Bæjarstjórn

1052. fundur 14. febrúar 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Hafsteinn Karlsson 1. varaforseti
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson forseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Guðný Dóra Gestsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist Hjálmar Hjálmarsson Jóns Þórarinssonar, tónskálds, sem lést þann 12. febrúar sl. Hann var kjörinn í bæjarstjórn 1958 fyrir D-lista og sat eitt kjörtímabil.

1.1103103 - Kosningar í menningar- og þróunarráð 2011

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Karen E. Halldórsdóttir

Helga Guðrún Jónasdóttir

Sveinn Sigurðsson

Una Björg Einarsdóttir

Af B-lista:

Garðar Guðjónsson

Pétur Ólafsson

Ýr Gunnlaugsdóttir

Kjöri varamanna var frestað.

2.1006240 - Kosningar í bæjarráð 2010 - 2014

Kosning fimm fulltrúa sem aðalmenn og jafnmarga til vara. Skipan áheyrnarfulltrúa skv. 44. gr. bæjarmálasamþykktar.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Rannveig Ásgeirsdóttir

Ómar Stefánsson

Ármann Kr. Ólafsson

Af B-lista:

Ólafur Þór Gunnarsson

Guðríður Arnardóttir

Áheyrnarfulltrúi:

Hjálmar Hjálmarsson

3.1006264 - Kosningar í almannavarnanefnd 2010 - 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu frestað.

4.1103099 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2011

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Bragi Thoroddsen

Benedikt Hallgrímsson

Jóhanna Thorsteinson

Af B-lista:

Ingibjörg Sveinsdóttir

Magnús Norðdahl

 

Kjöri varamanna var frestað.

5.1006248 - Kosningar í félagsmálaráð 2010 - 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Kjartan Sigurgeirsson

Sigurjón Örn Þórsson

Sverrir Óskarsson

Af B-lista:

Guðbjörg Sveinsdóttir

Guðríður Arnardóttir

 

Kjöri varamanna var frestað.

6.1103100 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd 2011

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Héðinn Sveinbjörnsson

Bragi Michaelsson

Una María Óskarsdóttir

Af B-lista:

Sigmar Þormar

Tjörvi Dýrfjörð

 

Kjöri varamanna var frestað.

7.1010046 - Kosning í framkvæmdaráð

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Gunnar I. Birgisson

Ómar Stefánsson

Af B-lista:

Guðríður Arnardóttir

 

Kjöri varamanna var frestað.

8.1006244 - Kosningar í hafnarstjórn 2010 - 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Jón Daði Ólafsson

Jóhannes Stefánsson

Margrét Sigmundsdóttir

Af B-lista:

Gísli Skarphéðinsson

Ingibjörg Hinriksdóttir

 

Kjöri varamanna var frestað.

9.1006249 - Kosningar í heilbrigðiseftirlit 2010 - 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Margrét Halldórsdóttir

Af B-lista:

Steingrímur Steingrímsson

 

Kjöri varamanna var frestað.

10.1006265 - Kosningar í stjórn Héraðsskjalasafns 2010 - 2014

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Eiríkur Ólafsson

Helgi Þór Jónasson

Af B-lista:

Pétur Hrafn Sigurðsson

 

Kjöri varamanna var frestað.

11.1103102 - Kosningar í íþróttaráð 2011

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Evert Kr. Evertsson

Guðmundur Freyr Sveinsson

Una María Óskarsdóttir

Af B-lista:

Helgi R. Ólafsson

Kristín Sævarsdóttir

 

Kjöri varamanna var frestað.

12.1103101 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2011

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Jóhanna Heiðdal

Katrín Guðjónsdóttir

Una Björg Einarsdóttir

Af B-lista:

Lára Jóna Þorsteinsdóttir

Erlendur Geirdal

 

Kjöri varamanna var frestað.

13.1006242 - Kosningar í kjörstjórnir - Alþingi 2010 - 2014

Kosning þriggja manna í undirkjörstjórn og jafnmargra til vara.

Kosningu frestað.

14.1006243 - Kosningar í kjörstjórn - sveitarstjórnarkosningar 2010 - 2014

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu frestað.

15.1006271 - Kosningar í leikskólanefnd 2010 - 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Aðalsteinn Jónsson

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir

Eiríkur Ólafsson

Af B-lista:

Arnþór Sigurðsson

Sigurður Grétarsson

 

Kjöri varamanna var frestað.

16.1006258 - Kosningar í stjórn lífeyrissjóðs 2010 - 2014

Kosning tveggja fulltrúa og jafnmargra til vara.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir um stjórn fundarins og óskaði eftir að kosningum í stjórn lífeyrissjóðsins verði frestað.

 

Kosningu var frestað.

17.1006278 - Kosning skrifara

Kosning tveggja skrifara og jafnmargra til vara úr hópi bæjarfulltrúa.

Kosningu hlutu:

Rannveig Ásgeirsdóttir og Pétur Ólafsson

Til vara:

Aðalsteinn Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson

18.1006289 - Tilnefning í skólanefnd MK 2010 - 2014

Tilnefningar tveggja aðalmanna í skólanefnd MK og tveggja til vara, skv. lögum um framhaldsskóla.

Tilnefndir voru:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Sigurður Konráðsson

Af B-lista:

Flosi Eiríksson

Kjöri varamanna var frestað.

19.1006280 - Kosningar í stjórn Reykjanesfólkvangs 2010 - 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara.

Kosningu hlaut Janus Arn Guðmundsson sem aðalmaður.

Kjöri varamanns var frestað.

20.1006275 - Kosningar í stjórn SSH 2010 - 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara.

Kosningu hlutu Ármann Kr. Ólafsson sem aðalmaður og Ómar Stefánsson til vara.

21.1008104 - Kosningar í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Kristinn Dagur Gissurarson

 

Af B-lista:

Guðný Dóra Gestsdóttir

 

Kjöri varamanna var frestað.

22.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2010 - 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Jóhann Ísberg

Kristinn Dagur Gissurarson

Vilhjálmur Einarsson

Af B-lista:

Guðný Dóra Gestsdóttir

Guðmundur Örn Jónsson

 

Kjöri varamanna var frestað.

23.1006262 - Kosningar í stjórn skíðasvæðanna 2010 - 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara.

Kosningu hlaut Jón Haukur Ingvason sem aðalmaður.

Kjöri varamanns var frestað.

24.1006253 - Kosningar í skólanefnd 2010 - 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Rannveig H. Ásgeirsdóttir

Helgi Magnússon

Alexander Arnarson

Af B-lista:

Hreggviður Norðdahl

Þór Ásgeirsson

 

Kjöri varamanna var frestað.

25.1102264 - Kosningar í stjórn Slökkviliðs hbsv. 2010 - 2014

Í stjórn slökkviliðsins eiga sæti bæjarstjóri og einn maður til vara.

Kosin voru Ármann Kr. Ólafsson aðalmaður og Rannveig Ásgeirsdóttir til vara.

26.1006267 - Kosningar í stjórn Sorpu bs. 2010 - 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara.

Kosningu hlutu Ómar Stefánsson sem aðalmaður og Aðalsteinn Jónsson til vara.

27.1006268 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2010 - 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara.

Kosningu hlutu Gunnar I. Birgisson sem aðalmaður og Rannveig Ásgeirsdóttir til vara.

28.1006263 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2010 - 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir

Af B-lista:

Þorsteinn Ingimarsson

 

Kjöri varamanna var frestað.

29.1006281 - Kosningar í stjórn Tónsala 2010 - 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara.

Kosningu hlaut Vilhjálmur Einarsson sem aðalmaður.

30.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Margrét Björnsdóttir

Kristján Matthíasson

Hreiðar Oddsson

Af B-lista:

Helgi Jóhannesson

Margrét Júlía Rafnsdóttir

 

Kjöri varamanna var frestað.

31.1202211 - Málefnasamningur Framsóknarflokks, Lista Kópavogsbúa og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf í bæ

Lagður fram málefnasamningur Framsóknarflokks, Lista Kópavogsbúa og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs 2012-2014.

