Félagsmálaráð

1317. fundur 25. október 2011 kl. 15:00 - 16:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir varafulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.1101462 - Fundargerðir teymisfunda 2011

Fundargerðir frá 5. og 12. október

Lagðar fram.

2.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Fundargerð frá 10. október ásamt fylgigögnum.

Fundargerð afgreidd.

3.1109142 - Styrkbeiðni vegna sumarbúða í Reykjadal 2011

Frestað 21.september

Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leiti og vísar til bæjarráðs þar sem upphæð er hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.

4.1110202 - Skoðun á rekstri og faglegu starfi

Félagsmálaráð samþykkir að hafin verði vinna, við að skoða rekstrarlega þætti starfsstöðva í málaflokki fatlaðs fólks, þ.e. starfsmannahald, vaktafyrirkomulag,  ráðningar, innkaup og aðra starfssemi m.t.t. hagkvæmni.  Þar sem Kópavogsbær  er nú ábyrgur fyrir rekstri þessara starfsstöðva er mikilvægt að slík úttekt fari fram á þessum tímapunkti.

Félagsmálaráð vísar málinu til bæjarráðs enda um kostnað að ræða sem er ekki á fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 16:00.