Bæjarráð

2779. fundur 18. júní 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Sigurjón Jónsson vara áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1504406 - Álalind 4-8. Úthlutun

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. maí, lagt til að Nordic Holding ehf. verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 4-8.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og einni hjásetu að leggja til við bæjarstjórn að Nordic Holding ehf. verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 4-8.

2.1406406 - Sumarleyfi bæjarstjórnar

Frá bæjarstjóra, tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar. Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar er lagt til að reglulegir fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst.
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykkta Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.
Fundir bæjarráðs verði 2. og 4. fimmtudag í júlí og ágúst.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 12. júní 2015.

221. fundur stjórnar Strætó í 9. liðum.
Lagt fram.

4.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 12. júní 2015.

351. fundur stjórnar Sorpu í 5. liðum.
Lagt fram.

5.1410308 - Hlíðarvegur 43 og 45. Grenndarkynning.

Lögð fram að nýju tillaga KRark f.h. lóðarhafa dags. 31.5.2015 að nýjum íbúðarhúsum við Hlíðarveg 43 og 45. Á fundi skipulagsnefndar 1.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 41: Hrauntungu 60, 62, 64 og 66. Lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Hlíðarvegar 41; Hrauntungu 60, 62, 64 og 66 (lóðarhafar sem fengu grenndarkynningu senda) dags. 9.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Stefáns Þ. Ingólfssonar, arkitekts, dags. 13.2.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 4. Á fundi skipulagsnefndar 20.4.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu skipulagsstjóra fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9; Hafraþings 5, 6, 8, 7, 8, 9, 10, 11, 12. Kynningu lauk 11. júní 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1503043 - Digranesvegur 18. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Apparat teiknistofu f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta eign nr. 0102 úr tannlæknastofu í íbúð. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 1, 16, 16a, 18a og 20. Kynningu lauk 11. júní 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1506001 - Skipulagsnefnd, dags.15.júní 2015.

1261. fundur skipulagsnefnar í 18 liðum.
Lagt fram.

9.1505021 - Lista- og menningarráð, dags. 11. júní 2015.

44. fundur lista- og menningarráðs í 1. lið.
Lagt fram.

10.1506009 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 11. júní 2015.

31. fundur forvarna- og frístundanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

11.1504003 - Barnaverndarnefnd, dags. 16. apríl 2015.

45. fundur barnaverndarnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

12.15062164 - Húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, dags. 16. júní, minnisblað um húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar.
Lagt til að bæjarstjórn heimili bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á 3.489 fermetrum í Nýja Norðurturninum við Smáralind. Þá heimilar bæjarstjórn að skuldabréfaflokkur Kópavogsbæjar, KOP 15-1 sem er opinn verði stækkaður um 1.500.000.000 kr. að nafnvirði. Flokkurinn er til 25 ára, með 4 gjalddaga á ári.
Tillagan verði samþykkt með fyrirvara um að endanlegur kaupsamningur verði lagður fyrir bæjarráð til samþykkis.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1503062 - Álalind 2 og 4-8, umsókn um lóð.

Frá lögfræðingi lögfræðideildar, dags. 15. júní, minnisblað um athugasemdir Dverghamra ehf. vegna mats á lóðarumsókn. Niðurstaða minnisblaðsins er sú að ekki eru skilyrði til að fallast á kröfur Dverghamra ehf. um að félagið fái lóðinni Álalind 4-8 úthlutaðri.
Bæjarráð samþykkir að hafna erindi Dverghamra ehf. í samræmi við niðurstöðu minnisblaðs lögfræðideildar.

14.15062123 - Faldarhvarf, úthlutun lóða.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. júní, óskað heimildar til þess að auglýsa lóðir til úthlutunar skv. samþykktu deiliskipulagi. Um er að ræða 11 íbúðir í þremur raðhúsum og 4 íbúðir í tveimur parhúsum. Gatan hefur fengið heitið Faldarhvarf.
Óskað er eftir heimild til að auglýsa raðhúslóðirnar lausar til úthlutunar, en parhúsin eru í eigu annars aðila.
Lóðagjöld verði skv. samþykktri gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir að heimila auglýsingu lóðanna til úthlutunar með fjórum atkvæðum og einni hjásetu. Ólafur Þór Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu.

15.1501300 - Funahvarf 2 Vatnsendask. Íþróttah. Gerpla

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 15. júní, lögð fram niðurstaða í forvali við vali á verktökum sem óskuðu eftir að taka þátt í alútboði fyrir byggingu íþróttahúss við Vatnsendaskóla.
Lagt er til að eftirtöldum 5 verktökum verði gefinn kostur á að taka þátt í lokuðu alútboði: ÍAV ehf., Ístak hf., Spennt ehf., Jáverk ehf. og Baldur Jónsson ehf.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra framkvæmdadeildar um þátttakendur í forvali.