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Guðný Dóra Gestsdóttir, Pétur Ólafsson, og Hjálmar Hjálmarsson, sem lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að framkvæmdaráð verði lagt niður. Verkefni þess færist undir bæjarráð.

Greinargerð. Í ljósi reynslunnar á því eina og hálfa ári sem framkvæmdaráð hefur starfað virðist það hafa litlu bætt við og ekki aukið á skilvirkni né hagræðingu innan stjórnkerfisins. Met ég það svo að þeim málum sem framkvæmdaráð sýslar með sé betur komið á borði bæjarráðs. Þessi tillaga felur í sér breytingar á bæjarmálasamþykkt og óska ég eftir því að hún verði tekin til afgreiðslu.

Hjálmar Hjálmarsson"

Þá tóku til máls Hafsteinn Karlsson, Guðríður Arnardóttir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Hjálmar Hjálmarsson, sem lagði fram eftirfarandi bókun:

"Málefnasamningur meirihluta Y-lista, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er í stikkorðastíl og rýr í roðinu. Hugmyndir þeirra um skattalækkanir og auknar framkvæmdir samfara áherslum um niðurgreiðslu skulda, ganga ekki upp.

Hjálmar Hjálmarsson"

Þá tóku til máls Guðný Dóra Gestsdóttir og Guðríður Arnardóttir, sem lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í umræðu undanfarinna daga hefur oddviti Sjálfstæðisflokksins farið mikinn í yfirlýsingum sínum í garð undirritaðrar.  Þar má nefnda dylgjur eins og að ég hafi ekki stutt bæjarstjóra í störfum hennar og hafi leynt og ljóst grafið undan henni.  Ásakanir af þessu tagi eru alvarlegar og ærumeiðandi, þar eru notuð orð eins og valdagræðgi og ráðabrugg.  Ég óska eftir rökstuðningi oddvita Sjálfstæðisflokksins og að hann skýri með dæmum hvað hann leggur til grundvallar þessum fullyrðingum sínum.

Guðríður Arnardóttir"

Þá tóku til máls Pétur Ólafsson, Hafsteinn Karlsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Hjálmar Hjálmarsson, um stjórn fundarins.

Borin var fram tillaga Hjálmars Hjálmarssonar um niðurlagningu framkvæmdaráðs. Óskað var eftir nafnakalli. Atkvæði féllu þannig:

Hafsteinn Karlsson sagði já,

Hjálmar Hjálmarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,

Pétur Ólafsson greiddi ekki atkvæði,

Rannveig Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,

Aðalsteinn Jónsson sagði nei,

Ármann Kr. Ólafsson sagði nei,

Guðný Dóra Gestsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og greiddi ekki atkvæði,

Guðríður Arnardóttir sagði já,

Gunnar Ingi Birgisson sagði nei og

Margrét Björnsdóttir sagði nei

Tillagan var því felld með sex atkvæðum en þrír greiddu atkvæði með henni. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Stórfelldur niðurskurður til að mæta skattalækkunum

Þegar fráfarandi meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og lista Kópavogsbúa tók við völdum í júní 2010 var fjárhagsstaða bæjarins afar slæm og skuldastaða við hættumörk. Meirihlutinn kappkostaði að ná niður skuldum bæjarins og forða bæjarsjóði frá því að fara á forræði eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga.  Gríðarlegur árangur hefur náðst hvað þetta varðar á undanförnum mánuðum.  Þrátt fyrir þetta hafa skattar í Kópavogi staðið í stað frá árinu 2008. Þá tókst að standa vörð um félagsþjónustu, leikskóla og grunnskóla, auk þess sem vel tókst til þegar sveitarfélagið tók við málaflokki fatlaðra frá ríkinu.

