Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 20.5.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Faxahvarfs 10. Í breytingunni felst að byggja þak yfir geymsluport þannig að þak íbúðarhúss verði framlengt yfir núverandi geymsluport sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1, 3, 12, Fákahvarfs 9, 11 og 13. Kynningu lauk 29. ágúst 2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.