Bæjarstjórn

1020. fundur 22. júní 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Guðnýju Dóru Gestsdóttur velkomna til fyrsta fundar í bæjarstjórn.

1.1006275 - Kosningar í stjórn SSH 2010 - 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn SSH. Kosningu var frestað í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri og Guðríður Arnardóttir til vara.

2.1006253 - Kosningar í skólanefnd 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í skólanefnd, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

3.1006289 - Tilnefning í skólanefnd MK 2010 - 2014

Tilnefning þriggja varamanna í skólanefnd MK, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Tilnefningu frestað.

4.1006279 - Kosningar í forvarnanefnd 2010 - 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Af A-lista:

Ragnheiður Elíasdóttir

Karen Júlía Júlíusdóttir

Héðinn Sveinbjörnsson

 

Af B-lista: 

Bragi Michaelsson

Ragna Ívarsdóttir

 

Kjöri varamanna frestað.

5.1006257 - Kosningar í vinabæjanefnd 2010 - 2014

Kosning þriggja varamanna í vinabæjanefnd, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

6.1006241 - Kosningar - skoðunarmenn reikninga 2010 - 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

7.1006280 - Kosningar í stjórn Reykjanesfólkvangs 2010 - 2014

Kosning varamanns í stjórn Reykjanesfólkvangs, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlaut:

 

Karólína Einarsdóttir

8.1006268 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2010 - 2014

Kosning varamanns í stjórn Strætó bs., sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlaut:

 

Pétur Ólafsson

9.1006265 - Kosningar í stjórn Héraðsskjalasafns 2010 - 2014

Kosning þriggja varamanna, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

10.1006258 - Kosningar í stjórn lífeyrissjóðs 2010 - 2014

Kosning tveggja bæjarfulltrúa eða varabæjarfulltrúa til vara í stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

11.1006262 - Kosningar í stjórn skíðasvæðanna 2010 - 2014

Kosning varamanns í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

12.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í skipulagsnefnd, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Af A-lista:

Hreggviður Norðdahl

Helga Jónsdóttir

Guðmundur Freyr Sveinsson

 

Af B-lista:

Guðný Pálsdóttir

Óttar Felix Hauksson

13.1006267 - Kosningar í stjórn Sorpu bs. 2010 - 2014

Kosning varamanns í stjórn Sorpu bs., sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

14.1006263 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2010 - 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

15.1006269 - Kosningar í stjórn Tónlistarhúss 2010 - 2014

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Af A-lista:

Jón Guðlaugur Magnússon

Sigríður María Tómasdóttir

 

Af B-lista:

Stefán Hilmarsson

 

Kosningu varamanna var frestað.

16.1006281 - Kosningar í stjórn Tónsala 2010 - 2014

Kosning eins varamanns, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlaut:

 

Guðrún Gunnarsdóttir

17.1006255 - Kosningar í umhverfisráð 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Af A-lista:

Myrea Samper

Garðar Vilhjálmsson

Ásta Hafberg

 

Af B-lista:

Egill Örn Gunnarsson

Kristín Jónsdóttir

18.1006254 - Kosningar í umferðarnefnd 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í umferðarnefnd, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

19.1006215 - Málefnasamningur um meirihlutasamstarf Samfylkingar, Vinstri grænna, Lista Kópavogsbúa og Næst besta

Lagður fram málefnasamningur um meirihlutasamstarf Samfylkingar, Vinstri grænna, Lista Kópavogsbúa og Næst besta flokks, sem kynntur var á fundi bæjarstjórnar þann 15/6.

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Guðríður Arnardóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Hjálmar Hjálmarsson, Margrét Björnsdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Rannveig Ásgeirsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Guðríður Arnardóttir og Ómar Stefánsson, sem lagði fram eftirfarandi bókun:

""Nú hefur meirihluti Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn lagt fram málefnasamning fyrir kjörtímabilið 2010-2014.  Vissulega er ýmislegt áhugavert í málefnasamningnum en margt mjög óskýrt og greinilega er markvisst forðast að setja fram skýr mælanleg markmið.  Óvissan um útfærslu á flestum áherslumálum er áberandi.  Fátt nýtt er að finna.  ""Núna hefði einmitt átt að vera tækifæri til að finna nýjar og framsæknar leiðir og móta heildstæða stefnu til næstu fjögurra ára"" eins og segir í bókun Samfylkingarinnar fyrir fjórum árum en það er ekki gert nú.   Það vekur jafnframt athygli að skoða bókun VG frá því fyrir fjórum árum. Þar stendur: ""Í félags- og velferðarmálum vantar víðast útfærslur og framkvæmdalýsingu.  Tillögur eru fremur almenns eðlis"". Útilokað er að sjá að í málefnasamningi Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna sé betur gert. Eftir stendur að óvissan inn í framtíð Kópavogs er alger og ekki hægt að segja að það geri Kópavog skemmtilegri.

Ómar Stefánsson""

Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson og Ármann Kr. Ólafsson, sem lagði fram eftirfarandi bókun:

""Bókun Sjálfstæðisflokksins við málefnasamning Næst besta flokksins, Samfylkingar, Vinstri grænna og Lista Kópavogsbúa.