Það er áhyggjuefni að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og lista Kópavogsbúa ætli nú að grípa til buddupólitíkur og kaupa hylli kjósenda með skattalækkunum með tilheyrandi skuldasöfnun. Þetta er sami meirihluti og jók skuldir bæjarins um 30 milljarða á síðasta kjörtímabili - um milljón á hvern einasta íbúa bæjarins.  Lækkun gjalda og skatta í Kópavogi verður að fjármagna með stórfelldum niðurskurði. Í málefnasamningi meirihlutans blasir við að það verði í leik- og grunnskólum bæjarins, félagsmiðstöðvum og menningarstofnunum og er það í takti við tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá því í desember, en þá lögðu þeir til um 300 milljóna króna óskilgreindan niðurskurð í skólum bæjarins, um 30 milljónum í félagsmiðstöðvum og forvarnarstarfi og tugum milljóna í menningarstofnunum.

Sú gamla klisja að ætla að úthluta lóðum fyrir öllu bruðlinu stenst enga skoðun nú þegar eftirspurn eftir lóðum er takmörkuð. Lóðir hafa verið seldar frá vorinu 2010 og er von um að sala á lóðum muni taka kipp á næstu misserum. Hagnaður af lóðasölu hefur farið í niðurgreiðslu skulda en svo virðist sem hinn nýi meirihluti undir forystu Ármanns Kr. Ólafssonar muni nota hagnað af lóðasölu í lækkun gjalda, þvert á það sem talaði sig hásan um í stjórnarandstöðu.

Fyrirhuguð stjórnsýsluúttekt er óskilgreind og óljós og engar líkur á að þeir flokkar sem standa að meirihlutanum hafi nokkurn áhuga á að taka út vægast sagt umdeildar ákvarðanir sem teknar voru í tíð þessa sama meirihluta. Gunnar I. Birgisson mun eiga sæti í einni veigamestu nefnd bæjarins, framkvæmdaráði.  Framkvæmdaráð fer með allar framkvæmdir bæjarins, lóðaúthlutanir,  innkaup, samninga við verktaka og útboð.  Jafnframt verður Gunnar I. Birgisson fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Strætó bs.  Það er ljóst að gamli meirihlutinn er komin til valda í boði Lista Kópavogsbúa og þá veitir ekki af öflugu aðhaldi

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Guðný Dóra Gestsdóttir"

32.1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Hauks Ásgeirssonar, verkfræðings fh. lóðarhafa þar sem fram kemur ósk um viðbyggingu við húsið að Víghólastíg 24. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 18. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Víghólastíg 21, 22 og Digranesheiði 7, 9, 11. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum.

33.1201027 - Bæjarráð 2/2

2628. fundur

Hlé var gert á fundi kl. 17:18.  Fundi var fram haldið kl. 17:19.

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um lið 1 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að núverandi fyrirkomulag á svokölluðum meirihlutafundum verði aflagt. Þeirra í stað verða teknir upp vinnufundir með aðkomu fulltrúa frá öllum framboðum sem eiga kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn. Þar gæfist fulltrúum framboðanna tækifæri til að afla sér upplýsinga um framlögð mál með aðkomu starfsmanna bæjarins.

Greinargerð: Með tilkomu nýrra reglna um ábyrgð og samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna er ljóst að núverandi meirihlutafundir gefa hluta bæjarstjórnarfulltrúa forskot með mun ríkari aðgangi að starfsmönnum bæjarins. Það er því eðlileg ósk þeirra fulltrúa sem ekki sitja í meirihluta að njóta sömu aðstöðu til að afla sér upplýsinga um þau mál sem berast og eru lögð fram. Til að koma í veg fyrir tvíverknað og í því skyni að draga úr álagi á starfsmenn bæjarins legg ég því til að haldinn sé einn vinnufundur fulltrúa frá öllum framboðum.

Hjálmar Hjálmarsson"

Þá tóku til máls Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 1, Guðríður Arnardóttir um lið 1, Gunnar Ingi Birgisson um lið 1, Guðríður Arnardóttir, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Hjálmar Hjálmarsson um lið 1, Ármann Kr. Ólafsson um lið 1, og Hjálmar Hjálmarsson sem gerði stutta leiðréttingu.

