Bæjarstjórn

1064. fundur 09. október 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 1. október

305. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1209021 - Íþróttaráð, 26. september

16. fundur

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson um lið 2 og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir að á næsta fundi bæjarstjórnar verði lagðar fram upplýsingar um nýtingu á Kórnum, bæði í knatthúsi og íþróttasal.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1208014 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 19. september

14. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

4.1209023 - Leikskólanefnd, 2. október

31. fundur

Til máls tók Hafsteinn Karlsson um lið 9 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður telur misskilnings gæta í bókun stjórnar SAMLEIKS þar sem segir að ?reynsla foreldra af tilraunaverkefnum í skólastarfi sé ekki góð og engin ástæða til að  ætla að hér verði undantekning á". Undirritaður vekur athygli á að til þess að einhver þróun verði í skólastarfi þarf að brjóta upp starfið og fara nýjar leiðir. Sé það ekki gert blasir við stöðnun. Mörg tilrauna- og þróunarverkefni hafa verið sett af stað í skólastarfi, oft vegna hvatningar og öflugs stuðnings frá foreldrum. Flest takast vel til en vissulega næst ekki alltaf sá árangur sem vænst var. Engu að síður færir sérhver tilraun skólastarf framávið.

Hafsteinn Karlsson"

Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um liði 9 og 10, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 9, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 9, Ómar Stefánsson um lið 9, Aðalsteinn Jónsson um lið 9, Hjálmar Hjálmarsson um liði 9 og 1, Margrét Björnsdóttir um lið 9, Hafsteinn Karlsson um lið 9 og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 9.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

5.1209015 - Lista- og menningarráð, 20. september

8. fundur

Til máls tók Aðalsteinn Jónsson um lið 3, Hjálmar Hjálmarsson um liði 3 og 1, Margrét Björnsdóttir um lið 3, Hafsteinn Karlsson um lið 1, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 3, Hjálmar Hjálmarsson um lið 3 og Aðalsteinn Jónsson um lið 3.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

6.1209022 - Skólanefnd, 1. október

48. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1201261 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 17. september

327. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1201286 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 28. september

113. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 24. september

304. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1201279 - Heilbrigðisnefnd, 1. október

174. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1201288 - Stjórn Strætó bs. 28. september

173. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um lið 8.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

12.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2012 - 2014

Kosning aðalmanns í skipulagsnefnd í stað Guðnýjar Dóru Gestsdóttur.

Hreggviður Norðdahl var kosinn aðalmaður í skipulagsnefnd í stað Guðnýjar Dóru Gestsdóttur.

13.1008104 - Kosningar í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Kosning aðalmanns í stað Guðnýjar Dóru Gestsdóttur.

Margrét Júlía Rafnsdóttir kosin aðalmaður í samvinnunefnd um svæðisskipulag hbsv. í stað Guðnýjar Dóru Gestsdóttur.

 

Til máls tóku Ómar Stefánsson og Guðríður Arnardóttir.

14.1006253 - Kosningar í skólanefnd

Lára Jóna Þorsteinsdóttir kjörin aðalmaður í skólanefnd í stað Hreggviðs Norðdahl.

15.1210140 - Stefna Kópavogsbæjar vegna þjónustu við fatlað fólk

Umræðu frestað til næsta fundar.

16.1209303 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012

Bæjarstjórn veitir bæjarráði umboð til að kjósa hverfakjörstjórnir og undirkjörstjórnir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012.

17.1001158 - Dagsetning næsta bæjarstjórnarfundar

Lögð fram tillaga um að halda aukafund bæjarstjórnar þann 31. október.

Bæjarstjórn samþykkir að auka fundur verði haldinn 31. október vegna framlagningar fjárhagsáætlunar.

18.1209399 - Kópavogsgerði 1-3, umsókn Mótandi ehf. um lóð.

Bæjarráð samþykkir að gefa Mótanda ehf., kt. 701104-3820, kost á byggingarrétti á lóðinni Kópavogsgerði 1-3 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að Mótanda ehf., kt. 701104-3820, verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Kópavogsgerði 1-3.

19.1210001 - Bæjarráð, 4. október

2656. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 20 og 21, Ómar Stefánsson um liði 20, 47 og 56, Hafsteinn Karlsson um liði 47, 45 og 20 og óskaði eftir úrskurði um hæfi Gunnars Inga Birgissonar til að taka þátt í afgreiðslu á liði 20 og Ólafur Þór Gunnarsson um liði 47 og 20.

Hlé var gert á fundi kl. 16:38. Fundi var fram haldið kl. 16:50.

Gunnar Ingi Birgisson tók til máls um stjórn fundarins og tilkynnti um að hann viki af fundi undir afgreiðslu á lið 20. Þá tóku til máls Hafsteinn Karlsson, Hjálmar Hjálmarsson, Guðríður Arnardóttir, Ómar Stefánsson, Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson um stjórn fundarins.

Forseti bar undir fundinn með vísan til 23. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar hvort mál undir lið 20 sé svo vaxið að Gunnar Ingi Birgisson sé vanhæfur til taka þátt í afgreiðslu þess.

