Frá lögfræðideild, dags. 1. október, lagt fram bréf Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 19. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gylfaflatar ehf., kt. 500205-0750, Fagraþingi 4, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka gistingu í íbúð í flokki II, á staðnum Fagraþingi 4, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi samkvæmt gildandi skipulagi. Hins vegar er að finna í ákvæði 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 090/2013 heimild fyrir minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins.