Bæjarráð

2570. fundur 18. nóvember 2010 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1011205 - Óskað eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2011

Frá Snorraverkefninu, dags. 8/11, óskað eftir styrk vegna starfseminnar á næsta ári.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 og býður einum þátttakanda starfsþjálfun.

2.1010160 - Beiðni um lítinn ""skatepark"" á skólalóðina í Salaskóla

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/11, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 14/10 sl. um beiðni um að setja upp skatepark á skólalóð Salaskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

3.1009212 - Umsókn kraftlyftingadeildar Breiðabliks um afnot gömlu stúkunnar á Kópavogsvelli undir starfsemi dei

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/11, umsögn um erindi kraftlyftingadeildar Breiðabliks um afnot af gömlu stúkunni á Kópavogsvelli. Lagt er til að heimilað verði að nota geymslurými í suðurenda nýju stúkunnar við Kópavogsvöll fyrir umbeðna lyftingaaðstöðu.

 

Bæjarráð felst á fyrir sitt leyti að kraftlyftingadeild Breiðabliks deili aðstöðu í nýju stúkunni í samkomulagi við frjálsíþróttadeild Breiðabliks, með þeim fyrirvara að breytingar leiði ekki til kostnaðar fyrir Kópavogsbæ.

4.1005121 - Merkingar á menningarstofnunum á Borgarholtinu.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/11, niðurstöður könnunar á kostnaði við merkingar á menningarstofnunum á Borgarholtinu. Þar eð kostnaður rúmast ekki innan áætlunar vegna eignasjóðs er lagt til að tillögunni verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.902203 - Aðstaða mötuneytis í Snælandsskóla

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/11, kostnaðarumsögn varðandi breytingar á aðstöðu mötuneytisins í Snælandsskóla.

Lagt fram.

6.1009050 - Hlíðarvegur 29. Iðnaður/atvinnustarfsemi í íbúahverfi og tilheyrandi hljóðmengun

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, lagt fram erindi Jeffrey Cosser, dags. 12/11, ásamt umsögn dags. 16/11.

Lögð fram umsögn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, þar sem fram kemur að málið er afgreitt.

7.1010310 - Bæjarráð óskar eftir greinargerð íþróttadeildar um ástæðu þess að ekki var tekið tillit til leiðaráæ

Frá íþróttafulltrúa, dags. 16/11, lögð fram skrifleg svör frá íþróttafélögum í bænum varðandi æfingatíma.

Bæjarráð ítrekar nauðsyn þess að æfingatímar barna- og ungmenna taki mið af leiðaráætlun Strætó.

8.1011228 - Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 9/11, uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009.

Þar sem ríkið hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar óskar bæjarráð eftir því að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn SSH taki málið upp á sínum vettvangi.

9.1010107 - Fyrirspurn varðandi verðmun á akstri einkaaðla og eigin akstri Strætó

Frá Strætó bs., dags. 25/10, svar við fyrirspurn varðandi verðmun á akstri einkaaðla og eigin akstri Strætó.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

10.1010109 - Fyrirspurn varðandi notkun lítilla vagna inn í hverfum Kópavogs

Frá Strætó bs., dags. 25/10, svar við fyrirspurn varðandi notkun lítilla vagna inn í hverfum Kópavogs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

11.1010111 - Fyrirspurn varðandi nýafstaðið útboð Strætó

Frá Strætó bs., dags. 25/10, svar við fyrirspurn varðandi nýafstaðið útboð Strætó.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

12.1010124 - Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna vegna kaupa á nýjum vögnum

Frá Strætó bs., dags. 25/10, svar við fyrirspurn varðandi kaup á nýjum vögnum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

13.1010125 - Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna kostnað við aksturstengingar við Mjódd úr Vatnsendahverfinu

Frá Strætó bs., dags. 25/10, svar við fyrirspurn um kostnað við aksturstengingar við Mjódd úr Vatnsendahverfinu.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

14.1010164 - Neytendasamtökin

Frá Neytendasamtökunum, dags. 15/11, óskað eftir stuðningi á næsta ári að upphæð 539.568 kr.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.1011268 - Varðandi frárennslislagnir að hesthúsinu við Heimsenda 4

Frá KE lögmannsstofu, dags. 11/11, varðandi frárennslislagnir að hesthúsinu við Heimsenda 4.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

16.1011293 - Kvennaráðgjöfin, styrkbeiðni

Frá Kvennaráðgjöfinni, dags. 12/11, styrkbeiðni að upphæð 500.000 kr. fyrir rekstrarárið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu félagsmálastjóra.

