkt með sama hætti og sl. vetur, svo fremi sem fjárhagsáætlun leyfir. Jafnframt hvetur nefndin skólana til að tryggja sér aðgang að Maríta verkefnunum. Starfsmanni nefndarinnnar falið að fylgja málinu eftir.
Starfsmaður nefndarinnar greindi frá því að búið sé að dreifa segulspjöldum til allra barna í 2. og 6. bekk í skólum í Kópavogi. Forvarnarnefnd lagði út fyrir þeim, en til voru birgðir frá fyrra ári sem nam helmingi spjaldanna.
Lögð fram umsögn frá deildarstjóra ÍTK til lögreglunnar og greint frá viðbrögðum félagsmálayfirvalda, foreldrasamtaka í bænum og æskulýðsstarfsmanna varðandi fyrirhugað Ball fyrir 14 ára börn og eldri á Players 22. sept. sl., en lögreglan synjaði leyfinu á grundvelli ofangreindra viðbragða. Nefndin lýsir ánægju sinni með aðkomu stofnana bæjarins að þessu máli.
Nefndinni hafa borist þær upplýsingar að búið sé að stytta matartíma í grunnskóla einum í Kópavogi. Nefndin kallar eftir upplýsingum um með hvaða hætti matartímar barnanna eru í grunnskólum bæjarins og hvort hann hafi verið styttur frá því sem áður var. Starfsmanni nefndarinnar falið að fylgja málinu eftir.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Forvarnastefna Kópavogs hefur nú legið fyrir síðan sl. haust. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að kalla eftir stöðumati og kanna hvernig undirbúningi að aðgerðaáætlun forvarnastefnu hlutaðeigandi stofnana og félagasamtaka hefur miðað fram frá útgáfu hennar.