Bæjarstjórn

1015. fundur 27. apríl 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1004007 - Lista- og menningarráð 20/4

355. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1003047 - Kosningar á fundi bæjarstjórnar 27/4

Ragna Ívarsdóttir kjörin aðalmaður í ferlinefnd í stað Birnu Árnadóttur.

3.911913 - Jafnréttisstefna 2010 - 2014

Til máls tók Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, og gerði grein fyrir jafnréttisstefnunni.  Þá lagði hann til að hún yrði samþykkt af bæjarstjórn.

 

Því næst tóku til máls Sigurrós Þorgrímsdóttir, Jón Júlíusson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir, Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Ármann Kr. Ólafsson og Jón Júlíusson.

 

Forseti lagði til að jafnréttisstefnu yrði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn og var það samþykkt einróma.

4.1004365 - Ársreikningur Kópavogsbæjar og B-hluta fyrirtækja 2009 - Fyrri umræða

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreiknings Kópavogsbæjar, A og B hluta. Greindi hann frá rekstrarniðurstöðum og helstu frávikum. Þannig skýrði hann út sundurliðun fjárfestinga, sjóðsstreymi og niðurstöður Efnahagsreiknings. Þá lagði hann til að ársreikningi Kópavogsbæjar yrði vísað til seinni umræðu.

Til máls tóku Flosi Eiríksson og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, sem lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

"Bæjarstjórn Kópavogs telur eðilegt að tekið verði tillit til álita reikningsskila- og upplýsinganefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er varðar færslu á lóðum og lendum í bókhaldi sveitarfélaga við afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar á næsta fundi bæjarstjórnar.

Gunnsteinn Sigurðsson, Ómar Stefánsson, Margrét Björnsdóttir, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson, Hafsteinn Karlsson, Ingibjörg Hinriksdóttir"

 

Kl. 18:06 vék Margrét Björnsdóttir af fundi og tók Ragnheiður K. Guðmundsdóttir sæti hennar.

 

Þá tóku til máls Flosi Eiríksson, Ómar Stefánsson og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri.  Forseti bar þá undir fundinn framlagða tillögu og var hún samþykkt einróma.


Þá samþykkti bæjarstjórn einróma að vísa ársreikningi Kópavogsbæjar 2009 til seinni umræðu.

5.912691 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Finns Björgvinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16 við Akurhvarf. Almennt er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Vatnsenda norðursvæði, samþykkt í bæjarráði 26. júlí 2002. Í kynntri tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að byggingarreitur íbúðarhúss stækkar til suðvesturs um 2 metra og skilgreindur er byggingarreitur í suðurhluta lóðar fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús. Byggingarreitur fyrir hesthús færist í norðvestur hluta lóðar. Aðkoma og bílastæði breytast og fjölgar bílastæðum um 12. Nýtingarhlutfall verður eftir stækkun 0.56. Kynnt tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 27. janúar 2010.

Á fundi skipulagsnefndar þann 19. janúar 2010 var samþykkt að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Akurhvarfs 1, 8, 10, 12 og 14, Asparhvarfs 7, 9, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18 og Álfkonuhvarfs 19 og 21. Kynningartími stóð frá 3. febrúar 2010 til 9. mars 2010. Athugasemd barst frá lóðarhafa að Álfkonuhvarfi 21 annarri hæð.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Erindinu var frestað og skipulags- og umhverfissviði falið að taka saman umsögn varðandi innsenda athugasemd. Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 var lögð fram umsögn skipulags- og umhverfissviðs dags. 20. apríl 2010 og breytt erindi dags. 20. apríl 2010 þar sem hæð fyrirhugaðrar viðbyggingar er lækkuð um 1,2 metra. Skipulagsnefnd samþykkti breytt erindi dags. 20. apríl 2010 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og viðbygging er lækkuð í sömu hæð og núverandi íbúðarhús og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 23. apríl 2010 var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Forseti óskaði eftir heimild til að gefa Birgi H. Sigurðssyni, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs orðið og var það samþykkt.

Til máls tók Birgir H. Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, og gerði hann grein fyrir tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16 við Akurhvarf.

Bæjarstjórn samþykkir einróma tillögu að breyttu deiliskipulagi Akurhvarfs 16, dags. 27. janúar 2010 og breytt 20. apríl 2010, ásamt umsögn skipulags- og umhverfissviðs, dags. 20. apríl 2010.

6.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 12/4

137. fundur

Til máls tóku Flosi Eiríksson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Flosi Eiríksson, Ómar Stefánsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Ómar Stefánsson og Ármann Kr. Ólafsson um liði 1 og 5.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

7.1001155 - Fundargerð stjórnar slökkviliðs hbsv. 16/4

92. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1001154 - Fundargerð stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 9/4

304. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1001153 - Fundargerð stjórnar SSH 29/3

348. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1002171 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26/3

773. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1001151 - Fundargerð skólanefndar MK 12/4

8. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1004006 - Skólanefnd 12/4

7. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1004001 - Skipulagsnefnd 20/4

1177. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1004010 - Bæjarráð 15/4

2545. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1004002 - Lista- og menningarráð 8/4

354. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1003022 - Leikskólanefnd 20/4

5. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1004015 - Íþrótta- og tómstundaráð 19/4

248. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1004004 - Forvarnanefnd 14/4

23. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1004014 - Félagsmálaráð 20/4

1282. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1004008 - Félagsmálaráð 13/4

1281. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.1004013 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 20/4

Fylgiskjal 3/2010

Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa samþykktar án umræðu.

22.705025 - Fagraþing 5. Tillaga um dagsektir

Liður 8 í fundargerð byggingarnefndar 20/4, tillaga um dagsektir að upphæð kr. 20.000 á dag frá og með einum mánuði eftir dagsetningu þessa bæjarstjórnarfundar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu byggingarnefndar með tíu samhljóða atkvæðum.

23.1004012 - Byggingarnefnd 20/4

1314. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

24.1002114 - Ögurhvarf 6, breytt nýting lóðar

Liður 13 í fundargerð bæjarráðs 23/4, bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu með tíu samhljóða atkvæðum.

25.1004019 - Bæjarráð 23/4

2546. fundur

Til máls tók Guðbjörg Sveinsdóttir um lið 3 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vinstri græn benda á að úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda í Kópavogi sé ábótavant og hvetja til að gerð verði gangskör að aukinni faglegri þjónustu við þennan hóp.

Guðbjörg Sveinsdóttir"

Þá tóku til máls Sigurrós Þorgrímsdóttir um lið 3, Ingibjörg Hinriksdóttir um lið 28, Ármann Kr. Ólafsson um lið 3 og 28.

 

Kl. 16:15 tók Gunnar Ingi Birgisson sæti á fundinum.

 

Þá tóku til máls Hafsteinn Karlsson um lið 28, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 28, og Guðbjörg Sveinsdóttir um lið 3.

 

Hlé var gert á fundi kl. 16:24.  Fundi var fram haldið kl. 16:28.

 

Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson og lagði hann fram eftirfarandi bókun:

"Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafnar órökstuddum fullyrðingum sem fram koma í bókun Guðbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa VG.  Bæjarstjórn Kópavogs hefur kappkostað að standa vörð um félagsþjónustu í Kópavogi.

Ármann Kr. Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Ómar Stefánsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

26.911381 - Fornahvarf 1, breytt deiliskipulag.

Liður 23 í fundargerð bæjarráðs 15/4, bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar frá 15/12 2009 og hafnar erindinu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu einróma.

Fundi slitið - kl. 18:00.