17.1011289 - Gjaldskrá. Lóðagjöld. Tillaga um breytingar á lágmarksgatnagerðargjaldi.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/11, tillaga um breytingar á lágmarksgatnagerðargjaldi. Lagt er til að við álagningu gatnagerðargjalda við úthlutun lóða verði miðað við 70% af leyfðum fermetrafjölda á lóð í stað 80% eins og nú er gert. Þetta verði lágmarksgatnagerðargjöld og ekki verði endurgreitt ef minna er byggt. Ef byggt er stærra komi til viðbótarálagningar samkvæmt gjaldskrá fyrir hvern fermeter umfram 70%.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Gunnar Ingi Birgisson sat hjá við afgreiðslu málsins.

18.1011225 - Rekstrarstyrkur við Sjónarhól - ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir

Frá Sjónarhóli, dags. 8/11, styrkbeiðni fyrir starfsemina.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

19.1011224 - Beiðni um styrk til mæðrastyrksnefndar Kópavogs

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. í nóvember, styrkbeiðni vegna starfsemi nefndarinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

20.1011203 - Fyrirspurn hvort bærinn styrki sjöunda bekk í Smáraskóla vegna ferðar til Reykja

Frá foreldri barns í 7. bekk Smáraskóla, dags. 3/11, fyrirspurn hvort bærinn myndi gera samning við börnin um að tína rusl í fjáröflunarskyni vegna Reykjaferðar á næsta ári.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

21.1011291 - Kópavogstún 10 og 12. Lóðaskil

Frá Matthíasi Sveinssyni og Jóni Þór Hjaltasyni f.h. Kópavogstúns ehf., dags. 15/11, lóðunum að Kópavogstúni 10 og 12 skilað inn.

Lagt fram.

22.1011272 - Arakór 9. Óskað eftir að skila inn lóð

Frá Matthildi Baldursdóttir og Reinhard Valgarðssyni, dags. 11/11, lóðinni að Arakór 9 skilað inn.

Lagt fram.

23.1011271 - Markavegur 7, Kjóavellir. Lóð skilað

Frá Pétri Kristinssyni, Guðna Jónssyni, Valdimar Harðarsyni og Haraldi Dungal, lóðinni að Markarvegi 7 skilað inn.

Lagt fram.

24.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Kosningar.

25.1011290 - Fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2011 og greinargerð

Frá Strætó bs., fjárhagsáætlun fyrir 2011 og skipting heildarframlags milli eigenda.

Bæjarráð vísar áætluninni til framkvæmdaráðs til umsagnar.

26.1011227 - Skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna um samspil samkeppnisstefnu og umhverfisstefnu

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 9/11, skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna um samspil samkeppnisstefnu og umhverfisstefnu

Lagt fram.

27.1011292 - Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 12/11, ársskýsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2009.

Lögð fram.

28.1011049 - Yfirlýsing vegna veðbandslausna

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, umsögn um erindi Leigugarða ehf. um lóðirnar Þorrasali 1-3 og 5-7.

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra að gefa út yfirlýsingu Leigugarða ehf. þess efnis að við útgáfu fokheldisvottorðs á fasteigninni Þorrasalir 1-3, þá muni Kópavogsbær aflétta veði sínu af íbúðum með fastanúmer (mhl) 2321613 (010501), 2321614 (010502), 2321615 (010503), 2321616 (010504), 2321617 (010505),  2321618 (010506), 2321619 (010507)  sem standa á lóðinni.

29.1011304 - Tillaga vegna upplýsinga frá SSH

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Í ljósi þess að vinna við fjárhagsáætlun stendur nú yfir óskar bæjarráð Kópavogs eftir því við framkvæmdastjóra SSH að fá upplýsingar í samræmi við samþykkt aðalfundar SSH frá 2009 (fundargerð aðalfundar liður 7 frá 2009) sem vísað var til stjórnar um þjónustu , styrki eða aðrar greiðslur til íbúa umfram það sem lög kveða á um.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

30.1011306 - Aksturstenging við Mjódd

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður hefur gert óformlega könnun á kostnaði við aksturstengingu Strætó úr Hvörfum við Mjódd 5 daga vikunnar 4 tíma á dag. Samkvæmt þeirri könnun nemur kostnaður 5,5-6 milljónum króna á ári.

Gunnar Ingi Birgisson""

31.1011307 - Vatnsverndarmál

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi færslu á vatnsverndarmörkum að ósk Kópavogsbæjar og beinir því til bæjarstjóra og stjórnar SSH að hraða afgreiðslu málsins.

Gunnar Ingi Birgisson""

32.1011308 - Aðgangur að fjármálastjóra

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður óskar eftir aðgangi að fjármála- og hagsýslustjóra bæjarins, þar sem ég mun leggja fram eigin tillögu að fjárhagsáætlun 2011.

Gunnar Ingi Birgisson""

33.1007118 - Skráning gamalla húsa.

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum að óska eftir styrk frá Húsafriðunarnefnd vegna byggða- og húsakönnunar.

