Bæjarstjórn

1288. fundur 28. nóvember 2023 kl. 16:00 - 21:12 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2309577 - Fjárhagsáætlun 2024

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2024 til seinni umræðu.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, kynnti þær breytingar sem orðið höfðu á fjárhagsáætlun ársins 2024 á milli umræðna. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2024 svo breyttri og lagði til að hún yrði samþykkt.

Fundarhlé hófst kl. 18:00, fundi fram haldið kl. 19:32.

Fundarhlé hófst kl. 19:51, fundi fram haldið kl. 19:53


Tillaga að álagningu gjalda fyrir 2024:

I. Lagt er til að útsvar fyrir árið 2024 verði 14,70%

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


II. Lagt er til að fasteignagjöld fyrir árið 2024 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur
1.Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,17% í 0,165 % af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2.Atvinnuhúsnæði óbreytt 1,42% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

3.Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

4.Hesthús lækki úr 0,17% í 0,165% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

5.Sumarhús lækki úr 0,17 í 0,165% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


b) Vatnsskattur og holræsagjald
1.Vatnsskattur verði lækki úr 0,060% í 0,058% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 54,35 (var 50,00) fyrir hvern m3 vatns. (hækkar um 8,7%)
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2.Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, lækki úr 0,065% af fasteignamati og verði 0,059%, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 35.088 (var 32.280) og innheimtist með fasteignagjöldum. (hækkar um 8,7%)
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


c) Lóðarleiga:
1.Fyrir lóðir íbúðar-, sumar- og hesthúsa verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

2.Lóðir Lækjarbotnum verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

3.Fyrir lóðir annarra húsa óbreytt 180,00 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjalddagar fasteignagjalda 2024 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 50.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2024.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir lokun þann 16.02. 2023 fá 3% staðgreiðsluafslátt
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2023:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 6.748.500 krónur (var 6.213,7 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 8.622.200 krónur (var 7.939,4 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 6.748.501 - 6.860.000 krónur (var 6.316,5 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.622.201 - 8.880.000 krónur (var 8.353,9 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.860.001 - 6.973.000 krónur (var 6.420,4 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.880.001 - 9.293.300 krónur (var 8.767,3 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.973.001 - 7.082.000 krónur (var 6.520 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.293.301 - 9.694.800 krónur (var 9.180,7 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2024. Gjaldið hækkar og verður kr. 62.500 á íbúð (var 48.400). Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Ennfremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald sé óskað eftir fleiri tunnum en eru innifaldar í grunngjaldinu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Forseti bar undir fundinn fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 í heild sinni með framkomnum breytingum:
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.


Bókun:

Undirrituð harma afturför í vinnubrögðum við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar. Hefð var fyrir samvinnu allra flokka og þannig gátu allir bæjarfulltrúar tekið sameiginlega ábyrgð á fjármálum bæjarins. Í fyrra var horfið frá því vinnulagi og sú skýring gefin að ekki hefði unnist tími til þess á kosningaári. Á árinu sem liðið er síðan hefur í engu verið bætt úr. Bæjarráði í heild hefur hvorki gefist færi á að hafa áhrif á drög fjárhagsáætlunar né getað haft eftirlit með framkvæmd hennar og metið árangur í samræmi við markmið “stefnumiðaðrar" áætlunar. Samvinna þvert á flokka er lýðræðisleg og líkleg til þess að skila farsælli útkomu sem meiri sátt ríkir um. Það er sorglegt að slík samvinna sé ekki í heiðri höfð í bæjarstjórn Kópavogs.
Undirrituð vilja þakka starfsfólki bæjarins fyrir vinnu sína að undirbúningi fjárhagsáætlunar.

Kolbeinn Reginsson
Helga Jónsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:

Það er dapurleg staðreynd að ríkjandi meirihluti í Kópavogi sjái enga ástæðu til að tryggja fólki í öllum tekjuhópum öruggt húsnæði í bænum. Aðeins eru settar 250 milljónir í fjárhagsáætlun til kaupa á félagslegu húsnæði og í stofnframlög til óhagnaðardrifinna íbúðafélaga Upphæðin er óbreytt frá árinu 2020 og hefur rýrnað um eitt íbúðarverð frá þeim tíma. Í dag dugar upphæðin í mesta lagi fyrir 4 íbúðum og engum stofnframlögum. Fasteignaeigendur fá 5,4% hækkun fasteignaskatta á meðan önnur gjöld hækka að öllu jöfnu um 8,9%. Mismunurinn er um 75 milljónir og hefði nýst vel í þennan málaflokk ef vilji væri fyrir hendi.

Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:

Undirrituð minnir á yfirlýsta framtíðarsýn Kópavogsbæjar en þar segir að við séum „borgarsamfélag í nánum tengslum við náttúruna sem sýnir bæði umhverfislega og samfélagslega ábyrgð“, ásamt því að við séum „samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál“.
Það skýtur skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar afturkalli allt fjármagn í gerð göngu- og hjólastíga sem áætlað hafði verið fyrir árið 2024 í öllum langtímaáætlunum bæjarins, en gert hafði verið ráð fyrir 55 milljónum til stígagerðar árlega.
Þá er það sorglegt fyrir lýðræðið að allt fjármagn sem áætlað var í íbúalýðræðisverkefnið Okkar Kópavog skuli vera afturkallað í áætlun næsta árs. Tækifærum íbúa til áhrifa fækkar, því kosning verður ekki lengur annað hvert ár heldur þess í stað á þriggja ára fresti. Þannig sparar meirihlutinn sér 80 milljónir á næsta ári.
Rekstrarafgangur er ekkert til að hreykja sér af þegar það kemur niður á þjónustu við íbúa bæjarins.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


Bókun:

Vaxtaberandi skuldir Kópavogsbæjar eru 40 milljarðar króna. Fjármagnskostnaður og afborganir Kópavogsbæjar vegna lánanna eru 5 milljarða króna á ári . Ný lán á árinu 2024 verða 4,5 milljarðar króna. Það er miður að fyrir samþykkt fjárhagsáætlunar átti sér ekki stað nein umræða um hvort nýta mætti eitthvað af lögbundnu svigrúmi til tekjuöflunar eða fresta mætti framkvæmdum fremur en að auka á skuldabyrði og framtíðarvanda.

Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:

Undirrituð telur að sveitarfélög á stærð við Kópavogsbæ eigi að beita fjármálastjórn sinni til að styðja við efnahagsstjórn og vinna gegn hagsveiflum. Fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar gerir það svo sannarlega ekki. Hin auknu útgjöld til fjárfestinga sem birtist í áætluninni kalla á lántökur upp á 4-5 milljarða á hverju ári næstu árin. Kópavogsbær ætti sýna aðhald og greiða niður skuldir í uppsveiflu eins og nú er og búa þannig í haginn fyrir niðursveiflu.
Kópavogsbær skuldar 40 milljarða í vaxtaberandi skuldum og er að velta á undan sér kúlulánum án þess að greiða þau niður. Bara á næsta ári mun rekstur þessara lána kosta íbúa Kópavogsbæjar yfir 5 milljarða króna. Undirrituð vekur athygli á því að það kostar íbúa Kópavogs 100-115 milljónir á ári að taka einn milljarð að láni. Ef við ætlum raunverulega að nýta fjármuni bæjarbúa betur þá er þörf á viðhorfsbreytingum gagnvart því hvernig fara skuli með almannafé.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:

Ljóst er að væntingar og vinnulag bæjarfulltrúa eru ólíkar við vinnu fjárhagsáætlunar. Minnihlutinn gekk frá borði í sameiginlegri fjárhagsáætlunarvinnu í fyrra. Í ár var aðgerðaáætlun sviða lögð fram á vinnufundum fyrir fagráðin, þar sem minnihlutinn á sína fulltrúa. Vinnufundur var einnig haldinn með fulltrúum bæjarráðs þar sem aðgerðaáætlanir fagráða voru lagðar fram og ræddar. Í bæjarráði var sömuleiðis fjárhagsáætlun rædd og vísað til umræðu í bæjarstjórn.
Að mati meirihlutans er gott jafnvægi í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar, afgangur er á rekstri, og álögur að lækka á bæjarbúa. Þá er skuldastaðan sjálfbær og vel undir skuldaviðmiðum. Áfram verður staðið vörð um öfluga þjónustu við íbúa á öllum aldri og áframhaldandi uppbygging innviða fyrir framtíð bæjarins.