Tillaga Hjálmars Hjálmarssonar um fyrirkomulag á svokölluðum meirihlutafundum var felld með fimm atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

34.1201315 - Tillaga að breyttu vinnufyrirkomulagi bæjarstjórnar Kópavogs. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni

Lögð fram að nýju tillaga Hjálmars Hjálmarssonar að breyttu vinnufyrirkomulagi bæjarstjórnar Kópavogs, sem vísað var til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs 2/2 sl.

Tillagan var dregin til baka af tillöguflytjanda.

35.1202006 - Bæjarráð 9/2

2629. fundur

Til máls tók Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 4, Ármann Kr. Ólafsson um lið 4 og Hjálmar Hjálmarsson um lið 4.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

36.1201021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 24/1

33. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa án umræðu.

37.1202005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 7/2

34. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa án umræðu.

38.1202004 - Barnaverndarnefnd 9/2

11. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

39.1202002 - Félagsmálaráð 7/2

1323. fundur

Til máls tók Guðríður Arnardóttir um lið 11.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

40.1201025 - Hafnarstjórn 31/1

79. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

41.1201279 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis 30/1

168. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

42.1202003 - Menningar- og þróunarráð 7/2

17. fundur

Til máls tóku Hafsteinn Karlsson um liði 2, 3, 4, 6 og 7, Hjálmar Hjálmarsson um lið 7 og Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 7.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

43.1201013 - Skipulagsnefnd 23/1

1203. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

44.1111285 - Hvannhólmi 4, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Einars V. Tryggvasonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja sólstofu, stækka kjallara og anddyri að Hvannhólma 4. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 4. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hvannhólma 2, 6, 8, 10, 12, 14 og Vallhólma 4, 6, 8, 10. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum.

45.1111561 - Mánabraut 9, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Jóns Ólafs Ólafssonar, arkitekt Batteríinu fh. lóðarhafa að byggingu sólstofu að Mánabraut 9. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Mánabraut 7, 11 og Sunnubraut 8, 10. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum.

46.1112026 - Hlégerði 11, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Þorleifs Eggertssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að reisa viðbyggingu við húsið að Hlégerði 11. Uppdrættir í mkv. 1: 500 og 1:100 dags. 11. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hélgerði 8, 9, 13, Kópavogsbraut 87, 80, 82 og Suðurbraut 1, 3. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum.

47.1201022 - Bæjarráð 26/1

2627. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um liði 3 og 1, Hafsteinn Karlsson um liði 3, Hjálmar Hjálmarsson um lið 3, Guðríður Arnardóttir um lið 3, Hjálmar Hjálmarsson, sem gerði stutta athugasemd, og Hafsteinn Karlsson um lið 3.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

48.1201023 - Skipulagsnefnd 30/1

1204. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

49.1201282 - Stjórn Héraðsskjalasafns 9/2

76. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

50.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/1

793. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

51.1201261 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 9/1

320. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

52.1201261 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 20/1

321. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

53.1201286 - Stjórn Slökkviliðs hbsv. 6/1

108. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

54.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 23/1

294. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

55.1201288 - Stjórn Strætó bs. 27/1

166. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

56.1112022 - Umhverfis- og samgöngunefnd 23/1

15. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

57.1111494 - Grænt bókhald 2010

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. janúar 2012 var lögð fram skýrsla um Grænt bókhald Kópavogsbæjar fyrir árið 2010.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti skýrsluna og vísaði henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir skýrsluna með tíu samhljóða atkvæðum.

58.1201381 - 3ja ára fjárhagsáætlun 2013-2015

Forseti óskaði heimildar til að gefa fjármála- og hagsýslustjóra orðið og var það samþykkt.
Til máls tók Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri, og gerði hann grein fyrir tillögu að þriggja ára fjárhagsáætlun. Lagði hann til að henni yrði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar.

Að lokinni umræðu lagði forseti til að tillögu að þriggja ára áætlun yrði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn vísaði tillögunni til síðari umræðu.

59.1006278 - Kosning forseta bæjarstjórnar

Kosning forseta bæjarstjórnar

Kosningu hlaut Margrét Björnsdóttir með sex atkvæðum.

 

Hinn nýkjörni forseti tók því næst við stjórn fundarins.

