Bæjarráð

3192. fundur 31. október 2024 kl. 08:15 - 11:14 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24102108 - Fjárhagsáætlun 2025

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa fjárhagsáætlun ársins 2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundarhlé hófst kl. 9:26, fundi fram haldið kl. 11:10

Bókun:
"Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á að leggja tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn ekki síðar en 1. nóvember en enginn bæjarstjórnarfundur er á dagskrá fyrr en 12. nóvember.  Samkvæmt lögunum á bæjarráð í heild sinni  að semja drög að fjárhagsáætlun.  Minnihlutanum hefur enginn kostur verið gefinn á umræðu um forsendur og forgangsröðun í fjárhagsáætlun, hvað þá að koma á framfæri áherslum og athugasemdum.  Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði fengu alls engar upplýsingar um undirbúning eða forsendur.  Rekstrarkostnaður bæjarsjóðs í frumvarpinu er óbreyttur frá þessu ári.  Þó liggur fyrir að  útgjöld til allra málaflokka hafa hækkað á bilinu frá 4% í 28%.  Hvernig niðurstöðutölur eru fengnar vekur spurningar.  Undirritaðar fordæma að fulltrúum nærfellt helmings kjósenda í Kópavogi sé haldið frá því að sinna skyldu sinni. Í því ljósi kemur ekki annað til álita en að greiða atkvæði gegn fjárhagsáætlun ársins 2025 eins og hún er lögð fyrir."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir


Bókun:
"Skv. 62 grein sveitarstjórnarlaga skal bæjarráð leggja fram tillögu um fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Bæjarstjórn skal fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili. Að lokinni umræðu sveitarstjórnar skal afgreiða þær, þó ekki síðar en 15. desember.

Varðandi almennan rekstrarkostnaðar þá liggur munurinn í að hlutdeildarfélög eru ekki kominn inn í fjárhagsáætlun á árinu 2025 þar sem áætlanir bárust of seint.

Í upphafi kjörtímabilsins sagði minnihlutinn sig frá sameiginlegri fjárhagsáætlunarvinnu. Frá þeim tíma hefur engin ósk borist frá minnihlutanum um að taka aftur þátt í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson


Bókun:
"Bæjarráð á samkvæmt lögum og bæjarmálasamþykkt að leggja fram til bæjarstjórnar tillögu að fjárhagsáætlun og fylgja henni eftir á fundi bæjarstjórnar eigi síðar en 1. nóvember. Sú tillaga á að vera unnin af bæjarráðinu í heild. Það lýsir skýrt afstöðu núverandi meirihluta að engin umræða hefur átt sér stað innan bæjarráðs og ekki getur verið skýrara en í þessu máli að réttur minnihlutans til áhrifa er að engu virtur. Það er á ábyrgð bæjarstjóra að tryggja undirbúning mála þannig að Kópavogsbær standi undir skyldum sínum lögum samkvæmt þar með skyldunni til að gefa öllum fulltrúum í bæjarráði tækifæri til að koma að sjónarmiðum og tillögum við undirbúning fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóri hefði átt að leggja fyrir bæjarráð tillögur um verklag og dagsetningar við undirbúning fjárhagsáætlunar til að gefa færi á rökræðu um forgangsröðun á vel skipulögðum bæjarráðsfundum.

Við blasir að tillaga meirihlutans er frá hans sjónarhóli tillaga bæjarráðs án umræðu eða undirbúnings. Við afgreiðslu fyrstu fjárhagsáætlunar þessa meirihluta var sú skýring gefin á samráðsleysi við minnihlutann, að ekki hefði gefist tími til þess en úr yrði bætt á næsta ári. Það gerðist ekki í fyrra og nú tekur steininn úr. Minnihlutinn fær engar upplýsingar fyrr en allt er komið á eindaga og sá dagur upp runninn sem ræða á málið í bæjarstjórn. Engar forsendur eru til þess að bæjarráð í heild geti afgreitt málið frá sér."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir


Bókun:
"Skv. 62 grein sveitarstjórnarlaga stendur orðrétt: „Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um fjárhagsáætlun skv. 1. mgr. fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skal fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili. Að lokinni umræðu sveitarstjórnar skal afgreiða þær, þó ekki síðar en 15. desember.“

Afgreiðsla á fárhagsáætlun er í samræmi við tímalínu annarra sveitarfélaga enda verið að fylgja ákvæðum sveitarstjórnarlaga."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson


Bókun:
"Bæjarstjórn er fjölskipað stjórnvald sem verður að eiga umræður og afgreiða mál á formlegum fundum. Það er skylda bæjarráðsins að sjá til þess að bæjarstjórn geti rætt tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Bæjarráð, sem fær mál ekki til umræðu fyrr en á eindaga, getur ekki sent málið til bæjarstjórnar."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:45
  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24102110 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2026-2028.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa þriggja ára áætlun 2025-2027 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:57

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24102176 - Lækjabotnar skíðaskáli Ármanns - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.10.2024, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignagjalda. Lagt er til við bæjarráð að styrkur að upphæð kr. 1.731.335,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum sveitarfélagsins um styrkveitingar.
Frestað til næsta fundar.

Ýmis erindi

4.24101626 - Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2024

Frá Brú lífeyrissjóði, dags. 17.10.2024, lagt fram erindi varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fyrir árið 2025 verði óbreytt frá fyrra ári, eða 71%. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að tillögu að endurgreiðsluhlutfalli vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, deildarstjóri hagdeildar - mæting: 09:13

Ýmis erindi

5.24102111 - Bréf frá Eftirlitsnefnd vegna ársreiknings 2023

Frá Innviðaráðuneytinu, dags. 01.10.2024, lagt fram erindi vegna ársreiknings Kópavogsbæjar 2023.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 09:15

Ýmis erindi

6.24101944 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2025 til samþykktar

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 21.10.2024, lögð fram til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar, gjaldskrá fyrir árið 2025.
Frestað til næsta fundar.

Ýmis erindi

7.24101891 - Erindi til bæjarráðs frá fv. héraðsskjalaverði

Frá fyrrverandi héraðsskjalaverði, dags. 30.09.2024, lagt fram erindi til bæjarráðs.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

8.2410015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 404. fundur frá 18.10.2024

Fundargerð í sex liðum.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

9.2409023F - Íþróttaráð - 144. fundur frá 10.10.2024

Fundargerð í einum lið. Umsögn lögfræðideildar fylgir með fundargerðinni ásamt upplýsingum frá deildarstjóra íþróttadeildar um fundinn.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

10.2409005F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 109. fundur frá 09.10.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

11.2410007F - Skipulagsráð - 172. fundur frá 21.10.2024

Fundargerð í 15 liðum.
Frestað til næsta fundar.
  • 11.11 2406338 Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær. Stöðuskýrsla eftir skoðun byggingarfulltrúa 1. október 2024 er lögð fram. Þá er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024 þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 8. mars 2024 um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 21. maí 2024 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 5 júlí 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 7. október 2024 var afgreiðslu málsins frestað.
    Þá lögð fram greinargerð skipulagsdeildar dags. 17. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 172 Fundarhlé kl. 17:20, fundi fram haldið kl. 17:53.

