Bæjarstjórn

1134. fundur 22. mars 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. janúar 2016.

835. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 40. liðum.
Lagt fram.

2.1406264 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2014 - 2018.

Sverrir Óskarsson kjörinn aðalmaður í stjórn Strætó bs. í stað Theódóru Þorsteinsdóttir. Theódóra Þorsteinsdóttir kjörin varamaður í stjórn Strætó bs.

3.1406254 - Kosningar í skólanefnd 2014-18

Bæjarstjórn felur bæjarráði að kjósa í skólanefnd á fundi bæjarráðs þann 31. mars nk. með ellefu atkvæðum.

4.1406251 - Kosningar í skipulagsnefnd 2014-18

Bæjarstjórn felur bæjarráði að kjósa í skipulagsnefnd á fundi bæjarráðs þann 31. mars nk. með ellefu atkvæðum.

5.1408262 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2014 - 2018

Sigursteinn Óskarsson kjörinn varamaður í stað Erlu Karlsdóttur.

6.1408096 - Kosningar í íþróttaráð 2014-18

Rannveig Bjarnadóttir kjörin aðalmaður í stað Sigursteins Óskarssonar.

7.1408320 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd 2014-18.

Sigursteinn Óskarsson kjörinn aðalmaður í stað Rannveigar Jónsdóttur.

8.1406235 - Kosningar í félagsmálaráð 2014-2018

Bæjarstjórn felur bæjarráði að kjósa í félagsmálaráð á fundi bæjarráðs þann 31. mars nk. með ellefu atkvæðum.

9.1509729 - Kosningar nefnda

Hlé var gert á fundi kl. 21.14. Fundi var fram haldið kl. 21.52.

10.1601022 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 10. mars 2016.

74. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 15. liðum.
Lagt fram.

11.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 19. febrúar 2016.

65. fundur stjórnar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

12.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 29. febrúar 2016.

239. fundur stjórnar Strætó í 3. liðum.
Lagt fram.

13.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 7. mars 2016.

427. fundur stjórnar SSH í 10. liðum.
Lagt fram.

14.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 4. mars 2016.

359. fundur stjórnar Sorpu í 6. liðum.
Lagt fram.

15.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 1. mars 2016.

350. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

16.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. febrúar 2016.

836. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 51. lið.
Lagt fram.

17.1507357 - Húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Lögð fram eftirfarandi tillaga frá bæjarstjóra um kaup á húsnæði við Digranesveg 1 undir stjórnsýslu bæjarins:
"Lagt er til að bæjarstjórn samþykki kaup á fasteigninni að Digranesvegi 1 skv. fyrirliggjandi kauptilboði, að upphæð 585 m.kr. Tilboðið var lagt fram af hálfu Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Eigandi húsnæðisins, Íslandsbanki, hefur samþykkt tilboðið. Gerð viðauka verði vísað til meðferðar bæjarráðs með vísan til 35. gr. sveitarstjórnarlaga.

Jafnframt er lagt til að Hressingarhælið á Kópavogstúni verði fundarsalur bæjarstjórnar og formlegt móttökuhús bæjarins."
Jafnframt lögð fram greinargerð með tillögunni, drög að viðauka við fjárhagsáætlun, kauptilboð og söluyfirlit.
Margrét Friðriksdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég er samþykk þessari tillögu og það er mat mitt að þessi lausn sé farsæl fyrir stjórnsýslu Kópavogs og okkur til sóma.
Margrét Friðriksdóttir"

Kl. 17.15 vék Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar af fundi. Jón Finnbogason tók sæti hennar á fundinum. Pétur Hrafn Sigurðsson tók við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

Hlé var gert á fundi kl. 17.35. Fundi var fram haldið kl. 17.46.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Hér liggur fyrir ákvörðun sem er mjög farsæl fyrir bæajarskrifstofur Kópavogsbæjar. Niðurstaðan er hagkvæm fjárhagslega, skapar gott aðgengi fyrir bæjarbúa og ber þess öll merki að verða góður vinnustaður. Til hamingju Kópavogsbúar.
Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Guðmundur Geirdal, Jón Finnbogason, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

Ása Richardsdóttir tekur undir bókun meirihlutans.

Fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Niðurstaðan sem hér hefur fengist í húsnæðismálum stjórnsýslu Kópavogsbæjar sýnir fram á mikilvægi samráðs og samvinnu í bæjarstjórn.
Hér stendur bæjarstjórn Kópavogs einhuga saman. Ef ekki hefði verið fyrir samráðsferli undanfarna mánuði hefðu kaupin á Digranesvegi 1 ekki orðið að veruleika.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Kristinn Dagur Gissurarson"

Sverrir Óskarsson tekur undir bókun minnihlutans.

18.1603007 - Skólanefnd, dags. 14. mars 2016.

100. fundur skólanefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

19.1602023 - Lista- og menningarráð, dags. 7. mars 2016.

56. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Þörf er á að samræma ímyndar og kynningarstarf Kópavogs. Í dag er verkefnið á hendi of margra aðila og verkaskipting ekki skýr. Undirrituð leggur til að bæjarstjórn taki verkefnið til umræðu og láti vinna tillögur að breyttri skipan ímyndar og kynningarmála Kópavogs.
Ása Richardsdóttir"

Forseti lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs og var það samþykkt með 11 atkvæðum.

20.1602011 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 2. mars 2016.

44. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

21.1602021 - Íþróttaráð, dags. 3. mars 2016.

57. fundur íþróttaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

22.1603017 - Forsætisnefnd, dags. 18. mars 2016.

67. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

23.1603014 - Forsætisnefnd, dags. 17. mars 2016.

66. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

24.1603004 - Félagsmálaráð, dags. 7. mars 2016.

1406. fundur félagsmálaráðs í 12. liðum.
Lagt fram.

25.1602016 - Barnaverndarnefnd, dags. 10. mars 2016.

54. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

26.1603001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 3. mars 2016.

182. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

27.1603006 - Bæjarráð, dags. 17. mars 2016.

2813. fundur bæjarráðs í 20. liðum.
Lagt fram.

28.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að bæjarstjórn staðfesti samkomulag við velferðarráðuneyti um stækkun hjúkrunarheimilis við Boðaþing. Samkomulagið kveður á um skiptingu kostnaðar þannig að Velferðarráðuneytið greiði 85% á móti 15% hlutdeild Kópavogsbæjar.

Bæjarstjórn staðfestir samkomulagið með 11 atkvæðum.

29.1603005 - Bæjarráð, dags. 10. mars 2016.

2812. fundur bæjarráðs í 25. liðum.
Lagt fram.

30.1603992 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 22. mars 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 10. og 17. mars, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 3. mars, barnaverndarnefndar frá 10. mars, félagsmálaráðs frá 7. mars, forsætisnefndar frá 17. mars og 18. mars, íþróttaráðs frá 3. mars, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 2. mars, lista- og menningarráðs frá 7. mars, skólanefndar frá 14. mars, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 29. janúar og 26. febrúar, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. mars, stjórnar Sorpu frá 4. mars, stjórnar SSH frá 7. mars, stjórnar Strætó frá 29. febrúar, svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 19. febrúar og umhverfis- og samgöngunefndar frá 10. mars.
Lagt fram.

31.16031125 - Sorphirða í Kóp. - Framtíðarsýn.

Lögð fram gögn vegna sorphirðu í Kópavogi um nýja gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, grenndargáma fyrir plast og grenndargáma fyrir föt, ásamt kynningu um árangur af endurvinnslu á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 18.05. Fundi var fram haldið kl. 18.50.

Hjördís Ýr Johnson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Óskað er eftir því að fá kostnaðargreiningu á því að bæta við 3ju tunnunni til að hirða plast við híbýli í Kópavogi og því að setja plast í sérpoka með pappírum í bláu tunnuna, ásamt nánari úttekt á kostum og göllum sem hægt er að leggja fyrir bæjarstjórnina strax með vorinu.
Hjördís Ýr Johnson"

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum. Guðmundur Gísli Geirdal greiddi ekki atkvæði.

Fundi slitið.