Bæjarstjórn úrskurðar Gunnar Inga Birgisson vanhæfan til að taka þátt í afgreiðslu á máli undir lið 20 með fimm samhljóða atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá. Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Til máls tóku Aðalsteinn Jónsson um lið 47, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 47, Hjálmar Hjálmarsson um liði 20, 43, 44 og 56, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 44, 43 og 47, Guðríður Arnardóttir um liði 44, 47 og 65, Gunnar Ingi Birgisson um liði 65 og 44 og Ómar Stefánsson um lið 44 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Legg til að Gunnari Inga Birgissyni, Aðalsteini Jónssyni og Guðríði Arnardóttur verði falið að laga núverandi tímatöflur og leggi fram drög að tímatöflum fyrir haustið 2013.

Ómar Stefánsson"

Þá fjallaði Ómar Stefánsson um lið 47. Þá tóku til máls Hjálmar Hjálmarsson um liði 44 og 47 og Ómar Stefánsson, sem bar af sér sakir. Þá tóku til máls Hafsteinn Karlsson um lið 47, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 47, Hjálmar Hjálmarsson, sem bar af sér sakir, Aðalsteinn Jónsson um lið 47 og 44, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 47, Gunnar Ingi Birgisson um lið 47 og 44 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til við bæjarstjorn að þær smávægilegu breytingar á tímatöflum í íþróttahúsum bæjarins fyrir veturinn 2012-2013 verði unnar í góðu samkomulagi við íþróttafélögin og verði klárar til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Gunnar Ingi Birgisson"

Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir um lið 47 og Ármann Kr. Ólafsson um liði 47 og 44.

Hlé var gert á fundi kl. 18:32. Fundi var fram haldið kl. 19:08.

Forseti bar undir fundinn tillögu Ómars Stefánssonar og var hún felld með sjö atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði með henni. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá og einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

Hlé var gert á fundi kl. 19:09. Fundi var fram haldið kl. 19:10.

Forseti bar undir fundinn tillögu Gunnars Inga Birgissonar og var hún felld með sex atkvæðum en þrír greiddu atkvæði með henni. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

20.1209381 - Þrúðsalir 14, umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að SG smið ehf., kt. 050507-0880 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Þrúðsalir 14.

21.1209352 - Engjaþing 1. Umsókn um lóð

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og gefur og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að Húsafli sf., kt. 700584-1359 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Engjaþing 1.

22.1209278 - Austurkór 96, umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og gefur Upp-slætti ehf., kt. 440202-2170 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 96 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að Upp-slætti ehf., kt. 440202-2170 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 96.

23.1209402 - Austurkór 55, 57, 59 og 61, umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og gefur Hinrik Hringssyni, kt. 200859-5299 og Ingibjörgu Þráinsdóttur, kt. 141266-3069 kost á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 55, 57, 59 og 61 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að Hinrik Hringssyni, kt. 200859-5299 og Ingibjörgu Þráinsdóttur, kt. 141266-3069, verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 55, 57, 59 og 61.

24.1209323 - Austurkór 56. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og gefur Ásu Fríðu Kjartansdóttur, kt. 200772-3189 og Víglundi Péturssyni, kt. 120668-4049 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 56 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að Ásu Fríðu Kjartansdóttur, kt. 200772-3189 og Víglundi Péturssyni, kt. 120668-4049, verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 56.

25.1209131 - Hlíðarendi 19. Umsókn um lóð undir hesthús

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og gefur Fritz Hendrik Berndsen, kt. 200147-5539 kost á byggingarrétti á lóðinni Hlíðarenda 19 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að Fritz Hendrik Berndsen, kt. 200147-5539, verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Hlíðarenda 19.

26.1209384 - Kópavogstún 10-12, umsókn Sérverk ehf. um lóð.

Bæjarráð samþykkir að gefa Sérverki ehf., kt. 571091-1279, kost á byggingarrétti á lóðinni Kópavogstún 10-12 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að Sérverki ehf., kt. 571091-1279, verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Kópavogstún 10-12.

27.1209020 - Bæjarráð, 27. september

2655. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um lið 10, Pétur Ólafsson um liði 10, 23 og 24, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 10 og Guðríður Arnardóttir um liði 10, 16 og 23.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

28.1210009 - Kópavogsgerði 5-7, umsókn S.Þ.verktaka ehf. um lóð, til vara.

Bæjarráð samþykkir að gefa S.Þ. verktökum ehf., kt. 550393-2399, kost á byggingarrétti á lóðinni Kópavogsgerði 5-7 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir að S.Þ. verktökum ehf., kt. 550393-2399,  verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Kópavogsgerði 5-7.

29.1209394 - Bláa tunnan, tilboð vegna hráefni.

Tillaga formanns framkvæmdaráðs:
"Tilboði Íslenska gámafélagsins verði tekið til reynslu og miðist við að verðin gildi í þrjá mánuði í stað eins mánaðar skv. tilboðinu."
Tillagan féll á jöfnum atkvæðum, einn sat hjá. Formaður vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir og lagði til að tillögunni verði vísað frá.

Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

Hlé var gert á fundi kl. 19:16. Fundi var fram haldið kl. 19:18.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til erindi Íslenska gámafélagsins verði vísað til efnismeðferðar í framkvæmdaráði.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

30.1208016 - Barnaverndarnefnd, 30. ágúst

17. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

31.1209018 - Barnaverndarnefnd, 27. september

18. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

32.1209026 - Félagsmálaráð, 2. október

1338. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

33.1209019 - Framkvæmdaráð, 26. september

38. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

34.1209025 - Framkvæmdaráð, 3. október

39. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.