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir


Bókun:

Undirbúningur fjárhagsáætlunar er á ábyrgð alls bæjarráðs. Það er ekki samstarf að kynna niðurstöður meirihlutans á fundum án þess að nokkurt samráð hafi átt sér stað. Það er ámælisvert og stenst hvorki lög né bæjarmálasamþykkt.

Kolbeinn Reginsson
Helga Jónsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:

Drög að fjárhagsáætlun var lögð fyrir bæjarráð á löglega boðuðum fundi og málið afgreitt til bæjarstjórnar með lýðræðislegum hætti.

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir

Dagskrármál

2.23101967 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 til seinni umræðu.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun og lagði til að hún yrði samþykkt.

Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2027.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2027 með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Dagskrármál

3.23111688 - Gjaldskrár 2024

Frá bæjarstjóra, lagðar fram gjaldskrár Kópavogsbæjar fyrir árið 2024.

Á menntasviði er gert er ráð fyrir einskiptishækkun á gjaldskrá fyrir mötuneyti grunnskóla. Mánaðar mataráskrift hækkar um 723 kr. Eða 6,5%, úr 11.127 kr. Þessi einskiptishækkun er gerð vegna mikilla verðlagshækkana á hráefni.

Vísað er í greinargerð með fjárhagsáætlun til frekari upplýsinga.

Einnig lagðar fram gjaldskrár velferðarsviðs.

Gjaldskrár umhverfissviðs eru undir dagskrárlið 6.9.
Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögur að gjaldskrám til samþykktar:

Gjaldskrá umhverfissviðs fyri árið 2024 (sjá dagskrárlið 6.9)
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2024
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Á menntasviði er gert er ráð fyrir einskiptishækkun á gjaldskrá fyrir mötuneyti grunnskóla. Mánaðar mataráskrift hækkar um 723 kr. eða 6,5%, úr 11.127 kr. Þessi einskiptishækkun er gerð vegna mikilla verðlagshækkana á hráefni.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Þær gjaldskrár sem taka vísitöluhækkunum skv. breyttu verklagi, verða lagðar fram í bæjarráði til kynningar áður en hækkanir taka gildi.

Önnur mál fundargerðir

4.2311010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 380. fundur frá 10.11.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2311013F - Bæjarráð - 3151. fundur frá 16.11.2023

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 20:38, fundi fram haldið kl. 20.52.
  • 5.4 23031542 Neyðarstjórn Kópavogsbæjar - Erindisbréf
    Frá bæjarstjóra, dags. 13.11.2023, lagt fram uppfært erindisbréf neyðarstjórnar Kópavogsbæjar. Niðurstaða Bæjarráð - 3151 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum erindisbréf neyðarstjórnar.

Önnur mál fundargerðir

6.2311015F - Bæjarráð - 3152. fundur frá 23.11.2023

Fundargerð í 32 liðum.
Lagt fram.
  • 6.3 23092303 Frítt í sund fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar
    Frá bæjarstjóra, dags. 21.11.2023, lagðar fram reglur varðandi sundkort fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar. Niðurstaða Bæjarráð - 3152 Bæjarráð vísar framlögðum reglum um sundkort fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur framlagðar reglur um sundkort fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar.
  • 6.6 23081858 Reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda
    Frá menntasviði, lagðar fram reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda. Niðurstaða Bæjarráð - 3152 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlagða tillögu um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda.
  • 6.7 23071020 Reglur um heimgreiðslur
    Frá menntasviði, lagðar fram reglur um heimgreiðslur. Niðurstaða Bæjarráð - 3152 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur framlagðar reglur um heimgreiðslur.

    Bókun:
    Undirrituð telja að greiðslur ættu að geta hafist við 12 mánaða aldur í stað 15 mánaða. Rökin fyrir því eru þau að fæðingarorlof er í dag 12 mánuðir og því myndast óheppilegt þriggja mánaða gat ef heimgreiðslur fást ekki fyrr en við 15 mánaða aldur. Fjölmörg önnur sveitarfélög, til dæmis Hafnarfjörður, Garðabær og Akureyri miða við 12 mánaða aldur. Þar að auki væri eðlilegt að fjárhæðin fylgdi þróun framlags til dagforeldra, enda var það haft til viðmiðunar við ákvörðun upphæðar heimgreiðslna.

    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Kolbeinn Reginsson


    Bókun:
    Meirihlutinn telur mikilvægt að grafa ekki undan starfsemi dagforeldra og snúa við flótta þeirra úr greininni. Þá bendir meirihlutinn á að heimgreiðslur hjá Kópavogsbæ eru hærri en í þeim sveitarfélögum sem vísað er til í bókun bæjarfulltrúa Viðreisnar, Pírata og Vina Kópavogs.

    Ásdís Kristinsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Elísabet B. Sveinsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Sigrún Hulda Jónsdóttir

    Fundarhlé hófst kl. 20:58, fundi fram haldið kl. 21:04

    Bókun:
    Því fer fjarri að hugsunin sé að grafa undan starfsemi dagforeldra þótt heimgreiðslur stæðu foreldrum til boða frá 12 mánaða aldri barns og upphæð greiðslna væri sambærileg.

    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Kolbeinn Reginsson
  • 6.9 22114447 Gjaldskrá umhverfissviðs
    Lögð fram uppfærð gjaldskrá umhverfissviðs. Niðurstaða Bæjarráð - 3152 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Sjá afgreiðslu undir dagskrárlið nr. 3.
  • 6.10 2311520 Gæðakerfi Kópavogsbæjar
    Frá bæjarritara lagt fram erindi, dags. 7. nóvember 2023, um fyrirkomulag vottunar gæðakerfis Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði málinu 09.11.2023.
    Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

    Bókun:
    "Óskað er yfirlits á öllum kostnaði við undirbúning, innleiðingu og rekstur gæðakerfisins frá upphafi. Tekur það m.a. til kaupa á ráðgjöf, kerfum, vinnuframlagi starfsmanna og annars þess sem fallið hefur til."

    Helga Jónsdóttir
    Andri Steinn Hilmarsson vék af fundi kl. 10:50.

    Nú lagt fram minnisblað gæðastjóra, dags. 21.11.2023.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3152 Breytingartillaga:
    "Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í endurskoðun á gæðakerfi Kópavogsbæjar með það að markmiði að gera það skilvirkara í notkun. Á meðan sú vinna stendur yfir verður vottun kerfisins frestað. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram."

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.



    Ásdís Kristjánsdóttir
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteindóttur og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlagða breytingartillögu bæjarráðs um endurskoðun á gæðakerfi Kópavogsbæjar og frestun úttektar á meðan þeirri vinnu stendur.
  • 6.12 2212466 Lántökur Kópavogsbæjar 2023
    Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 20. nóvember 2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs og bæjarstjórnar til að undirrita viðauka við lánasamninga við Íslandsbanka, annars vegar að eftirstöðvum kr. 2.700.000.000,- og hinsvegar að eftirstöðvum kr. 945.000.000,- þar sem lokadögum er breytt úr 5.12.2023 í 5.12.2028.
    Einnig er óskað eftir heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.500.000.000,- frá og með 29.11.2023.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3152 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur að undirrita viðauka við lánsamninga við Íslandsbanka, annarsvegar að eftirstöðvum kr. 2.700.000.000,- og hinsvegar að eftirstöðvum kr. 945.000.000,- þar sem lokagjalddögum er breytt úr 5.12.2023 í 5.12.2028.



    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.500.000.000 frá og með 29. nóvember 2023 með gjalddaga 29. maí 2024 í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir fundinum og bæjarstjórn hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Vextir lánsins 11,48% sem jafngildir 6 mánaða REIBOR vöxtum með 1 ,5% álagi.

    Lánið er tekið til að fjármagna verkefni sveitarfélagsins sem fela í sér að vera verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Jafnframt er Ásdísi Kristjánsdóttur kt. 280978-3459 veitt fullt og ótakmarkað umboð fyrir hönd Kópavogsbæjar að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð Sveitarfélaga.
  • 6.17 23111200 Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2024
    Frá SSH, dags. 16.11.2023, lögð fram til samþykktar bæjarráðs/ bæjarstjórnar starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3152 Bæjarráð samþykkir að vísa starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu um starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2024

Önnur mál fundargerðir

7.2311020F - Forsætisnefnd - 218. fundur frá 23.11.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2311006F - Skipulagsráð - 153. fundur frá 20.11.2023

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 8.4 23101239 Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Andra Klausen arkitekts dags. 13. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Dalveg. Í breytingunni felst breytt lögun og sameining byggingarreita 30b og 30c í einn reit, 30a. Byggingarmagn ofanjarðar eykst um 55 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar á lóðinni helst óbreytt. Byggingarreitur neðanjarðar stækkar og byggingarmangn eykst úr 4.000 m² í 14.600 m². Fyrirkomulag bílastæða á lóðinni breytist, heimilt verður að koma fyrir allt að 250 bílastæðum neðanjarðar, heimdarfjöldi bílastæða á lóðinni helst óbreyttur alls 470 stæði. Hæðir byggingarreita verða óbreyttar, 3 hæðir ásamt kjallara. Heiti húsa breytast úr 30a, 30b og 30c í 30 og 30a.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 13. október 2023 ásamt skýringarmyndum dags. 20. nóvember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 153 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Sveins Gíslasonar gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Fundarhlé kl. 16.47, fundi framhaldið kl. 17:02.

    Bókun:
    „Það vekur athygli að hér er verið að auka byggingarmagn neðanjarðar um rúma 10.000 fermetra án þess að nokkur umferðargreining fylgi. Undirrituð árétta afstöðu sína frá fundi skipulagsráðs þann 18. september 2023 þar sem fyrirspurn lóðarhafa Dalvegar 30 var til afgreiðslu. Ekki á að taka ákvarðanir í einstökum málum fyrr en lögbundið samráð hefur átt sér stað í samræmi við samhljóða samþykkt skipulagsráðs frá 5. desember 2022. Þar var lofað að efna til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi og fara yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.frv.“
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

    Fundarhlé kl. 17:03, fundi framhaldið kl. 17:13.

    Bókun:
    „Heildarfjöldi stæða var 470 fyrir breytingu og verður áfram 470 eftir breytingu. Fleiri stæði verða neðanjarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og stæðum ofanjarðar fækkar. Aukning byggingarmagns neðanjarðar stafar aðallega af auknu geymslurými sem er ekki umferðarskapandi. Undirrituð telja ekki þörf á framkvæmd sérstakrar umferðargreiningar í þessu ljósi. Meirihlutinn tekur undir þörfina á að halda kynningarfund samhliða samþykkt skipulagsráðs og telur eðlilegt að slíkur fundur verði haldinn á kynningartíma.“
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Sveinn Gíslason.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.
  • 8.7 23031264 Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega akbrautar, göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti einnig er yfirborð landfyllingar merkt inn. Í tillögu að breytingu eru þessi atriði uppfærð í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir og svæði fyrir landfyllingu gefin rýmri mörk. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu legur akbrautar, stíga, landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, þar á meðal eru mörkin færð að lóðamörkum Vesturvarar 38A. Einnig er staðsetning háspennustrengs og varúðarsvæði hans skilgreind á vesturhluta svæðis. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38A og 38B.
    Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. október 2023 var tillagan lögð fram að nýju að lokinni kynningu ásamt umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Var málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn um framkomnar athugasemdir dags. 14. nóvember 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 11. maí 2023, uppfærður dags. 31. október 2023. Á uppfærðum uppdrætti hefur verið bætt við skýringarmyndum til að gera betur grein fyrir breytingum og texti uppfærður m.t.t. málsmeðferðar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 153 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 31. október 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.2311016F - Menntaráð - 122. fundur frá 21.11.2023

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2311004F - Velferðarráð - 126. fundur frá 13.11.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2310022F - Hafnarstjórn - 133. fundur frá 14.11.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2311007F - Ungmennaráð - 42. fundur frá 13.11.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2311011F - Leikskólanefnd - 158. fundur frá 16.11.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.23111221 - Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.11.2023

Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.11.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.23111085 - Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 10.11.2023

Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 10.11.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.23111005 - Fundargerð 567. fundar stjórnar SSH frá 06.11.2023

Fundargerð 567. fundar stjórnar SSH frá 06.11.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.23111400 - Fundargerð 568. fundar stjórnar SSH frá 20.11.2023

Fundargerð 568. fundar stjórnar SSH frá 20.11.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.23111084 - Fundargerð 47. aðalfundar stjórnar SSH frá 10.11.2023

Fundargerð 47. aðalfundar stjórnar SSH frá 10.11.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:12.