Bæjarráð

2574. fundur 16. desember 2010 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.909258 - Framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi.

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 6/12, óskað eftir kr. 10.000.000,- styrk á næsta ári, til viðbótar við gildandi rekstrarsamning.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

2.1012046 - Vogatunga 97. Mál nr. 18/2010 hjá kærunefnd húsamála

Frá bæjarlögmanni, dags. 15/12, lagt fram afrit af svarbréfi til kærunefndar í málinu, sem bæjarráð vísaði til hans til umsagnar þann 9/12 sl.

Lagt fram.

3.1012157 - Gæðahandbók

Frá starfandi gæðastjóra, dags. 15/12, greinargerð varðandi uppfærslu gæðahandbókar Kópavogs.

Lagt fram.

4.1011015 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13), eignarnámsferli. Beiðni um rökstuðning

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 14/12, umsögn um Vbl. 102, nú Ennishvarf 13, varðandi hæfi bæjarfulltrúa til að fjalla um málið.

Guðríður Arnardóttir vék af fundi undir þessum lið. Hjálmar Hjálmarsson tók við stjórn fundarins.

 

Bæjarráð telur með vísan til fyrirliggjandi umsagnar að Gunnar Ingi Birgisson sé ekki vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins.

 

Gunnar Ingi Birgisson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

5.903192 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13).

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 7/12, umsögn um erindi vegna Vbl. 102, nú Ennishvarf 13, sbr. minnisblað um málið frá 28/5 sl.

Guðríður Arnardóttir vék af fundi undir þessum lið. Hjálmar Hjálmarsson tók við stjórn fundarins.

 

Bæjarráð hafnar ósk um þátttöku bæjarins í málskostnaði aðila á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar.

6.1011268 - Varðandi frárennslislagnir að hesthúsi við Heimsenda 4.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 15/12, tillaga að svari við ósk um rökstuðning ákvörðunar bæjarráðs varðandi frárennslislagnir að Heimsenda 4.

Bæjarráð samþykkir tillögu að rökstuðningi.

 

Gunnar Ingi Birgisson sat hjá við afgreiðslu málsins.

7.1011075 - Varðandi viðhald leikskólans Furugrundar og viðmið um rými barna

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 13/12, umsögn vegna erindis um fækkun barna í leikskólanum Furugrund.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum en einn greiddi atkvæði á móti. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

8.1004337 - DÍK. Styrkbeiðni fyrir nýju parketgólfi í danssal

Frá íþróttafulltrúa, dags. 15/12, umsögn um erindi Dansíþróttafélags Kópavogs varðandi hugsanlegt nýtt parketgólf á danssal í Auðbrekku 17.

Lagt fram.

9.1008226 - Dagvistarrými á vegum Hrafnistu

Frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 7/12, synjun á leyfisumsókn Kópavogs um að fjölga dagvistarrýmum.

Bæjarráð harmar ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins og bendir á að brýn þörf er fyrir dagvistarrýmum í Kópavogi.  Bæjarráð bendir jafnframt á að hjúkrunarrými í Kópavogi eru hlutfallslega færri en í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og brýnna úrbóta þörf.

10.1012152 - Úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 10/12, áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011.

Lagt fram.

11.1006038 - Umferðarmál í Lindahverfi

Frá skólaráði Lindaskóla, dags. 8/12, ítrekun á nauðsyn þess að bæta lýsingu á gatnamótum Hlíðardalsvegar og Galtalindar, eins og bæjarráð samþykkti á fundi sínum 3/6 sl.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

12.1011353 - Gjaldskrá vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og hundahalds

Frá bæjarritara, tillaga heilbrigðiseftirlits að gjaldskrá vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og hundahalds.

Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1012106 - Ályktun Barnaheilla 2010

Frá Barnaheill, dags. 8/12, ábending til sveitarfélaga um að skerða ekki þjónustu á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.

Lagt fram.

14.1012159 - Leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi

Frá Breiðabliki, dags. 13/12, óskað leyfis til að hafa áramótabrennu félagsins í Smárahvammi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

15.1004198 - Listar yfir skipulagsfulltrúa, þá sem sinna skipulagsgerð og byggingarfulltrúa

Frá Skipulagsstofnun, dags. 10/12, listi yfir skipulagsfulltrúa, þá sem sinna skipulagsgerð og byggingarfulltrúa.

Lagt fram.

16.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Fjárhagsáætlun 2011 - síðari umræða.

III. Tillaga Gunnars Inga Birgissonar að fjárhagsáætlun 2011.

17.1012169 - Hæfi bæjarfulltrúa

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir áliti bæjarritara á hæfi bæjarfulltrúa, sem jafnframt eru starfsmenn bæjarins, til að taka þátt í afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

18.1012007 - Fyrirspurn um útboð

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður spyr í þriðja sinn þeirrar einföldu spurningar hvort verðkönnun eða útboð hafi farið fram vegna vinnu ráðgjafafyrirtækis, sem hefur verið falið að vinna að tillögum að skipulagsbreytingum í stjórnsýslu bæjarins. Ef svo er er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fyrirtækja var leitað og hverjar niðurstöður verðkönnunar eða útboðs voru.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir málinu og boðaði skriflegt svar á næsta fundi.

19.1005149 - Fundargerðir stjórnar Héraðsskjalasafns 2010

Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir að tillaga hans frá fundi bæjarráðs 2/12 um að fela Stjórn Héraðsskjalasafns að endurskoða alla kostnaðarliði og ræða meðal annars við leigusala um endurskoðun leigusamnings, verði tekin til afgreiðslu á fundinum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

20.1011366 - Fyrirspurn um söguritun

Gunnar Ingi Birgisson ítrekar fyrri fyrirspurn um söguritun Kópavogs frá síðasta fundi.

21.1012170 - Fyrirspurn um tekjur af samningum við Nautulus

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um tekjur Kópavogsbæjar af samningum við Nautilus í sundlaugum Kópavogs.

Hjálmar Hjálmarsson"

22.1001157 - Stjórn Strætó bs. 10/12

151. fundur

Bæjarráð frestar afgreiðslu fundargerðarinnar til næsta fundar.

23.1011028 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 14/12

fskj. 11/2010

Bæjarráð staðfestir sérafgreiðslur byggingarfulltrúa.

24.1012010 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 13/12

10. fundur

Lagt fram.

25.1011030 - Hafnarstjórn 2/12

70. fundur

Lagt fram.

26.1011027 - Skipulagsnefnd 13/12

1185. fundur

Lagt fram.

27.1006315 - Björtusalir 17, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

28.1012004 - Skólanefnd 13/12

22. fundur

 

29.1011137 - Beiðni um endurskoðun reglna um fjölda tölva í grunnskólum Kópavogs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvaða kennslufræðilegar forsendur liggja að baki þessari ósk?

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

30.1011135 - Loftnet á grunnskóla

Skólanefnd beinir því til bæjarráðs að samningar vegna dreifikerfa farsíma séu endurskoðaðir sem og loftnet á stofnunum bæjarins og taki tillit til heilsuverndarsjónarmiða, ekki síst barna, í ákvörðun sinni. Slíkt væri til samræmis við markmið umhverfisstefnu Kópavogs.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

31.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 13/12

68. fundur

Lagt fram.

32.1001153 - Stjórn SSH 13/12

357. fundur

Lagt fram.

33.1012007 - Byggingarnefnd 14/12

1322. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

34.1012100 - Fyrirspurn um heimasíðu

Frá bæjarstjóra, dags. 14/12, svar frá forstöðumanni almannatengsla við fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar varðandi heimasíðu Kópavogs.

Lagt fram.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Mér finnst ótrúlegur hroki í svari forstöðumanns almannatengsla.

Gunnar Ingi Birgisson"

35.1002171 - Fyrirspurn varðandi bókun á stjórnarfundi Sambands ísl. sveitarfélaga

Frá bæjarstjóra, dags. 14/12, svar formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar frá 25/11 sl. varðandi undirritun samninga.

Lagt fram.

36.1012151 - Tillögur að gjaldskrárhækkunum hjá Félagsþjónustunni

Frá bæjarritara, dags. 14/12, tillaga félagsþjónustunnar að gjaldskrárhækkunum.

Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.

37.1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála

Frá bæjarritara, dags. 15/12, tillaga að gjaldskrárbreytingu skipulags- og umhverfissviðs.

Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.

38.1012162 - Gjaldskrár menningarstofnana 2011

Frá bæjarritara, dags. 15/12, lagðar fram tillögur að gjaldskrám menningarstofnana.

Bæjarráð vísar tillögum að gjaldskrám til afgreiðslu bæjarstjórnar.

39.1012163 - Gjaldskrá Dægradvala

Frá bæjarritara, dags. 15/12, lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Dægradvalir.

Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.

40.1012164 - Gjaldskrá leikskóla

Frá bæjarritara, dags. 16/12, tillaga að gjaldskrá leikskóla.

Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.

41.1012062 - Breytingar á gjaldskrám Kórsins og Fífunnar.

Frá bæjarritara, lögð fram tillaga að breyttum gjaldskrám Kórsins og Fífunnar.

Bæjarráð vísar tillögum að gjaldskrám til afgreiðslu bæjarstjórnar.

42.1012165 - Gjaldskrá sundlauga Kópavogs

Frá bæjarritara, lögð fram breytt gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs.

Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.