Félagsmálaráð

1391. fundur 04. maí 2015 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir varafulltrúi
  • Árni Árnason varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1501155 - Teymisfundir 2015

Fundargerðir 16. og 17. teymisfunda lagðar fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1504657 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Fært í trúnaðarbók.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1504746 - Þjónustukönnun 2015: Félagsleg heimaþjónusta

Lagt fram til kynningar og umræðu
Félagsmálaráð mælist til þess að starfsmenn hefji undirbúningsvinnu við mótun og endurskoðun þjónustu Kópavogsbæjar við aldraða.
Svanhildur Þengilsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1106479 - Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi 2011-2016. Verksamningur

Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að vinna að lyktum málsins.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1504764 - Fjárhagsaðstoð. Samanburður milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að beiðni félagsmálaráðs

Lagt fram.
Atli Sturluson rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið.