Bæjarráð

2812. fundur 10. mars 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður nefndar
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1603004 - Félagsmálaráð, dags. 7. mars 2016.

1406. fundur félagsmálaráðs í 12. liðum.
Lagt fram.

2.1603736 - Kostnaður vegna húsnæðismála stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni.

1.
Hver er kostnaður Kópavogsbæjar vegna vinnu og ráðgjafar frá Mannvit hf. er tengdust hugmyndum um mögulegan flutning bæjarskrifstofanna og opinberaðist fyrst í bæjarráði 18. júní 2015?
a.
Hvenær fyrst var óskað eftir vinnu Mannvits vegna hugmynda að flutningi bæjarskrifstofanna og hver bað um hana?
b.
Hversu oft var skýrsla frá Mannviti uppfærð? Óskað ef eftir dagsetningum á uppfærslum og hverju var breytt eða bætt við.
c.
Annar kostnaður?

2.
Hver er kostnaður Kópavogsbæjar vegna vinnu og ráðgjafar frá Capacent er tengdust hugmyndum um mögulegan flutning bæjarskrifstofanna og opinberaðist fyrst í bæjarráði 18. júní 2015? Sundurliðun kostnaðar óskast.
a.
Vegna ráðgjafar og funda?
b.
Vegna vinnu vegna rýnifundar íbúa, þ.e. undirbúningur, framkvæmd og úrvinnsla?
c.
Annar kostnaður?

3.
Hver er kostnaður vegna vinnu Starfshóps um húsnæði stjórnsýslunnar?
a.
Laun bæjarfulltrúa vegna funda/vinnu í starfshópnum?
b.
Laun/kostnað vegna vinnu embættismanna bæjarins fyrir Starfshópinn?
c.
Kostnað vegna annarrar vinnu eða ráðgjafar sem Starfshópurinn óskaði eftir?
d.
Annar kostnaður?

4.
Fjölda funda sem bæjarstjóri og formaður bæjarráðs og eða embættismenn á þeirra vegum áttu við verkfræðistofuna Mannvit og Capasent og aðra í ferlinu og kostnað vegna þeirra, þ.m.t. laun embættismanna? Sundurliðun óskast.

5.
Hver er kostnaður Kópavogsbæjar vegna borgarafundar í Salnum?

6.
Hver er kostnaður Kópavogsbæjar vegna auglýsinga í tengslum við ferlið?

7.
Hver er kostnaður (áætlaður) vegna vinnu starfsfólks í tengslum við ferlið, á skipulagssviði og á öðrum sviðum ef þar hefur fallið á kostnaður?

8.
Annar kosntaður er kann að hafa fallið á bæjarsjóð en er ekki getið eða spurt um hér að ofan?

Óskað er eftir skriflegu svari.

Kristinn Dagur Gissurarson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Nú eru rúmar 3 vikur frá samþykkt bæjarstjórnar um endurbætur bæjarskrifstofa Kópavogs. Fyrir liggja teikningar og kostnaðarmat vegna þeirra. Það er óboðlegt að húsnæðið sé vanrækt með þessum hætti og starfsfólki ekki bjóðandi. Hvers vegna hafa endurbætur húsnæðisins ekki enn verið boðnar út?
Kristinn Dagur Gissurarson"

3.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Lögð fram drög af samkomulagi um stækkun hjúkrunarheimilis við Boðaþing milli Velferðarráðuneytisins og Kópavogsbæjar. Samkomulagið kveður á um skiptingu kostnaðar þannig að Velferðarráðuneytið greiði 85% á móti 15% hlutdeild Kópavogsbærjar, samkvæmt staðfestingu frá ráðuneytinu.
Lagt fram.

4.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 7. mars 2016.

427. fundur stjórnar SSH í 8. liðum.
Lagt fram.

5.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 4. mars 2016.

359. fundur stjórnar Sorpu í 6. liðum.
Lagt fram.

6.16011141 - Uppgjör vegna reksturs og framkvæmda á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins 2015.

Frá sviðsstjóra ÍTR, dags. 1. mars, lagt fram uppgjör vegna reksturs og framkvæmda á skíðasvæðum 2015.
Lagt fram.

7.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 1. mars 2016.

350. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

8.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. febrúar 2016.

836. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 51. lið.
Lagt fram.

9.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. janúar 2016.

835. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 40. liðum.
Lagt fram.

10.1602023 - Lista- og menningarráð, dags. 7. mars 2016.

56. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

11.1602011 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 2. mars 2016.

44. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

12.1506124 - Starfshópur um framtíðarskipulag knattspyrnumála í Kópavogi.

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 4. mars, lögð fram niðurstaða starfshóps um framtíðarskipulag knattspyrnumála í Kópavogi. Íþróttaráð samþykkti tillögu starfshópsins um úthlutun aðstöðu undir knattspyrnu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu íþróttaráðs með fimm atkvæðum.

13.1602021 - Íþróttaráð, dags. 3. mars 2016.

57. fundur íþróttaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

14.1603557 - Baugakór 13, heimagisting. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 7. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Elsu Jóhannsdóttur, kt. 050480-5429, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, að Baugakór 13, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 og umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

15.1603001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 3. mars 2016.

182. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Lagt fram.

16.1603646 - Styrkbeiðni v. vitundarvakningar um geðsjúkdóma.

Lagt fram erindi um styrk vegna fyrirlestra um geðhvörf fyrir 10. bekki í grunnskólum Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

17.1603333 - XXX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. mars, lögð fram boðun á XXX. landsþing sambandsins sem haldið verður á Grand Hótel þann 8. apríl nk.
Lagt fram.

18.1603632 - Frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), beiðni um umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 7. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

19.1603331 - Tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 2. mars, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna (þingmannamál), 275. mál.
Lagt fram.

20.1603353 - Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 2. mars, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili (þingmannamál), 32. mál.
Lagt fram.

21.1603257 - Stjórnsýslukæra Dverghamra vegna synjunar um aðgang að upplýsingum.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 29. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um stjórnsýslukæru Dverghamars ehf. vegna synjunar um aðgang að upplýsingum að því er varðar úthlutun lóðarinnar Álalind 4-8.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

22.1603258 - Stjórnsýslukæra Dverghamra vegna úthlutunar Álalind 4-8.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 29. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um stjórnsýslukæru Dverghamars ehf. vegna úthlutun lóðarinnar Álalind 4-8.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

23.1511228 - Skógræktarfélagið, samstarfssamningur 2016.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 3. mars, lagður fram til samþykktar samstarfssamningur við Skógræktarfélag Kópavogs um áframhaldandi samstarf um skógrækt í Kópavogi ásamt minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan samstarfssamning.

24.1411347 - Kópavogsbraut 9, niðurrif.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til niðurrifs Kópavogsbrautar 9, sem er í eigu Kópavogsbæjar. Með niðurrifi er rýmt fyrir nýju deiliskipulagi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum niðurrif á Kópavogsbraut 9.

25.1603501 - Víkurhvarf 1, Sparkhöllin. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 7. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Grafarholts ehf., kt. 560996-2259, um nýtt rekstrarleyfi fyrir krá/samkomusal í flokki II, á staðnum Sparkhöllin, að Víkurhvarfi 1, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

Fundi slitið.