Bæjarstjórn

1227. fundur 08. desember 2020 kl. 16:00 - 22:45 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2012085 - Ráðning sviðsstjóra

Ráðning sviðsstjóra
Tillaga bæjarstjórnar um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs:
"Lagt er til að Pálmi Þór Másson verði ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslusviðs."
Bæjarstjórn samþykkt tillöguna með 11 atkvæðum.



Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi vegna vanhæfis og
Sigurbjörg E. Egilsdóttir vék af fundi af persónulegum ástæðum.

Tillaga bæjarstjórnar um ráðningu sviðsstjóra fjármálasviðs:
"Lagt er til að Kristín Egilsdóttir verði ráðin sviðsstjóri fjármálasviðs."
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 8 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Fundarhlé hófst kl. 16:15, fundi fram haldið kl. 16:40
Ármann Kr. Ólafsson tók sæti á fundinum að nýju.

Dagskrármál

2.2011060 - Fjárhagsáætlun 2021 - Seinni umræða.

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2021 og tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024.
Fundarhlé hófst kl. 16:42, fundi fram haldið kl. 16:48.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 og lagði til að hvor um sig yrði samþykkt.
Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2021:

I. Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2021 verði óbreytt 14,48%.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2021 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur:

1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,215% í 0,212% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

2. Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,49% í 1,47% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

3. Opinbert húsnæði verði óbreytt 1,32% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995). Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

4. Hesthús lækki úr 0,215% í 0,212% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

5. Sumarhús lækki úr 0,215% í 0,212% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

b) Vatnsskattur og holræsagjald:
1. Vatnsskattur verði óbreyttur; 0,065% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 43,82 (var 42,67) fyrir hvern m3 vatns (hækkar um 2,7%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði óbreytt 0,09% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 28.292 (var 27.549) og innheimtist með fasteignagjöldum (hækkar um 2,7%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðar-, sumar- og hesthúsa verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

2. Lóðir Lækjarbotnum verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

3. Fyrir lóðir annarra húsa óbreytt 180,00 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda 2021 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar. Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03.2021. Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 17.02.2021 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða. Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2019:
100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 5.435.000 krónur (var 5.176 þ). Hjón með heildarárstekjur allt að 6.945.000 krónur (var 6.614 þ).

75% lækkun: Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 5.435.001 - 5.525.000 krónur (var 5.262 þ). Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.945.001 - 7.307.000 krónur (var 6.959 þ).

50% lækkun: Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5.525.001 - 5.616.000 krónur (var 5.349 þ). Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.307.001 - 7.669.000 krónur (var 7.304 þ).

25% lækkun: Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5.616.001 - 5.673.000 krónur (var 5.403 þ). Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.669.001 ? 8.031.000 krónur (var 7.649 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2021. Gjaldið hækkar og verður kr. 41.300 á íbúð (var 34.300). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarstjóra, dags. 4 desember 2020
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 svo breytta með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til dagforeldra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá mötuneyta og dægradvala í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá leikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til einkagrunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá frístundaklúbbsins Hrafnsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttahús og knatthallir Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til einkaleikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sérdeildir grunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2024.
Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2024 með 10 atkvæðum.

Fundarhlé hófst kl 18:56, fundi fram haldið kl. 19:46.

Bókun bæjarstjórnar:
"Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2021 var unnin í samvinnu allra flokka sjötta árið í röð. Verklagið sýnir að bæjarfulltrúar eru tilbúnir að bera
sameiginlega ábyrgð á fjármálum bæjarins hvar í flokki sem þeir standa. Engu að síður undirstrika fulltrúar einstakra framboða ólíkar áherslur sem flokkarnir standa fyrir. Fjárhagsáætlunin ber þess merki að hafa verið unnin í skugga heimsfaraldursins en bæjarstjórn lagði engu að síður áherslu á að verja grunnþjónustuna með því að draga í engu úr rekstri bæjarins og auka við útgjöld velferðarþjónustu. Þá mun bærinn leggja áherslu á hátt framkvæmdastig. Endurspegla þessar aðgerðir samfélagslega ábyrgð sveitarfélagsins í að milda áhrif heimsfaraldursins. Bæjarstjórn þakkar fjármálastjóra og öðrum starfsmönnum bæjarins fyrir mikla og góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunarinnar."

Dagskrármál

3.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Málið lagt fram sem dagskrármál til umræðu. Afgreiðsla og gögn málsins liggja undir lið 12.3.
Afgreiðsla málsins er undir lið 12.3.

Fundargerð

4.2011016F - Bæjarráð - 3025. fundur frá 26.11.2020

Fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

5.2011021F - Bæjarráð - 3026. fundur frá 03.12.2020

Fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.
  • 5.2 2006877 Lántökur Kópavogsbæjar 2020
    Frá fjármálastjóra, dags. 30. nóvember, lagt fram erindi um framlengingu á hækkun lánalína Kópavogsbæjar. Niðurstaða Bæjarráð - 3026 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Fjármálastjóri hefir óskað eftir heimild til þess að framlengja lánalínum á veltureikningi hjá viðskiptabönkunum eins og hér segir:
    Í Íslandsbanka hf. verði fjárhæð óbreytt kr. 1.600.000.000.-
    Í Arion banka hf. verði fjárhæð óbreytt kr. 1.800.000.000,-
    Gildistími/lánstími verði til ársloka 2021. Ástæða framlengingar er áfram sú óvissa sem hefur skapast vegna Covid 19.

    Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að veiti fjármálastjóra Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149 og bæjarstjóra Ármanni Kr. Ólafssyni kt. 170766-5049 umboð til þess að semja um og undirrita samning um framlengingu framangreindra yfirdráttarheimilda á veltureikningum, á milli Kópavogsbæjar og viðkomandi viðskiptabanka þar sem ofangreindar hámarksfjárhæðir koma tímabundið í staðinn fyrir fjárhæðir í eldri samningum um yfirdráttarheimild.
  • 5.9 2011679 Ósk um samþykki fyrir lántökum vegna rekstraráætlunar 2021-2025
    Frá Sorpu, dags. 27. nóvember, lagt fram erindi með ósk um samþykki fyrir lántökum vegna rekstraráætlunar Sorpu fyrir árin 2021-2025 Niðurstaða Bæjarráð - 3026 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum beiðni Sorpu bs. um heimild til lántöku samlagsins vegna rekstraráætlunar 2021-2025, þ.e. vegna framlengingu á yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka hf. að upphæð 1.100 mkr. fram til 31.12.2021 og vegna nýrrar langtímalántöku að upphæð allt að 300 mkr. árið 2021, til 10 ára, einnig hjá Íslandsbanka hf.

Fundarger?

6.2011020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 304. fundur frá 19.11.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 10 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

113 fundur
Lagt fram.

Fundarger?

8.2012004F - Forsætisnefnd - 167. fundur frá 03.12.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2012011 - Fundargerð 261. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.11.2020

Fundargerð í 53 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

10.2011013F - Leikskólanefnd - 123. fundur frá 19.11.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram

Fundarger?

11.2011023F - Menntaráð - 71. fundur frá 01.12.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2011011F - Skipulagsráð - 87. fundur frá 30.11.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.
  • 12.3 1901481 Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Tillaga.
    Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar þar sem fram koma ábendingar, tillögur á sameiginlegum fundi skipulagsráðs og bæjarfulltrúar 18. nóvember 2020 og úrvinnsla þeirra sem færðar hafa verið inn í tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins. Einnig lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2020.

    Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 7. september 2020 er lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 24. nóvember 2020. Ennfremur er lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. í nóvember 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 87 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.
    123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að
    hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.
  • 12.4 2011504 Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa Nónsmára 1-7 og 9-15 (lóðir B og C) að breyttu deiliskipulagi á kolli Nónhæðar. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrirhugaðs fjölbýlishúss á lóð B, Nónsmára 9-15 er sameinaður í einn samfelldan byggingarreit, lögun hans breytist en stærð hans í fermetrum er óbreytt. Afmörkun byggingarreits fyrir bílageymslu neðanjarðar á lóðinni breytist. Á lóð C, Nónsmára 1-7 færist byggingarreitur til norðurs, lögun hans breytist en stærð hans í fermetrum er óbreytt. Afmörkun byggingarreits fyrir bílageymslu neðanjarðar á lóðinni breytist. Að öðru leyti er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 28. apríl 2020 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. maí 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 87 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Önnur mál fundargerðir

13.2011539 - 19. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 30.09.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2011583 - Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.11.2020

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2012009 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 6. mars - 9. október 2020

Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2012010 - Fundargerð 212. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.10.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2011443 - Fundargerð 436. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 22.10.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2012030 - Fundargerð 437. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.11.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2012031 - Fundargerð 438. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.11.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2012016 - Fundargerð 439. fundar stjórnar Sorpu bs. 27.11.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2011535 - Fundargerð 512. fundar stjórnar SSH frá 9.11.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2011536 - Fundargerð 513. fundar stjórnar SSH frá 16.11.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.2011693 - Fundargerð 514. fundar stjórnar SSH frá 23.11.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2011557 - Fundargerð 330. fundar stjórnar Strætó frá 06.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.2009438 - Fundargerðir Velferðarráðs

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.1911750 - Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra í Kópavogi - framhaldsmál

Frá velferðarráði, lögð fram til samþykktar drög að reglum um ferðaþjónustu aldraðra.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagðar reglur um ferðaþjónustu aldraðra.

Kosningar

27.18051233 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2018-2022

Ragnar Guðmundsson kjörinn aðalmaður í stað Matthíasar Björnssonar.

Kosningar

28.18051282 - Kosningar í leikskólanefnd 2018-2022

Jóhanna Pálsdóttir kjörin aðalmaður í stað Valeria Kretovicová.

Fundi slitið - kl. 22:45.