60.1006278 - Kosning varaforseta bæjarstjórnar

Kosning 1. og 2. varaforseta.

Kosning 1. varaforseta:

Kosningu hlaut Aðalsteinn Jónsson með 6 atkvæðum.

Kosning 2. varaforseta var frestað.

61.1202220 - Kosning bæjarstjóra Kópavogs

Kosning bæjarstjóra

Margrét Björnsdóttir gerði tillögu um Ármann Kr. Ólafsson.

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins. Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir, Ómar Stefánsson, Guðríður Arnardóttir, Páll Magnússon, starfandi bæjarstjóri, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Pétur Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Guðný Dóra Gestsdóttir, Hafsteinn Karlsson, Hjálmar Hjálmarsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að kosningu bæjarstjóra verði frestað þar til svör við framlögðum spurningum á þessum fundi verði svarað.

Hjálmar Hjálmarsson"

Þá tóku til máls Ómar Stefánsson og Guðríður Arnardóttir og Guðný Dóra Gestsdóttir um stjórn fundarins.

 

Hlé var gert á fundi kl. 19:47.  Fundi var fram haldið kl. 19:52.

 

Til máls tók Guðríður Arnardóttir sem lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hvers vegna treystir nýr meirihluti ekki Guðrúnu Pálsdóttur til starfa áfram?

Þegar hafði náðst samkomulag milli samstarfsflokka í nýjum meirihluta um ópólitískan bæjarstjóra og oddviti Sjálfstæðisflokksins m.a. lýst því yfir í fjölmiðlum að hann myndi virða ófrávíkjanlega kröfu Lista Kópavogsbúa um ópólitískan bæjarstjóra. Oddviti Y lista lýsti því jafnframt yfir að fast yrði haldið í ófrávíkjanlega kröfu um ópólitískan bæjarstjóra í samstarfi við Sjálfstæðisflokk.

Eftir að þessir flokkar gagnrýndu svo harðlega uppsögn fráfarandi bæjarstjóra, hvers vegna treysta þeir henni ekki til áframhaldandi starfa?  Eða snýst þetta um valdabrölt kjörinna fullrúa í nýjum meirihluta?

Við óskum því svara við eftirfarandi:

Hvers vegna gekk Listi Kópavogsbúa á bak orða sinna um ófrávíkjanlega kröfu um ópólitískan bæjarstjóra?

Hvers vegna gekk oddviti  Sjálfstæðisflokksins á bak orða sinna þegar hann hafði þegar lýst því yfir í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi virða kröfuna um ópólitískan bæjarstjóra?

Hvers vegna var Guðrún Pálsdóttir rekin svo oddviti Sjálfstæðisflokksins gæti tekið sæti hennar?

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson"

Tillaga Hjálmars Hjálmarssonar um frestun á kjöri bæjarstjóra var felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Þá var tekin til afgreiðslu tillaga um kjör bæjarstjóra og var hún leynileg og skrifleg.

Ármann Kr. Ólafsson var kosinn bæjarstjóri Kópavogs með 6 atkvæðum. Ómar Stefánsson hlaut eitt atkvæði. Fjórir seðlar voru auðir.

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og færði bæjarstjórn þakkir fyrir kjörið.

Hlé var gert á fundi kl. 20:03.  Fundi var fram haldið kl. 20:04.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ármann Kr. Ólafsson sagði sig úr stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í kjölfar þess að reglur um hæfi stjórnarmanna voru hertar. Þá var gerð sú krafa að stjórnarmenn lífeyrissjóða gerðu ítarlega grein fyrir öllum sínum viðskiptum með hlutabréf á markað, eignarhaldi og stjórnarsetu fyrirtækja.  Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir því að nýr bæjarstjóri geri grein fyrir þessum hagsmunatengslum og upplýsi um hlutabréfaeign sína og viðskipti með hlutabréf á síðustu 24 mánuðum sem og eignarhaldi eða stjórnarsetu fyrirtækja.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Guðný Dóra Gestsdóttir"

Þá tóku til máls Guðný Dóra Gestsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson.

Fundi slitið - kl. 18:00.