Barnaverndarnefnd

5. fundur 18. ágúst 2011 kl. 15:30 - 16:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Magnús M Norðdahl formaður
  • Hanna Dóra Stefánsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Ingibjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
  • Benedikt Hallgrímsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Anna Eygló Karlsdóttir yfirmaður barnaverndar sat fundinn.

1.906257 - Barnaverndarmál unglingur

Skráð í trúnaðarbók.

2.1103257 - Erindi frá Barnaverndarstofu vegna þjónustu við börn sem búa við heimilisofbeldi

Meðfylgjandi er kynning á tilraunaverkefni og drög að umboði fyrir starfsmann.

Nefndin gerir athugasemdir og breytingar við 1. og 7. gr. umboðsdraga og samþykkir umboðið að svo búnu fyrir sitt leyti.

3.1012231 - Samþykkt fyrir barnaverndarnefnd Kópavogs. Drög

Barnaverndarnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.

4.1108245 - Tölulegar upplýsingar í barnavernd 2011

Lagt fram til kynningar.

Nefndin er sammála um að fela formanninum að óska eftir fundi með formanni skólanefndar til að ræða þróun og samstarf barnaverndaryfirvalda og skóla.

5.1108303 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Hafin er vinna við framkvæmdaáætlun og gert er ráð fyrir að henni ljúki í september.

6.1108305 - Áttan. Úrræði barnaverndar

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir því að bæjarráð hafi tekið ákvörðun um ráðstöfun á húsnæði í Neðstutröð sem hafi verið ætlað fyrir barnaverndarstarf. Leitað er annarrar aðstöðu. Barnaverndarnefnd lýsir áhyggjum sínum og telur afar brýnt að fundinn verði lausn á húsnæðisvanda Áttunnar.

7.910029 - Barnaverndarmál - barn

Máli vísað til lögfræðings Félagsþjónustunnar til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 16:30.