Bæjarstjórn

1160. fundur 27. júní 2017 kl. 16:00 - 19:20 Í bæjarstjórnarsal, Tónlistarsafni Íslands
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Guðni Ágústsson
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1705027F - Lista- og menningarráð - 73. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.1705012F - Innkauparáð - 4. fundur frá 13.05.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1705020F - Innkauparáð - 5. fundur frá 23.05.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1706011F - Innkauparáð - 6. fundur frá 31.05.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1706012F - Innkauparáð - 7. fundur frá 12.06.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1705023F - Íþróttaráð - 72. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1706008F - Íþróttaráð - 73. fundur frá 15.06.2017

Fundargerð í 68. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1706003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 57. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1705026F - Leikskólanefnd - 83. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1704030F - Innkauparáð - 3. fundur frá 02.05.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1706010F - Leikskólanefnd - 84. fundur frá 15.06.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1706489 - Fundargerð 360. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. júní 2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1706009F - Skipulagsráð - 10. fundur frá 19.06.2017

Fundargerð í 25. liðum.
Lagt fram.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði til með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynning á færanlegum kennslustofum undir lið 20 í fundargerðinni verði jafnframt lögð fyrir lóðarhafa Vallargerði 20, 22, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40; Kópavogsbraut 59, 61, 62, 63, 64, 65, 66, 67, 68, 69, 70, 71, 72, 73, 74, 75, 76, 77, 78, 79; Suðurbraut 1, 3, 5, 7, 9; Melgerði 1, 2, 39, 44 og Borgarholtsbraut 19, 20, 57 og 59 auk þeirra lóðarhafa sem skipulagsráð samþykkti á fundi sínum að leggja grenndarkynninguna fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
  • 13.5 1608168 Kársnesbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 4. ágúst 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús byggt 1946 ásamt bílskúr byggður 1967 samtals 118,4 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 898,0 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 418 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 í stað 0,13 sbr. uppdrætti dags. 4. ágúst 2016.
    Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d, Hraunbraut 6, 8, 10, 12, Marbakkabraut 15, 17, 17a og Huldubraut 1. Kynningu lauk 9. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2017 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
    Þá lögð fram ný og breytt tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts að tvílyftu fjórbýlishúsi á lóðinni. Er tillagan dags. 16. mars 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d og Hraunbrautar 6, 8, 10, 12. Athugasemdafresti lauk 19. júní 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.6 1703551 Dalaþing 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings, dags. 6. mars 2017 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar við Dalaþing 7 úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Byggingarreitur yrði færður um 1 m. í suðvestur og 1 m. í norðaustur, reitur húss yrði 16 m. x 17 m. í stað 14 m. x 17 m. Uppdráttur í mkv. 1:1500. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum. Athugasemdafresti lauk 16. júní 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.9 1702353 Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að lokinni kynningu erindi Ríkharðs Oddssonar, byggingartæknifræðings, dags. 25. janúar 2017 fh. Gráhyrnu ehf. lóðarhafa Austurkórs 157, 159 og 161 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að þremur einbýlishúsalóðum er skipt upp í tvær parhúsalóðir. Jafnframt er óskað eftir því að parhúsin verði á einni hæð með innbyggðri bílageymslu og hver eining verði 177 m2 að grunnfleti. Hámarkshæð verði 4,8 m í stað 7,5 m sbr. gildandi skipulagsskilmála og tvö bílastæði á lóð. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 8. júní 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, dags. 19. júní 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.13 1503337 Kríunes. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga NEXUS arkitekta að breyttu deiliskipulagi fyrir Kríunes í Vatnsenda. Í breytingunni flest:
    1)
    að færður er inn á deiliskipulag byggingarreitur fyrir kjallara við suðvestur hlið hússins
    2)
    færður er inn á deiliskipulag byggingarreitur fyrir hæð og kjallara á norðaustur hlið hússins (til samræmis við samþykktar aðalteikningar frá 11. maí 2017).
    3)
    sótt er um hækkun á byggingarreit um 50 sm á hluta viðbyggingar (útsýnisstofa og lyftukjarni)
    4)
    leiðréttir hæðakótar aðkomuhæðar aðalbyggingar færðir inn á deiliskipulagsuppdrátt, er 81.35 m h.y.s. í stað 81,60 m h.y.s.

    Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. júní 2017.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.14 1706447 Vallakór 6. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Vallakórs 6 þar sem óskað er eftir að svalir 9. og 10. hæðar á suðvestur hlið húsins fari 2 m. út úr ytri byggingarreit sbr. uppdrátt í mkv. 1:200 dags. í júní 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 10 Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

14.1706190 - Fundargerð 266. fundar stjórnar Strætó bs. frá 26.05.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1706184 - Fundargerð 76. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.05.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1406406 - Sumarleyfi bæjarstjórnar

Frá bæjarstjóra, tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar. Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar er lagt til að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að afloknum yfirstandandi fundi og standi fram að fundi bæjarstjórnar annan þriðjudag í september. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykkta Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um sumarleyfi með 11 samhljóða atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

17.1706007F - Velferðarráð - 11. fundur frá 12.06.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.1706015F - Bæjarráð - 2875. fundur frá 22.06.2017

Fundargerð í 17. liðum.
Lagt fram.
  • 18.3 1611147 Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.
    Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. júní, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að hefja opið söluferli á Fannborg 2, 4 og 6. Niðurstaða Bæjarráð - 2875 Hlé var gert á fundi kl. 8:25. Fundi var fram haldið kl. 8:40.

    Fulltrúar Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks lögðu til að málinu verði vísað til skipulagsráðs til úrvinnslu.

    Hlé var gert á fundi kl. 8:45. Fundi var fram haldið kl. 8:50.

    Fulltrúar meirihlutans lögðu til að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    Tillaga minnihlutans var felld með þremur atkvæðum Theódóru Þorsteinsdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar og Karenar Halldórsdóttur en Pétur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

    Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum Theódóru Þorsteinsdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar og Karenar Halldórsdóttur tillögu meirihluta um að vísa afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar. Pétur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.
    Niðurstaða Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
    "Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og uppbyggingu Fannborgarreits, í anda húsnæðisskýrslu Kópavogs frá 2015 og samþykktar bæjarstjórnar frá 9. febrúar 2016 um sama mál.
    Ólafur Þór Gunnarsson, Ása Richardsdóttir, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson"
    Tillaga minnihlutans var felld með sjö atkvæðum Margrétar Friðriksdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Sverrir Óskarssonar, Hjördísar Johnson og Guðmundar Geirdal en fjórir greiddu atkvæði með henni en það voru Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Ása Richardsdóttir.

    Tillaga um heimild til að hefja opið söluferli á Fannborg 2, 4 og 6 var samþykkt með sjö atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Sverrir Óskarssonar, Hjördísar Johnson og Guðmundar Geirdal en fjórir greiddu atkvæði gegn henni en það voru Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Ása Richardsdóttir.

    Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar:
    "Bæjarstjórn samþykkti tillögu um forgang um samstarf við byggingarsamvinnufélög, leigufélög og byggingu félagslegra íbúða komi til sölu fasteigna í Fannborg með tíu atkvæðum þann 9.2.2016.

    Ljóst er að þörfin fyrir slíkt húsnæði er enn meiri nú en þá og því ástæðulaust að hverfa frá fyrri samþykkt bæjarstjórnar.
    Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Ása Richardsdóttir, Kristín Sævarsdóttir"

    Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. meirihlutans:
    "Við sölu á Fannborgarreitnum er lagt til að tillit verði tekið til húsnæðisskýrslu sem unnin var í samráði allra flokka í bæjarstjórn. Hún tekur til allra þeirra þátta sem minnihlutinn vék að í sinni bókun.
    Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal"
  • 18.4 1705517 Hafnarbraut 12, gröftur á lóðarmörkum
    Frá lögfræðideild, dags. 20. júní, lagt fram minnisblað vegna beiðni um tímabundna innlausn lóðarréttinda út af greftri á lóðarmörkum Hafnarbrautar 12 og Kársnesbrautar 106. Niðurstaða Bæjarráð - 2875 Bæjarráð telur ekki tímabært að samþykkja innlausn á hluta lóðar og vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar. Niðurstaða Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Undirritaður leggst alfarið gegn innlausn lóðarréttinda, þ.e. að lóðarréttindi verði tekin af íbúum. Óskað er eftir að málefnið verði ekki sett á dagskrá meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir.
    Sverrir Óskarsson"

    Bæjarstjórn hafnar erindi um innlausn á hluta lóðar með 11 atkvæðum.
  • 18.6 1706582 Endurnýjun samniga við Tennisfélag Kópavogs vegna stækkunnar Tennishallar Dalsmára 13
    Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 20. júní, lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Tennisfélag Kópavogs vegna fyrirhugaðrar stækkunnar á Tennishöllinni. Óskað er eftir heimild til að ganga frá samningi á grundvelli meðfylgjandi samningsdraga. Niðurstaða Bæjarráð - 2875 Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar. Niðurstaða Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Óska eftir að samningur við Tennisfélag Kópavogs verði vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu og þar verði endurskoðuð þau ákvæði sem snúa að 4. grein er varðar endurskoðun og ákvæði í 7. grein er varðar gildistíma. Þá verði uppsagnarákvæði samningsins samkvæmt 7. grein ennig yfirfarin.
    Sverrir Óskarsson"

    Tillaga Sverris Óskarssonar var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Theódóru Þorsteinsdóttur, Sverris Óskarssonar, Birkis Jóns Jónssonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar en Karen Halldórsdóttur, Guðmundur Geirdal, Ása Richardsdóttir og Kristín Sævarsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Kosningar

19.1406289 - Kosning varaforseta bæjarstjórnar.

