Bæjarstjórn

1184. fundur 13. nóvember 2018 kl. 16:00 - 19:46 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1810889 - Fjárhagsáætlun 2019

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2019 og tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2020-2022.
Hlé var gert á fundi kl. 17.30. Fundi var fram haldið kl. 17.40.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2020-2022 til seinni umræðu.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:15

Dagskrármál

2.1811197 - Tillaga að skipulagsbreytingum á stjórnkerfi bæjarins 2018.

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga um að mannauðsmál færist af miðlægri starfsmannadeild undir hvern og einn sviðsstjóra og innkaupamál færist af fjármáladeild undir lögfræðideild.
Forseti bar tillögu um skipulagsbreytingar undir fundinn í tvennu lagi.

Tillaga um að færa mannauðsmál af miðlægri starfsmannadeild undir hvern og einn sviðsstjóra var samþykkt með 11 atkvæðum.
Tillaga um að innkaupamál færist af fjármáladeild til lögfræðideildar var samþykkt með 11 atkvæðum.
Hlé var gert á fundi kl. 18:43. Fundi var fram haldið kl. 19:05.

Önnur mál fundargerðir

3.1810028F - Bæjarráð - 2932. fundur frá 01.11.2018

Fundargerð í 30. liðum.
Lagt fram.
  • 3.3 1810809 Persónuverndarsamþykkt Kópavogs
    Frá bæjarritara, lögð fram til samþykktar Persónuverndarsamþykkt Kópavogsbæjar. Niðurstaða Bæjarráð - 2932 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða Persónuverndarsamþykkt Kópavogsbæjar.

Önnur mál fundargerðir

4.1811004F - Bæjarráð - 2933. fundur frá 08.11.2018

Fundargerð í 31. lið.
Lagt fram.
  • 4.6 1310510 Gámar í Kópavogi
    Frá umhverfis- og samgöngunefnd, lögð fram tillaga að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfa gáma í Kópavogi. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25. október sl.
    Niðurstaða Bæjarráð - 2933 Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu umhverfis- og samgöngunefndar að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir fyrir stöðuleyfi gáma í Kópavogi með fimm atkvæðum. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fyrirkomulagi stöðuleyfa gáma og gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma í Kópavogi með 11 atkvæðum.
  • 4.20 1810839 Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til samþykktar
    Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 25. október, lögð fram til samþykktar gjaldskrá slökkviliðsins sem var samþykkt af stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á fundi þann 19. október sl. og vísað til afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 1. nóvember sl. Niðurstaða Bæjarráð - 2933 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1810027F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 254. fundur frá 25.10.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.1810782 - Fundargerð 15. eigendafundar Sorpu bs. frá 22.10.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1810030F - Forsætisnefnd - 125. fundur frá 01.11.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1811007F - Forsætisnefnd - 126. fundur frá 08.11.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1810872 - Fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.10.2018

Fundargerð í 41. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1810023F - Skipulagsráð - 37. fundur frá 29.10.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.1810024F - Skipulagsráð - 38. fundur frá 05.11.2018