16.15062094 - Faldarhvarf gatnagerð og veitur 2015

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 15. júní, óskað heimildar til að semja við Grafa og grjót ehf. um gatnagerð og veitur við götuna Faldarhvarf.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra framkvæmdadeildar að leita samninga við Gröfu og grjót ehf. í samræmi við tillögu.

17.1503744 - Malbikun í Kópavogi og efnisútvegun 2015

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 15. júní, niðurstaða tilboða í malbik yfirlagna og nýlagna og malbikskaup. Lagt er til að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík ehf. um malbiks yfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2015. Lagt er til að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Höfða ehf. um malbikskaup fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra framkvæmdadeildar að leita samninga við Loftorku Reykjavík ehf. og Malbikunarstöðina Höfða ehf. í samræmi við niðurstöðu tilboða.

18.1304140 - Viðmið um fjölda barna í leikskólum. Hagsmunir barna, velferð og vellíðan.

Frá leikskólafulltrúa, dags. 4. júní, lögð fram bókun leikskólanefndar þar sem tillaga menntasviðs varðandi viðmið um fjölda barna í leikskólum Kópavogs var samþykkt og málinu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar um viðmið um fjölda barna í leikskólum bæjarins með fimm atkvæðum og vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar bókar:
"Mikilvægt er að aðstaða barna og starfsmanna í leikskólum Kópavogs verði eins og best verður á kosið og því eðlilegt að fækka börnum á deildum til að koma til móts við kröfur um hljóðvist og leikrými og stuðla þannig að bættri líðan barna og starfsmanna. Fjárhagslegur sparnaður Kópavogsbæjar vegna fækkunar rýma er áætlaður 200 milljónir á árunum 2015-2017. Undirritaður leggur til að 100 milljónum verði varið til að hraða nauðsynlegum umbótum í leikskólum Kópavogsbæjar og 100 milljónum verði varið til aukinna niðurgreiðslna til barnafólks sem er með börn sín hjá dagforeldrum, enda kemur biðtími foreldra með börn hjá dagforeldrum til með að lengjast vegna þessara aðgerða með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir foreldra."

Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi Vinstri grænna tekur undir bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar

19.15061886 - Líkamsræktarstöðvar 2015, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 9. júní, lögð fram beiðni um heimild til að bjóða út í opnu útboði það húsnæði sem notað er undir rekstur á líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni Versölum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins þann 11. júní sl.
Kópavogsbær gerði sátt, dags. 5. desember 2011, við Samkeppniseftirlitið í málinu nr. 3/2012 þar sem Kópavogsbær skuldbatt sig til þess að hlíta skilyrðum sáttarinnar í þeim tilgangi að eyða samkeppnishindrunum. Með sáttinni er Kópavogsbæ m.a. gert skylt að bjóða út þá húsnæðisaðstöðu þá sem bærinn hefur leigt undir líkamsræktaraðstöðu í tengslum við rekstur sundlauga bæjarins. Kópavogsbær hefur í tvígang áður boðið út nefnt húsnæði í þeim tilgangi að efna ákvæði sáttarinnar en án árangurs. Er nú í þriðja sinni lagt til að aðstaðan verði boðin út og nú að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram hafa komið í vinnu við lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.

Fundarhlé hófst kl. 9:16. Fundur hófst aftur kl. 9:20

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu að heimilað verði að fara í opið útboð á húsnæði sem notað er undir rekstur á líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni Versölum með framlögðum breytingum Ólafs Þórs Gunnarssonar. Pétur Hrafn Sigurðsson kaus gegn tillögunni.

Bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar
"Undirritaður telur það ekki þjóna hagsmunum Kópavgosbúa að bjóða út rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogsbæjar. Engin lagaskylda hvílir á Kópavogsbæ að bjóða út leigu á húsnæði bæjarins. Kópavogur hefur undanfarin 18 ár átt gott samstarf við núverandi rekstraraðila sem hefur boðið Kópavogsbúum upp á aðstöðu til líkamsræktar á viðráðanlegu verði og eðlilegt að gengið verði til áframhaldandi samninga við þann aðila."

Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins tekur undir bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Karen Halldórsdóttir tekur undir að núverandi rekstraraðilar hafi staðið sig vel, hins vegar sé Kópavogsbær skuldbundinn að sátt við Samkeppniseftirlitið frá nóvember 2012 um að bjóða húsnæðisaðstöðuna út.

20.1504688 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Styrkumsókn til greiðslu fasteignaskatts. Umsögn.

Frá bæjarritara, dags. 30. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 819.558,-. verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 819.558,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign félagsins.

21.1504636 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Styrkumsókn til greiðslu fasteignaskatts. Umsögn.

Frá bæjarritara, dags. 30. apríl, tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 819.558,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 819.558,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign félagsins.

Fundi slitið.