    Bókun:
    „Í 37.gr. skipulagslaga kemur fram sú meginregla að gera skuli deiliskipulag fyrir svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Heimild skipulagsnefndar til að veita undanþágu frá meginreglunni um deiliskipulagsskyldu í 44.gr. laganna er bundin þröngum skilyrðum. Fyrir nefndina hafa komið fram upplýsingar um margháttaðar óleyfisframkvæmdir víða við Melgerði og óleyfisframkvæmdir í fasteigninni, sem sótt er um breytingu á. Þá liggur fyrir þessum fundi greinargerð skipulagsdeildar um fjölda afgreiðslna beiðna um breytingar og aukið byggingarmagn víðs vegar í Kópavogi o.fl. Allt þetta varpar ljósi á hversu mikilvægt er að byggð þróist í samræmi við heildstæða og samþætta stefnumörkun í formi deiliskipulags.
    Í úrskurði ÚUA nr. 17/2003 er niðurstaðan eftirfarandi og vísað í álit umboðsmanns Alþingis: „Þegar til afgreiðslu kemur hvort veita eigi byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi, sem ekki hefur verið deiliskipulagt, og búast má við frekari umsóknum um framkvæmdir á reitnum, er almennt rétt að gera fyrst deiliskipulag fyrir reitinn áður en byggingarleyfi er veitt. Sú hætta fylgir, þegar veitt er eitt byggingarleyfi í einu, án þess að fyrir liggi deiliskipulag, að tvö eða fleiri byggingarleyfi á reit hafi í för með sér verulegar breytingar á byggðamynstri reitsins enda þótt hvert byggingarleyfi eitt og sér hafi ekki slík áhrif. Þegar svo stendur á þróast byggð ekki í samræmi við heildstæða og samþætta stefnumörkun í formi deiliskipulags, sem grundvalla ber á fjölmörgum lögmæltum sjónarmiðum, auk þess sem íbúar hlutaðeigandi hverfis eru sviptir lögboðnum rétti sínum til þess að fá færi á því að koma að sjónarmiðum sínum og hafa áhrif við gerð deiliskipulags. Slík byggðaþróun verður að teljast í andstöðu við markmið skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.“
    Undirrituð telja í ljósi ofanritaðs ábyrgðarlaust, og stangast á við hagsmuni íbúa almennt, að fallast á þá beiðni sem hér liggur fyrir.“
    Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Hákon Gunnarsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

    Bókun:
    „Með þau gögn í huga sem hafa komið fram í þessu máli telur meirihluti skipulagsráðs rétt að samþykkja framkomna beiðni. Bókun minnihlutans breytir þar engu um.“
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

    Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024 og úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttir og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Frestað til næsta fundar.
  • 11.12 24051460 Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 3. maí 2024 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 20,4 m² útigeymslu á suðurhluta lóðar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,29 með tilkomu útigeymslunnar.
    Á fundi skipulagsráðs þann 7. október 2024 var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 18. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 172 Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Frestað til næsta fundar.
  • 11.13 24012320 Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Í breyttum gögnum er óskað eftir heimild til að reisa 158,2 m² tveggja hæða nýbyggingu með tengingu við vesturgafl núverandi íbúðarhúss á lóðinni og fjölgun íbúða úr einni í tvær. Nýju bílastæði er komið fyrir við hlið núverandi bílastæða á lóðinni og þeim fjölgar úr tveimur í þrjú stæði. Fallið er frá áformum um að fjölga innkeyrslum að lóð. Lóðin er 998 m² að stærð og byggingarmagn eykst úr 183 m² í 341,2 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,34 í stað 0,18. Kynningartíma lauk 11. október 2024, engar athugasemdir bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 18. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 172 Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Frestað til næsta fundar.
  • 11.14 2406336 Skólagerði 47. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn Árna Þórs Helgasonar f.h. lóðarhafa nr. 47 við Skólagerði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst stækkun á íbúðarhúsi um 16,1 m² og reistur nýr bílskúr 52.8 m² að stærð. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,49 í 0,65. Á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst 2024 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Kynningartíma lauk 14. október 2024, athugasemdir bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. október 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 172 Skipulagsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinsbjörns Sveinbjörnssonar, og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

12.2410006F - Ungmennaráð - 48. fundur frá 28.10.2024

Fundaargerð í tveimur liðum.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

13.2410001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 177. fundur frá 15.10.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

14.2410018F - Velferðarráð - 139. fundur frá 28.10.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

15.2410785 - Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024

Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH frá 07.10.2024.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

16.24101495 - Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2024

Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2024.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

17.24101493 - Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.10.2024

Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.10.2024.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

18.24102517 - Fundargerð 51. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.10.2024

Fundargerð 51. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.10.2024.
Frestað til næsta fundar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.24102564 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur um umsögn frá forstöðumanni vegna lokunar á Roðasölum

Frá bæjarfulltrúum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjörgu E. Egilsdóttur, dags. 29.10.2024, lögð fram beiðni um umsögn frá forstöðumanni vegna lokunar á Roðasölum.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:14.