Bæjarráð styður umsókn til Húsafriðunarnefndar.

34.1011015 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 16/11

fskj. 10/2010

Bæjarráð staðfestir sérafgreiðslur byggingarfulltrúa.

35.1011013 - Félagsmálaráð 16/11

1295. fundur

36.1011012 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 15/11

6. fundur

37.1011236 - Drög að starfslýsingum vegna yfirfærslu málefna fatlaðra

Bæjarráð frestar afgreiðslu starfslýsinga.

38.1011018 - Íþrótta- og tómstundaráð 15/11

260. fundur

39.1011011 - Íþrótta- og tómstundaráð 17/11

261. fundur

40.1011007 - Jafnréttisnefnd 10/11

297. fundur

41.1011010 - Leikskólanefnd 16/11

13. fundur

42.1011017 - Lista- og menningarráð 16/11

367. fundur

43.1010031 - Skipulagsnefnd 16/11

1184. fundur

44.903151 - Kársnesbraut 78-84, Vesturvör 7 og göng undir Vesturvör að bryggjuhverfi, deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir uppdrátt breytt 11. október 2010 og vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir uppdráttinn.

45.1008207 - Öldusalir 1, lóðarstækkun

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Athygli bæjarráðs er vakin á að ganga þarf frá yfirtökugjöldum.

Bæjarráð samþykkir erindið. Guðríður Arnardóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

46.1009237 - Hlynsalir 14, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

47.1008180 - Fornahvarf 3, sólskáli

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

48.1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulags- og umhverfissviðs að gjaldskrá vegna skipulagsmála og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá.

49.1011016 - Byggingarnefnd 16/11

1321. fundur

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

50.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði, breytt deiliskipulag.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður bendir á að formaður bæjarráðs stöðvaði umræðu um þennan dagskrárlið í fundargerð skipulagsnefndar á þeirri forsendu að hann væri ekki til afgreiðslu í bæjarráði. Ég mótmæli þeim vinnubrögðum enda eðlilegt að ræða alla liði fundargerða, sem eru til umræðu í bæjarráði.

Gunnar Ingi Birgisson"

51.1011005 - Skólanefnd 11/11

20. fundur

 

52.1011014 - Skólanefnd 15/11

21. fundur

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður bendir á að skólanefnd fundar með fjögurra daga millibili og spyr hvort nefndin sé í akkorði að halda fundi.

Gunnar Ingi Birgisson"

53.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 1/11

278. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

54.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 5/11

279. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

55.1011261 - Rekstraráætlun Sorpu ehf. vegna ársins 2011

Frá Sorpu bs., dags. 5/11, óskað eftir staðfestingu á ákvörðun stjórnar að leggja niður endurvinnslustöðina á Kjalarnesi.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

56.1001157 - Stjórn Strætó bs. 8/11

149. fundur

57.1011009 - Umhverfisráð 15/11

496. fundur

58.1011169 - Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og umhverfissviðs 2011

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir 2011, sem samþykkt var á fundi umhverfisráðs 15/11.

Lagt fram.

59.1009020 - Frá EFS. Niðurstaða ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2010

Frá bæjarstjóra, varðandi fund bæjarráðs með EFS

Lagt fram.

60.1009264 - Tillaga um skipan starfshóps um endurskoðun samninga við íþrótta- og tómstundafélög

Fra bæjarstjóra, greinargerð starfshóps um endurskoðun samninga við íþrótta- og tómstundafélög.

Bæjarráð felur ÍTK og starfsmönnum tómstunda- og menningarsviðs að hefja viðræður við íþróttafélög bæjarins um endurskoðun samninga.

61.1011294 - Samstarfssamningur milli Landsbankans og Kópavogsbæjar um skuldabréfaútboð í nóvember 2010

Frá bæjarstjóra, samstarfssamningur við Landsbankann lagður fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

62.912645 - Fjárhagsáætlun 2010

Frá bæjarstjóra, útkomuspá 2010.

Bæjarstjóri lagði fram útkomuspá 2010.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"I.   Undirritaður óskar eftir upplýsingum um leiðréttan íbúafjölda frá Hagstofu 1/11 2010.

II.  Undirritaður óskar eftir 10 mánaða uppgjöri á aðalsjóði sem allra fyrst.

III. Undirritaður óskar eftir upplýsingum um hvernig 6 m.kr. króna endurfjármögnun með skuldabréfaútgáfu verður ráðstafað.  Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson"

63.1011218 - Reglur um ráðningar hjá Kópavogsbæ-drög

Frá bæjarritara, drög að reglum um ráðningar hjá Kópavogsbæ, sem frestað var í bæjarráði 11/11 sl.

Bæjarráð samþykkir reglur um ráðningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.