28. fundur
22. apríl 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, fundarherbergi á millilofti
Fundinn sátu:
Guðbjörg Linda Udengarddeildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
Andri Steinn Hilmarssonaðalfulltrúi
Rakel Másdóttiraðalfulltrúi
Rannveig Jónsdóttiraðalfulltrúi
Sigurður Ingi Haukssonaðalfulltrúi
Ólöf Pálína Úlfarsdóttiraðalfulltrúi
Stefán Ólafssonvarafulltrúi
Fundargerð ritaði:Linda UdengaardDeildarstjóri
Dagskrá
1.1504398 - Forvarnasjóður 2015-SAFT fræðsla
Frestað til næsta fundar.
2.1504539 - Evrópsk ungmennavika-60 ára afmæli Kópavogsbæjar.
Á fundinn mættu fulltrúi félagmiðstöðvaráðs Kópavogs og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Jemen og skýrðu frá fyrirhugaðri dagskrá félagsmiðstöðva barna- og unglinga í tilefni af evrópskri ungmennaviku og 60 ára afmæli Kópavogsbæjar. Hátíðin verður haldin þann 8. maí og fékk félagsmiðstöðvaráðið 200.000 kr. styrk frá Evrópu unga fólksins vegna viðburðarins. Félagsmiðstöðvaráðið skipuleggur alla dagskrána og með aðstoð starfsmanna félagsmiðstöðva. Leikjasmiðjur og dansleikur, skemmtileg og metnaðarfull dagskrá fyrir alla unglinga í Kópavogi. Á fundinn mætti einnig forstöðumaður Molans og skýrði frá fyrirhugaðri dagskrá ungmennahússins Molans í tilefni af evrópskri ungmennaviku og 60 ára afmæli Kópavogsbæjar, Allir út! Viðburðurinn verður haldinn þann 7. maí og fékk ungmennahúsið 200.000 kr. styrk frá Evrópu unga fólksins vegna viðburðarins. Fimmtudagseftirmiðdagur á planinun; tónlist, hjólabretti og götulistamenn verða leiðbeinendur í smiðjum. Lagt til að gestum félagsmiðstöðva eldri borgara verði boðið kaffisopa.
3.1504454 - Frístundadeild-Ungt fólk 2015
Kynning á rannsóknarniðurstöðum frá Ungt fólk 2015 - Vímuefnanotkun ungs fólks í Kópavogi. Rannsóknarniðurstöður meðal nemenda í 8.,9. og 10. bekk árið 2015
Kynntar rannsóknarniðurstöður, Ungt fólk 2015 - Vímuefnanotkun ungs fólks. Niðurstöður eru jákvæðar fyrir Kópavog og forvarnastarf innan sveitarfélagsins á réttri braut hvað varðar forvarnir gegn vímuefnaneyslu. Niðurstöður verða kynntar í skólanefnd og niðurstöður sendar til allra aðila sem vinna með börn og unglinga innan sveitarfélagsins.
4.1004381 - Rannsóknir og greining - ýmis gögn.
Jón Sigfússon frá Rannsóknog greiningu kynnir drög að nýjum samningi við Rannsókn og Greiningu.
Jón Sigfússon svaraði fyrirspurnum um drög að þeim samningi sem liggur fyrir frá Rannsókn og Greiningu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5.1504417 - 17.júní 2015
Verkefnastjórar hátíðarhaldanna mæta á fundinn og leggja fram drög að dagskrá.
Umræða um dagskrá þjóðhátíðar árið 2015. Hátíðarhöldin fara fram að venju á Rútstúni og nánasta nágrenni. Umræða um bætta þjónustu við söluaðilana og fyrirkomulag dagskrár. Stafsmönnum falið að vinna áfram að skipulagi viðburðarins.
6.1502663 - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogs v/ gítarkennslu
Lagður fram tölvupóstur frá Steinari Haraldssyni, dags. 12.janúar sl., með umsókn um, að Gítarnámskeið sem hann stendur fyrir í samstarfi við dægradvalir þriggja grunnskóla í bænum, verði gjaldgengt í tómstundastyrkjakerfi (frístundastyrkakerfi) Kópavogsbæjar.
Íþróttaráð Kópavogs hafnaði umsókninni þann 19. febrúar 2015. Með tilvísun til reglna um frístundastyrki Kópavogsbæjar hafnar forvarna- og frístundanefnd umsókninni.
7.1410671 - Pólski skólinn - Umsókn um frístundastyrk.
Íþróttaráð Kópavogs samþykkti umsóknina þann 19. febrúar 2015. Með tilvísun til fyrstu greinar reglna um frístundastyrki Kópavogsbæjar samþykkir forvarna- og frístundanefnd umsóknina.
8.1504403 - Forvarnasjóður 2015-Átak gegn heimilisofbeldi.