Barnaverndarnefnd

8. fundur 10. nóvember 2011 kl. 15:30 - 18:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
  • Magnús M Norðdahl formaður
  • Jóhanna Thorsteinson aðalfulltrúi
  • Ingibjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Óttar Felix Hauksson aðalfulltrúi
  • Anna Eygló Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur velferðarsviðs
Dagskrá

1.1109296 - Barnaverndarmál - barn

Fært í trúnaðarbók.  Sigrún Ósk Björgvinsdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

2.1111049 - Skortur á úrræðum fyrir unglinga í vanda

Barnaverndarnefnd þakkar fyrir ábendinguna og sýndan áhuga.

Barnaverndarnefnd óskar eftir því að ráðgjafi í unglingadeild gefi nefndinni upplýsingar um þau úrræði sem unglingum í Kópavogi eiga völ á.

3.1001067 - Breytingar á reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála hjá barnaverndarstarfsmönnum fél

Málinu frestað til næsta fundar þar sem fylgiskjal var gallað. 

4.1108303 - Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Barnaverndarnefnd samþykkir framkvæmdaáætlunina.  Framkvæmdaáætlunin verður tilbúin til undirskriftar á næsta fundi. 

5.1111266 - Önnur mál.

Barnaverndarnefnd samþykkir að fela sviðstjóra velferðarsviðs, eða þann sem hann tilnefndir, í samráði við formann nefndarinnar og sviðstjóra menntasviðs, eða þann sem hún tilnefnir, og formann skólanefndar að boða til sameiginlegs fundar Barnaverndarnefndar og Skólanefndar. Á fundinum verði fjallað um samstarf og samvinnu nefndanna og starfsmanna þeirra, skyldur aðila og verkferla með velferð barna að leiðarljósi.  Stefnt er að því að þessi fundur verði haldinn í febrúar 2012.

Fundi slitið - kl. 18:15.