Meirihluti fjögurra flokka í Kópavogi, þ.e. Næst besta flokksins, Samfylkingar,Vinstri grænna og Lista Kópavogsbúa, hefur lagt fram málefnasamning sinn. Athygli vekur að orð vara bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Elfar Logadóttur um að ekki þurfi að standa við kosningaloforð að loknum kosningum, virðast skína í gegn þegar samningurinn er lesinn yfir. Skiptir þá litlu hvaða flokkur meirihlutans á í hlut. Það sýnir sig að það getur verið flókið að koma saman málefnaskrá þegar svo margir flokkar með ólíkar áherslur taka höndum saman.

Ekki er hægt að sjá að verið sé að framfylgja helstu stefnumálum flokkanna í málefnasamningnum eins og: opið í sund allan sólarhringinn, sem var helsta stefnumál Næst besta flokksins, fjármagna og kaupa hálfkláraðar íbúðabyggingar, ljúka byggingu þeirra og leigja þær út sem var megin stefnumál Vinstri grænna og Samfylkingar og þá var ferli ráðningar bæjarstjóra ekki faglegt, sem var megin kosningamál Lista Kópavogsbúa.

Ekki er mögulegt að fjalla um öll þau mál sem voru á stefnuskrá flokkanna en ekki verður hjá því komist að tæpa á nokkrum þeirra til viðbótar. Málefni aldraðra eru svo til gleymdur málaflokkur í þessum málefnasamningi og er til dæmis ekki minnst á byggingu hjúkrunarrýma eins og Samfylkingin þó lofaði í Boðaþingi. Einungis er nú stefnt að því að hefja byggingu Vatnsendaskóla í stað þess að ljúka honum eins og Samfylkingin lofaði. Ekki er minnst á framkvæmdir við Arnarnesveg, uppbyggingu við Þríhnúkagíga eða styðja við starf áhugahópa á sviði menningar og lista sem starfa í Kópavogi en á þessi atriði öll lagði Samfylkingin áherslu ásamt ýmsum öðrum sem ekki er að finna í málefnasamningnum.

Vinstri grænir hafa ekki talið ástæðu til þess að minnast á að dægradvalir grunnskóla verði reknar af ÍTK eins og lofað var né heldur að byggt verði upp íþróttastarf án áherslu á keppni. Þá er einungis talað um að hvetja skólana til að bjóða upp á morgunmat í stað þess að ákveða að bjóða upp á morgunmat í  grunnskólum eins og Vinstri grænir vildu og þá er ekki talað um sameiginlega skipulagsnefnd fyrir höfuðborgarsvæðið eins og sá sami flokkur lagði upp með.

Of langt mál er að telja upp allt það sem vantar í málefnasamninginn sem var á stefnu Næst besta flokksins en sem smá sýnishorn af því sem lofað var og ekki er í málefnasamningnum má nefna að ekki er minnst á Skyndibitastaðinn Bæjarins næst Bestu við Kópavogshöfn, morgunmatur í rúmið fyrir alla bæjarbúa allar helgar, ókeypis í strætó og ef maður er einn í strætó má maður ráða hvert strætóinn fer, betra nammi í sjoppum, áhrifaríkari megrunarkúrar, opna vín - outlet búð í Hamraborg.

Þrátt fyrir að margt af því sem lofað var sé ekki inni í málefnasamningnum tekur Sjálfstæðisflokkurinn fram að margt af því mátti missa sig. Sárast er samt að horfa upp á afskiptaleysi um málefni aldraðra. Ljóst er að það hefur verið flokkunum mikill hausverkur að sjóða saman þennan málefnasamning enda er hann heldur rýr og margt óskýrt í honum.

Þrátt fyrir að margt sé óljóst í málefnasamningnum og hann sé ekki í samræmi við þau kosningaloforð sem lögð voru til grundvallar koma fram ýmis mál sem þegar hefur verið unnið að og önnur sem allir flokkar í bæjarstjórn geta stutt. Stór hluti stefnumálanna er tekinn upp úr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn mun því taka afstöðu til einstakra atriða þegar þau koma á dagskrá í þeirri von að hið óskýra og loðna orðalag skýrist þegar fram líða stundir.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Karen Halldórsdóttir""

Hlé var gert á fundi kl. 19.45. Fundi var fram haldið kl. 19.49.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar minnihlutans kjósa að kasta rýrð á málefnasamning meirihlutans og hengja sig í hvert smáatriði.  Við kjósum að láta verkin tala og vonum að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks muni fljótlega sættast á nýtt hlutverk í bæjarstjórn Kópavogs og  vinna með okkur faglega og af heilindum, Kópavogsbúum til heilla. Störf okkar á kjörtímabilinu munu bera áherslum okkar best vitni.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Pétur Ólafsson""

20.1006288 - Starfskjör bæjarstjóra 2010

Lögð fram tillaga um starfskjör bæjarstjóra.

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson og gerði hann grein fyrir tillögu að ráðningarsamningi Kópavogsbæjar við Guðrúnu Pálsdóttur í starf bæjarstjóra.

