Félagsmálaráð

1275. fundur 05. janúar 2010 kl. 15:15 - 16:00 Fannborg 4 fundarherbergi 2 hæð
Fundargerð ritaði: Aðalsteinn Sigfússon Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.910095 - Endurskoðun samþykktar félagsmálaráðs Kópavogs

Félagsmálaráð hefur á fundi sínum í dag farið yfir og  samþykkt tillögur að endurskoðun á samþykktum félagsmálaráðs fyrir sitt leyti.

2.911899 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

Félagsmálaráð hefur á fundi sínum í dag farið yfir og samþykkt tillögur að endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð fyrir sitt leyti.

3.1001010 - Ráðning í 50% stöðu félagsráðgjafa í fjölskyldudeild

Tveir sóttu um stöðu félagsráðgjafa í barnavernd yngri hjá fjölskyldudeild. Báðir umsækjendur voru teknir í viðtal.

Félagsmálaráð mælir með ráðningu Ragnheiðar B. Guðmundsdóttur félagsráðgjafa í 50%.

4.911423 - Önnur mál

Kristín Á Guðmundsdóttir óskar eftir upplýsingum um stöðu sambýla og heimaþjónustu fyrir aldraða í Kópavogi.

 

Félagsmálastjóri upplýsir að tvö sambýli fyrir aldraða séu starfandi í Kópavogi.  Til umræðu er að endurskoða starfsemi sambýlanna í tengslum við uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Boðaþingi.  Heimaþjónusta hefur verið efld í bænum.

 

Kristín Á Guðmundsdóttir spurðist fyrir um stöðu á flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna og stöðu unglinganna sem glíma við tölvufíkn.

 

Félagsmálastjóri upplýsir að málefni fatlaðra sé í vinnslu bæði á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðuneytisins og sé til umræðu bæði innan félagsmálaráðs og bæjarráðs Kópavogs.

 

Félagsmálastjóri upplýsir að barnavernd sé í stakk búin til þess að taka á vandamálum þessa unglinga ef tilkynning berist til félagsþjónustunnar.

 

 

 

Fundi slitið - kl. 16:00.