Lagt fram.
  • 11.1 1806687 Fagrabrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 1. febrúar 2018 fh. lóðarhafa Fögrubrekku 17 þar sem óskað er eftir að stækka efri hæð hússins um 26,7 m2 til vesturs út að lóðarmörkum. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2018. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Fögrubrekku 19 og einnig liggur fyrir yfirlýsing lóðarhafa um að ekki standi til að breyta bílgeymslu í íbúð. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var eldra erindi hafnað þar sem óskað var eftir breyttri nýtingu á bílgeymslu og stækkun á húsinu til vesturs, alls 26,7 m2. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 lagði hönnuður inn nýjar teikningar, breytingar dags. í ágúst 2018, með uppfærðum texta þar sem óskað er eftir að stækka efri hæð hússins um 26,7 m2 til vesturs út að lóðarmörkum. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 15, 16, 18, 19, 20 og Álfhólsvegar 139, 141 og 143. Athugasemdafresti lauk 23. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.2 1808010 Víkingssvæðið. Breytt deiliskipulag. Flóðlýsing og gervigras.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga THG arkitekta f.h. Reykjavíkurborgar að breyttu deiliskipulagi íþróttasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogsdal. Svæðið afmarkast af Traðarlandi að norðan, Stjörnugróf að austan og nær að hluta til inn fyrir bæjarmörk Kópavogs að sunnan, sem byggist á samkomulagi milli Reykjavíkur og Kópavogs. Í tillögunni fellst uppsetning á flóðlýsingarmöstrum og að lagt verði gervigras á aðalkeppnisvöll íþróttasvæðisins og hann upphitaður. Uppdráttur ásamt skýringarmyndum í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 14. ágúst 2018 ásamt fylgigögnum frá Teiknun ehf. vegna flóðlýsingar dags. 13. júlí 2018. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var samþykkt að framlögð tillaga yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulagsráðs var staðfest í bæjarráði 23. ágúst 2018. Athugasemdafresti lauk 23. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.3 18081575 Þorrasalir 25. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Eyjólfs Valgarðssonar byggingartæknifræðings, dags. 18. ágúst 2018, fh. lóðarhafa Þorrasala 25 þar sem óskað er eftir að gera breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni fellst að vegghæð noðurhliðar hækkar um 56 cm. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 17. september 2018. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 23 og 27 og Þrúðsala 8 og 10. Athugasemdafresti lauk 26. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.4 1809035 Holtagerði 84. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Rúnars Inga Guðjónssonar byggingafræðings fh. lóðarhafa Holtagerði 84 þar sem óskað er eftir að hækka þak um 65 cm. á tvöfaldri bílgeymslu sem stendur á lóðunum Kársnesbraut 139 og Holtagerði 84. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. ágúst 2018. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa íbúðar 01 0101 að Holtagerði 84. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 82 og Kársnesbrautar 137 og 139. Athugasemdafresti lauk 29. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.5 1809034 Kársnesbraut 139. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Rúnars Inga Guðjónssonar byggingafræðings fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 139 þar sem óskað er eftir að hækka þak um 65 cm. á tvöfaldri bílgeymslu sem stendur á lóðunum Kársnesbraut 139 og Holtagerði 84. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. ágúst 2018. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa íbúðar 01 0101 að Kársnesbraut 139. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 82 og 84 og Kársnesbrautar 137. Athugasemdafresti lauk 29. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.6 1809715 Víkurhvarf 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga KRark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Víkurhvarf 7. Í tillögunni felst að breyta niðurgrafinni bílgeymslu fyrir 34 bíla, um 900 m2 að flatarmáli, í geymsluhúsnæði. Í tillögunni er ráðgert að fjölga bílastæðum á lóð (ofanjarðar) um 6 stæði. Heildarfjöldi bílastæða á lóð verður 60 stæði þ.e. 1 stæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis og 1 stæði á hverja 100 m2 í geymsluhúsnæði. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 27. september 2018. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var samþykkt að framlögð tillaga yrði grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Víkurhvarfs 5, 8, 14, og 16 og Tónahvarfs 3. Athugasemdafresti lauk 2. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.7 1810762 Brekkuhvarf 1a og 1b
    Lögð fram ný og breytt tillaga Rafael Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a og b dags. 1. október 2018. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi og hvorrri lóð á 1-2 hæðum með nýtingarhlutfall 0,38. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðunum verði byggð 8 raðhús á 2 hæðum auk riss og opinni bílgeymslu. Hámarks flatarmál íbúða er áætlað 140 - 155 m2 og hámarkshæð 8 m. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,64. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 1. október 2018.
    Í þessari nýju tillögu felst sú breyting að fyrirhuguð hús á lóðunum hafa verið lækkuð um eina hæð miðað við þá tillögu sem kynnt var í skipulagsráði 1. október 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingardeild er falið að senda málsaðilum gögn málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Fulltrúar BF Viðreisnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Það er von okkar að málsaðilar verði boðaðir til samráðsfundar þar sem farið verði yfir tillögur sem liggja fyrir og að tillit verði tekið til sjónarmiða íbúa.
    Einar Þorvarðarson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir"

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.8 1803619 Auðbrekka 25-27. Gistiheimili.
    Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa Auðbrekku 25-27 um breytingar notkun hússins. Í breytingunni felst að veitingasal á efstu hæð hússins verði breytt í gistiheimili. Uppdrættir og greinargerð dags. 12. október 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 11.9 1802765 Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni, byggt árið 1959, verði rifið og reist í þess stað 6 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta með 1,3 bílastæði á íbúð. Hámarks grunnflötur hússins er 275 m2. Kjallari er að hámarki 150 m2 og lóðin er 1015 m2. Samanlagður gólfflötur hússins er 700 m2, heildarnýtingarhlutfall verður 0,69. Hámarkshæð hússins er 7,5 m miðað við aðkomuhæð. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Athugasemdafresti lauk 23. júlí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Á fundi skipulagsráð 17. september 2018 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram breytt tillaga dags. 25. október 2018 ásamt yfirlýsingu frá athugasemdaaðila. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Júlíus Hafstein situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 11.10 1802766 Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 og 71 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Í tillögunni felst heimild til að rífa núverandi íbúðarhús á lóðunum og reisa tvö 4 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta. Á báðum lóðum yrði hámarks grunnflötur húss 220 m2 á lóðum sem eru 660 m2. Samanlagður gólfflötur hvors húss er 462 m2, nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,60 og heildarnýtingarhlutfall á hvorri lóð er 0,70. Gert er ráð fyrir 6 bílastæðum við hvort hús, 1,3 stæði á íbúð. Hámarkshæð húsa er 6,2 miðað við aðkomuhæð. á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 4. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. nóvember 2018 og ný og breytt tillaga dags. 5. nóvember 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 38 Skipulagsráð hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

12.1810801 - Fundargerð 176. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19.10.2018

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1810783 - Fundargerð 398. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.10.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1810781 - Fundargerð 397. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.10.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1811075 - Fundargerð 293. fundar stjórnar Strætó bs. 25.10.2018

Funargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1810007F - Öldungaráð - 5. fundur frá 02.11.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:46.