Félagsmálaráð

1352. fundur 04. júní 2013 kl. 15:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sigurjón Örn Þórsson formaður
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Haukur Guðmundsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.1305149 - Greinargerð verktaka ferðaþjónustu

Félagsmálaráð gerir alvarlega athugasemd við vinnubrögð fyrirtækisins Smartbíla ehf. og telur að það hafi sýnt alvarlega vanrækslu þegar bílstjóri á þess vegum var áfram látinn sinna akstri þrátt fyrir að tilkynnt hefði verið um meint brot hans gegn öðrum notanda. 

 

Félagsmálaráð hyggst skoða verkferla og öryggiskröfur í þjónustusamningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.

2.1305716 - Ferðaþjónusta - fundargerðir vegna máls

Lagt fram. 

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

3.1301078 - Teymisfundir 2013

Lagt fram. 

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar, Margrét Arngrímsdóttir og Berglind Kristjánsdóttir félagsráðgjafar sátu fundinn undir þessum lið.

4.1305558 - Áfrýjun - Fjárhagsaðstoð

Skráð í trúnaðarbók. 

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar, Margrét Arngrímsdóttir og Berglind Kristjánsdóttir félagsráðgjafar sátu fundinn undir þessum lið.

5.1305717 - Áfrýjun - Fjárhagsaðstoð

Skráð í trúnaðarbók. 

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar, Margrét Arngrímsdóttir og Berglind Kristjánsdóttir félagsráðgjafar sátu fundinn undir þessum lið.

6.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Lagt fram. 

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar, Margrét Arngrímsdóttir og Berglind Kristjánsdóttir félagsráðgjafar sátu fundinn undir þessum lið.

 

7.1212040 - Heimildir fyrir framlagningu persónugreinanlegra gagna í félagsmálaráði.

Lagt fram til kynningar og ákveðið að fresta.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar, Margrét Arngrímsdóttir og Berglind Kristjánsdóttir félagsráðgjafar sátu fundinn undir þessum lið.

 

Félagsmálaráð þakkaði Ragnari Snorra fyrir samstarfið í tilefni starfsloka hans.

Fundi slitið - kl. 17:30.