- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
Gestir
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
Gestir
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
Ýmis erindi
Gestir
Ýmis erindi
Gestir
Ýmis erindi
Ýmis erindi
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Fundargerðir nefnda
Erindi frá bæjarfulltrúum
Fundi slitið - kl. 11:14.
Fundarhlé hófst kl. 9:26, fundi fram haldið kl. 11:10
Bókun:
"Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á að leggja tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn ekki síðar en 1. nóvember en enginn bæjarstjórnarfundur er á dagskrá fyrr en 12. nóvember. Samkvæmt lögunum á bæjarráð í heild sinni að semja drög að fjárhagsáætlun. Minnihlutanum hefur enginn kostur verið gefinn á umræðu um forsendur og forgangsröðun í fjárhagsáætlun, hvað þá að koma á framfæri áherslum og athugasemdum. Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði fengu alls engar upplýsingar um undirbúning eða forsendur. Rekstrarkostnaður bæjarsjóðs í frumvarpinu er óbreyttur frá þessu ári. Þó liggur fyrir að útgjöld til allra málaflokka hafa hækkað á bilinu frá 4% í 28%. Hvernig niðurstöðutölur eru fengnar vekur spurningar. Undirritaðar fordæma að fulltrúum nærfellt helmings kjósenda í Kópavogi sé haldið frá því að sinna skyldu sinni. Í því ljósi kemur ekki annað til álita en að greiða atkvæði gegn fjárhagsáætlun ársins 2025 eins og hún er lögð fyrir."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bókun:
"Skv. 62 grein sveitarstjórnarlaga skal bæjarráð leggja fram tillögu um fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Bæjarstjórn skal fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili. Að lokinni umræðu sveitarstjórnar skal afgreiða þær, þó ekki síðar en 15. desember.
Varðandi almennan rekstrarkostnaðar þá liggur munurinn í að hlutdeildarfélög eru ekki kominn inn í fjárhagsáætlun á árinu 2025 þar sem áætlanir bárust of seint.
Í upphafi kjörtímabilsins sagði minnihlutinn sig frá sameiginlegri fjárhagsáætlunarvinnu. Frá þeim tíma hefur engin ósk borist frá minnihlutanum um að taka aftur þátt í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar."
Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Bókun:
"Bæjarráð á samkvæmt lögum og bæjarmálasamþykkt að leggja fram til bæjarstjórnar tillögu að fjárhagsáætlun og fylgja henni eftir á fundi bæjarstjórnar eigi síðar en 1. nóvember. Sú tillaga á að vera unnin af bæjarráðinu í heild. Það lýsir skýrt afstöðu núverandi meirihluta að engin umræða hefur átt sér stað innan bæjarráðs og ekki getur verið skýrara en í þessu máli að réttur minnihlutans til áhrifa er að engu virtur. Það er á ábyrgð bæjarstjóra að tryggja undirbúning mála þannig að Kópavogsbær standi undir skyldum sínum lögum samkvæmt þar með skyldunni til að gefa öllum fulltrúum í bæjarráði tækifæri til að koma að sjónarmiðum og tillögum við undirbúning fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóri hefði átt að leggja fyrir bæjarráð tillögur um verklag og dagsetningar við undirbúning fjárhagsáætlunar til að gefa færi á rökræðu um forgangsröðun á vel skipulögðum bæjarráðsfundum.
Við blasir að tillaga meirihlutans er frá hans sjónarhóli tillaga bæjarráðs án umræðu eða undirbúnings. Við afgreiðslu fyrstu fjárhagsáætlunar þessa meirihluta var sú skýring gefin á samráðsleysi við minnihlutann, að ekki hefði gefist tími til þess en úr yrði bætt á næsta ári. Það gerðist ekki í fyrra og nú tekur steininn úr. Minnihlutinn fær engar upplýsingar fyrr en allt er komið á eindaga og sá dagur upp runninn sem ræða á málið í bæjarstjórn. Engar forsendur eru til þess að bæjarráð í heild geti afgreitt málið frá sér."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bókun:
"Skv. 62 grein sveitarstjórnarlaga stendur orðrétt: „Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um fjárhagsáætlun skv. 1. mgr. fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skal fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili. Að lokinni umræðu sveitarstjórnar skal afgreiða þær, þó ekki síðar en 15. desember.“
Afgreiðsla á fárhagsáætlun er í samræmi við tímalínu annarra sveitarfélaga enda verið að fylgja ákvæðum sveitarstjórnarlaga."
Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Bókun:
"Bæjarstjórn er fjölskipað stjórnvald sem verður að eiga umræður og afgreiða mál á formlegum fundum. Það er skylda bæjarráðsins að sjá til þess að bæjarstjórn geti rætt tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Bæjarráð, sem fær mál ekki til umræðu fyrr en á eindaga, getur ekki sent málið til bæjarstjórnar."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir