Bæjarstjórn

1251. fundur 08. febrúar 2022 kl. 16:00 - 18:26 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Steini Þorvaldsson
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ásmundur Alma Guðjónsson
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2201011F - Bæjarráð - 3075. fundur frá 27.01.2022

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 1.3 2201679 Austurkór 22. Umsóknir um lóð undir íbúðarhús.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 24. janúar 2022, lagðar fram umsóknir sem bárust um lóðina Austurkór 22. Niðurstaða Bæjarráð - 3075 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Fannýjar Guðbjargar Jónsdóttur. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Fannýjar Guðbjargar Jónsdóttur um lóðina Austurkór 22 með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Öðrum umsóknum er hafnað með vísan til niðurstöðu útdráttarins. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með öllum greiddum atkvæðum.
  • 1.9 2201622 Bókun 535. fundar stjórnar SSH - Samræming úrgangsflokkunar
    Frá stjórn SSH, dags. 20. janúar 2022, lögð fram skýrsla starfshóps: Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu - samræming
    úrgangsflokkunar sem óskað er eftir að tekin verði til umræðu. Meðfylgjandi eru drög að yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaganna vegna samræmingar úrgangsflokkunar. Þess er óskað að yfirlýsingin verði staðfest á vettvangi sveitarfélagsins og
    framkvæmdastjóra þess falið fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar hennar.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3075 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela bæjarstjóra umboð til að undirrita yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaganna vegna samræmingar úrgangsflokkunar.
  • 1.10 2201594 Bókun 535. fundar stjórnar SSH - samstarfssamningur skíðasvæði
    Frá stjórn SSH, dags. 20. janúar 2022, lögð fram drög að samstarfssamningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um rekstur skíðasvæða. Óskað er eftir efnislegri umræðu, afgreiðslu og staðfestingu af hálfu sveitarfélagsins. Niðurstaða Bæjarráð - 3075 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Samþykkt með 9 atkvæðum. Bæjarfulltrúarnir Einar Örn Þorvarðarson og Theodóra Þorsteinsdóttir sitja hjá og bóka:

    "Undirrituð telja að bjóða eigi út skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu."

    Theodóra S. Þorsteinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarsson

Önnur mál fundargerðir

2.2201016F - Bæjarráð - 3076. fundur frá 03.02.2022

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 2.7 18051279 Kosningar í heilbrigðisnefnd 2018-2022
    Kosning fulltrúa í heilbrigðisnefnd. Niðurstaða Bæjarráð - 3076 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að tilnefna Jón Hauk Ingvason í heilbrigðisnefnd.

Önnur mál fundargerðir

3.2202004F - Forsætisnefnd - 192. fundur frá 03.02.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2201019F - Menntaráð - 91. fundur frá 01.02.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2201013F - Skipulagsráð - 113. fundur frá 31.01.2022

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 5.3 2201276 Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts, f.h. Nónhæðar ehf. dags. 11. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m2 í 17.300 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var afgreiðslu erindisins frestað.
    Þá lögð fram skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 113 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Hjördísar Ýrar Johnson og hjásetu Helgu Hauksdóttur og Einars Arnar Þorvarðarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:
    Undirrituð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Í ljósi þess að ítarlegt samráð við íbúa næsta nágrennis fór fram á síðasta kjörtímabili, og lauk með málamiðlun, mun ég þó ekki samþykkja breytinguna komi fram andstaða frá þeim sem áttu hlut að máli á þeim tíma.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 7 atkvæðum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Hjördís Johnson og Ármann Kr. Ólafsson greiða atkvæði á móti. Einar Örn Þorvarðarsson situr hjá.

    Bæjarfulltrúi Theodóra S. Þorsteinsdóttir bókar:
    "Ítarlegt íbúasamráð átti sér stað þegar deiliskipulag við Nónhæðina var í undirbúningi. Mikilvæg forsenda í sátt á milli lóðarhafa og íbúa var að lækka húsin um eina hæð. Nú óskar lóðarhafi eftir því að hækka húsin aftur. Undirrituð telur að virða eigi íbúalýðræði og þá sátt sem gerð var á milli aðila máls."

    Ármann Kr. Ólafsson og Hjördís Johnson taka undir bóku Theodóru S. Þorsteinsdóttur.

  • 5.9 2108968 Ný Fossvallarétt. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Sigurbjörns Þorbergssonar f.h. Fjáreigendafélags Reykjavíkur og Sauðfjáreigendafélags Kópavogs dags. 8. september 2021. Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir því að hefja byggingu á nýrrri lögrétt innan afréttar Seltjarnarhrepps hins forna, nú Kópavogsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar, í landi Kópavogs. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar réttar er nyrst í Mosunum, neðan Neðri Fóelluvatna, nálægt syðri bakka Heiðarbrúnarkvíslar og austan Búrfellslínu. Uppdráttur í mkv: 1:2000 dags. 5. október 2021.
    Þá lagðar fram umsagnir umsagnaraðila ásamt minnispunktum um umhverfisáhrif dags. 26. janúar 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 113 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Guðmundur Gísli Geirdal sat hjá.
  • 5.10 2201623 Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum.
    Lagt fram erindi SSH dags. 20. janúar 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borun á fjórum nýjum rannsóknarholum til grunnvatsmælinga á Bláfjallasvæðinu.
    Fyrirhugaðar borholur eru vöktunarholur sem ætlað er að styrkja grunnvatnslíkan Vatnaskila með áherslu á Bláfjallasvæðið í tengslum við áform um framkvæmdir á skíðasvæðinu.
    Með umsókninni fylgja skýringargögn.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 113 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.12 2110360 Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 8. september 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Mánalind 8. Í breytingunni felst að komið verði fyrir geymslu á norðausturhluta lóðarinnar ásamt palli með pottasvæði og skjólvegg að hluta með timburbitum. Stærð geymslu er áætluð 27,5 m2 og hæð skjólveggs 2,4 m. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 18. október 2021. Á fundi skipulagsráðs 18. október 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 10. janúar 2022. Athugasemd barst á kynningartíma. Þá lögð fram umsgön skipulagsdeildar dags. 28. janúar 2022. Niðurstaða Skipulagsráð - 113 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum. Karen E. Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal greiða atkvæði á móti. Ásmundur Alma Guðjónsson situr hjá.
  • 5.14 2201689 Fagraþing 2. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 20. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að í stað bílskýla verði lokaðar bílageymslur. Við það hækkar nýtingarhlutfall úr 0,43 í 0,49. Meðf. skýringaruppdráttur dags. nóvember 2021, mkv. 1:500. Niðurstaða Skipulagsráð - 113 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.15 2201219 Öldusalir 2. Fjölgun bílastæða.
    Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 10. janúar 2022, óskað er eftir að fjölga bílastæðum úr þremur í fjögur og breikka bílastæði á lóðinni um 3 metra til vesturs. Niðurstaða Skipulagsráð - 113 Skipulagsráð hafnar erindinu með sex atkvæðum gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Ármann Kr. Ólafsson situr hjá.

Önnur mál fundargerðir

6.2201010F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 149. fundur frá 25.01.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2201014F - Velferðarráð - 96. fundur frá 24.01.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2201842 - Fundargerð 233. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 17.12.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2201608 - Fundargerð 535. fundar stjórnar SSH frá 17.01.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2201810 - Fundargerð 398. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 26.01.2022

Fundargerð í einum liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:26.