Tillaga um Ásu Richardsdóttur sem 1. varaforseta.
Tillaga um Sverri Óskarsson sem 2. varaforseta.
Ása Richardsdóttir var kjörin 1. varaforseti með 11 atkvæðum.
Sverrir Óskarsson var kjörinn 2. varaforseti með 11 atkvæðum.

Kosningar

20.1406289 - Kosningar í bæjarráð.

Kosning fimm aðalfulltrúa í bæjarráð.
Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.
Kjörnir aðalmenn:
A-listi;
Karen Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Theódóra Þorsteinsdóttir
B-listi;
Pétur Hrafn Sigurðsson
Birkir Jón Jónsson

Theódóra Þorsteinsdóttir kjörin formaður með 11 atkvæðum og Karen Halldórsdóttir kjörin varaformaður með 11 atkvæðum.

Tilnefndur áheyrnarfulltrúi: Ólafur Þór Gunnarson
Tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Kosningar

21.1406289 - Kosning skrifara.

Kosning tveggja skrifara og jafn margra til vara.
Karen Halldórsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson kjörnir skrifarar með 11 atkvæðum. Sverrir Óskarsson og Birkir Jón Jónsson kjörnir til vara með 11 atkvæðum.

Kosningar

22.1705174 - Kosning í öldungaráð

Kosning þriggja aðalfulltrúa í öldungaráð.
Eftirtaldir hlutu kosningu:
Af A-lista;
Karen Halldórsdóttir og Sverrir Óskarsson. Til vara Guðmundur Gísli Geirdal og Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
Af B-lista;
Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður. Til vara Ólafur Þór Gunnarsson.

Kosningar

23.1611728 - Kosningar í menntaráð

Kjörnir aðalmenn:
Af A-lista;
Hreiðar Oddsson í stað Sverris Óskarsson
Af B-lista;
Bergljót Kristinsdóttir í stað Helgu Maríu Hallgrímsdóttur

Kjörnir varamenn:
Af B-lista;
Gerður Óskarsdóttir í stað Sóleyjar Ragnarsdóttur

Tilnefndur áheyrnarfulltrúi: Helga María Hallgrímsdóttir
Tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi: Sóley Ragnarsdóttir

Kosningar

24.1406270 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu 2014-2018

Jónas Már Torfason tilnefndur í stjórn Markaðsstofu í stað Þórunnar Sigurðardóttur.

Dagskrármál

25.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Frá starfshópi um húsnæðismál Kársnesskóla, dags. 29. maí, lögð fram tillaga ásamt greinargerð um húsnæðismál Kársnesskóla þar sem lagt er til að bygging Kársnesskóla við Skólagerði verði rifin, starfsemi skólans verði í Vallargerði á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir og að nýr starfshópur verði skipaður til að vinna að hönnun nýrrar byggingar skólans. Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar á fundi þann 1. júní sl. Einnig lögð fram bókun af fundi menntaráðs frá 9. júní sl. vegna málsins þar sem mælt er með við bæjarstjórn að samþykkja ofangreinda tillögu starfshópsins. Bæjarstjórn samþykkti á fundi þann 13. júní síðastliðinn að fresta ákvörðun um niðurrif Kársnesskóla fram á næsta bæjarstjórnarfund þann 27. júní. Tíminn skyldi nýttur til þess að halda íbúa- og samráðsfund þar sem staða núverandi húsnæðis væri kynnt ásamt þeim valkostum sem eru í stöðunni.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.
Hlé var gert á fundi kl. 16.44. Fundi var fram haldið kl. 17:04.

Önnur mál fundargerðir

26.1706013F - Bæjarráð - 2874. fundur frá 15.06.2017

Fundargerð í 26. liðum.
Lagt fram.

Kosningar

27.1406289 - Kosning forseta bæjarstjórnar.

Tillaga um Margréti Friðriksdóttur.
Margrét Friðriksdóttir var kjörin forseti með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

28.1705028F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 218. fundur frá 01.06.2017

Fundargerð í 11. liðum.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að lið 7, Sunnubraut 30, verði frestað. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

29.1705004F - Barnaverndarnefnd - 66. fundur frá 11.05.2017

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

30.1705021F - Barnaverndarnefnd - 67. fundur frá 01.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

31.1706016F - Forsætisnefnd - 98. fundur frá 22.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

32.1705018F - Hafnarstjórn - 105. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

33.1704007F - Innkauparáð - 1. fundur frá 04.04.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

34.1704016F - Innkauparáð - 2. fundur frá 24.04.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:20.