 

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, sem lagði til að afgreiðslu samningsins yrði frestað, Ómar Stefánsson, Guðríður Arnardóttir, sem lagði til að samningnum yrði vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson og Hjálmar Hjálmarsson.

 

Ármann Kr. Ólafsson tók til máls um stjórn fundarins. Forseti tilkynnti að kostnaðarútreikningur vegna samningsins verði lagður fram í bæjarráði.

 

Forseti bar undir fundinn tillögu um að vísa afgreiðslu samningsins til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs. Tillagan samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið.

21.1006290 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2010

Lögð fram tillaga formanns bæjarráðs að sumarleyfi bæjarstjórnar 2010, sem samþykkt var í bæjarráði þann 16/6 sl. og vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Fundartímar bæjarráðs verði sem hér segir:
8. og 22. júlí og 12. ágúst og 26. ágúst.
Fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst og verði síðan þann 22. júní og 14. september. Fundartími bæjarráðs verði kl. 12.00 í júlí og ágúst. Skv. lögum nr. 45/1988 með síðari breytingum fer bæjarráð með vald bæjarstjórnar í júlí og ágúst.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

22.1006244 - Kosningar í hafnarstjórn 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í hafnarstjórn, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Af A-lista:

Víðir Árnason

Gunnar Gylfason

Hugrún Sigurjónsdóttir

 

Af B-lista:

Birgir Ari Hilmarsson

Hilmar Stefánsson

23.1006003 - Forvarnanefnd 7/6

26. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

24.1006002 - Umhverfisráð 7/6

489. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

25.1006264 - Kosningar í almannavarnanefnd 2010 - 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn 15/6 sl.

Kosningu frestað.

26.1006260 - Kosningar búfjáreftirlitsmanns 2010 - 2014

Kosning eins búfjáreftirlitsmanns og annars til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn 15/6 sl.

Kosningu frestað.

27.1006245 - Kosningar í atvinnu- og upplýsinganefnd 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna sem frestað var í bæjarstjórn 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Tómas Jónsson

Dalla Ólafsdóttir

Einar Ingvarsson

 

Af B-lista:

Helgi Magnússon

Ingibjörg Jóna Gunnlaugsdóttir

28.1006246 - Kosningar í byggingarnefnd 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna sem frestað var í bæjarstjórn 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Sigmar Þormar

Björk Óttarsdóttir

Hákon Sverrisson

 

Af B-lista:

Gunnsteinn Finnsson

Guðrún Mist Sigfúsdóttir

29.1006261 - Kosningar í fulltrúaráð Brunabótafélagsins 2010 - 2014

Kosning aðalmanns í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands og eins til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn 15/6 sl.

Kosningu frestað.

30.1006272 - Kosningar í ferlinefnd 2010 - 2014

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn 15/6 sl.

Kosningu frestað.

31.1006248 - Kosningar í félagsmálaráð 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í félagsmálaráð, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Andrés Magnússon

Þór Ásgeirsson

Margrét Sigurbjörnsdóttir

 

Af B-lista:

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Margrét Sigurgeirsdóttir

32.1006014 - Bæjarráð 16/6

2554. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

33.1006249 - Kosningar í heilbrigðisnefnd 2010 - 2014

Kosning tveggja varamanna í heilbrigðisnefnd, sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 15/6 sl.

Kosningu frestað:

34.1006256 - Kosningar í húsnæðisnefnd 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í húsnæðisnefnd, sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

35.1006250 - Kosningar í íþrótta- og tómstundaráð 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í íþrótta- og tómstundaráð, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Af A-lista:

Kristín Tómasdóttir

Sigrún Skaftadóttir

Daníel Þór Bjarnason

 

Af B-lista:

Trausti Ágústsson

Sigríður Kristjánsdóttir

36.1006251 - Kosningar í jafnréttisnefnd 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í jafnréttisnefnd, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

37.1006273 - Kosningar í kjaranefnd 2010 - 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

38.1006242 - Kosningar í kjörstjórnir - Alþingi 2010 - 2014

Kosning þriggja manna í undirkjörstjórn og jafnmargra til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

39.1006243 - Kosningar í kjörstjórnir - bæjarstjórn 2010 - 2014

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara. Kosningu var frestað í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu frestað.

40.1006271 - Kosningar í leikskólanefnd 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í leikskólanefnd, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Af A-lista:

Bryndís Hilmarsdóttir

Sigurður Haukur Gíslason

Bragi Thoroddsen

 

Af B-lista:

Ómar Halldórsson

Gunnlaugur Snær Ólafsson

41.1006247 - Kosningar í lista- og menningarráð og stjórn Tónlistarsafns Íslands 2010 - 2014

Kosning fimm varamanna í lista- og menningarráð og stjórn Tónlistarsafns Íslands, sem frestað var í bæjarstjórn þann 15/6 sl.

Kosningu hlutu:

 

Af A-lista:

Sólveig Helga Jónasdóttir

Jón Guðlaugur Magnússon

Aðalheiður Matthíasdóttir

 

Af B-lista:

Víðir Petersen

Jóhanna Thorsteinson

Fundi slitið - kl. 18:00.