Bæjarráð

3189. fundur 03. október 2024 kl. 08:15 - 11:11 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2402387 - Lántökur Kópavogsbæjar 2024

Frá fjármálasviði, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs og bæjarstjórnar fyrir lántöku allt að 1,5 milljarða til að fjármagna framkvæmdir og að einhverju leiti til að endurfjármagna framkvæmdalán bæjarins á lokamánuðum 2024 og fyrri hluta ársins 2025.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur fyrir sitt leyti að veita umbeðna heimild fyrir lántöku og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.


Bókun:
"Undirritaðar óska eftir að lagðar verði fyrir bæjarráð upplýsingar um lántökur bæjarins (skammtíma og langtíma) frá upphafi kjörtímabilsins til dagsins í dag ásamt upplýsingum um uppgreiðslur lána, afborganir, vaxtakjör og upphæðir greiddra vaxta- og verðtryggingar. Jafnfram er óskað eftir upplýsingum um áætlaðar lántökur næsta árs."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24051876 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024

Frá fjármálasviði, lagðir fram viðaukar sjö og átta við fjárhagsáætlun 2024.

Viðauki sjö er vegna aukins kostnaðar við endurnýjuna götuljósa og viðauki átta vegna kaupa á húsnæðinu Hábraut 1.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 með fimm atkvæðum.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24033565 - Endurnýjun gatnamóta. Fífuhvammsvegur við Dalveg og Reykjanesbraut

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 24.09.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að samþykkja tilboð og auka fjármagn við endurnýjum umferðarljósa, gatnagerð og lagnir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Gleipni verktaka ehf. Um fjármögnun vísast til viðauka nr. 7.

Gestir

  • Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 10:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24072376 - Hábraut 1A - Kjallari safnaðarheimilisins.

Erindi frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera kauptilboð í Hábraut 1a, 128m2 rými í kjallara.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að veita sviðsstjóra stjórnsýslusviðs heimild til þess að gera kauptilboð að fjárhæð kr. 64.250.000,- í Hábraut 1a, F230-1479, merkt 0002 í eignaskiptayfirlýsingu. Um fjármögnun vísast til viðauka nr. 8.

Bókun:
"Áður en endanleg afgreiðsla tillögunnar fer fram telja undirritaðar nauðsynlegt að fyrir liggi frekari upplýsingar um húsnæðið og breytinga- og viðhaldsþörf þess miðað við hugsanlega nýtingu Kópavogsbæjar."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Meirihlutinn telur kaupin á Hábraut skynsamlega fjárfestingu sem tryggir hagsmuni bæjarins til lengri tíma."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet B. Sveinsdóttir


Bókun:
"Fyrr á þessum fundi samþykkti meirihlutinn heimild til að taka fjórða lánið á einu ári. Að þessu sinni 1,5 milljarða króna skammtímalán á 11% vöxtum. Fjárfesting í þessu húsnæði kallar óhjákvæmilega á frekari lántöku og nauðsynlegt að vita hver líklegur heildarkostnaður verður við fjárfestinguna og hvernig hún á að nýtast Kópavogsbæ.

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2402789 - Vesturvör 38A og 38B. Samkomulag.

Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns vegna Vesturvarar 38a og 38b.
Lagt fram.

Bókun:
"Staðfest hefur verið að ekki var fylgt eftir ákvörðun bæjarstjórnar um að vinna samráðsáætlun fyrir verslunar- og þjónustusvæði á vestanverðu Kársnesinu. Undirritaðar leggja áherslu á að samkomulagið fari án dráttar til skipulagsráðs og verði hluti af heildstæðri vinnu um rammahluta skipulags á Kársnesi.

Þar sem samningurinn sem hér liggur fyrir var ekki kynntur fyrir bæjarfulltrúum þegar hann var gerður í upphafi árs og minnisblað lögfræðings segir að ekki sé þörf á staðfestingu bæjarráðs, óska undirritaðar eftir upplýsingum um hvort bæjarstjóri hafi hug á því að kynna samninga, sem hún gerir, fyrir bæjarráði í framtíðinni."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Meirihlutinn ákvað að fara í vinnu við rammaskipulag fyrir þróunarsvæði á Kársnessvæðinu. Sú vinna stendur nú yfir með tilheyrandi samráði við íbúa og hagaðila. Rammaskipulagið mun leggja grunn að því skipulagi sem koma skal á þessari lóð eins og öðrum lóðum á þróunarsvæðinu.

Bæjarstjóri hefur lagt áherslu á að halda bæjarráði upplýstu og hyggst gera það áfram. Áfram verða samningar lagðir fram líkt og reglur kveða á um fyrir bæjarráð."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet B. Sveinsdóttir


Bókun:
"Samningur sem hér liggur undir var ekki lagður fram af bæjarstjóra fyrr en hálfu ári síðar, þegar undirritaðar höfðu óskað eftir upplýsingum um stöðu mála á lóðunum.

Jafnframt telja undirritaðar nauðsynlegt að upplýsa skipulagsráð um samninginn."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.24082793 - Lækjarbotnaland 53E. Lóðarleigusamningur

Frá lögfræðideild. Tillaga um endurnýjun lóðarleigusamnings um Lækjarbotnaland 53 e.

Bæjarráð frestaði erindinu 19.09.2024.
Í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi er byggð á svæðinu víkjandi út frá vatnsverndarsjónarmiðum sér bæjarráð sér ekki fært að samþykkja framlengingu lóðarleigusamnings lengur en til 10 ára á sömu forsendum og eldri lóðarleigusamningur. Ef skólastarf leggst af fyrr lýkur lóðarleigusamningi til samræmis við það. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti veðsetningu mannvirkja lóðarinnar til samræmis við gildistíma tilvitnaðs lóðarleigusamnings.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.24092978 - Austurkór 34. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 01.10.2024, lögð fram umsögn um heimild til framsals lóðarinnar Austurkór 34.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til framsals lóðarinnar Austurkór 34 með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2209686 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt

Frá bæjarstjóra, lögð fram endurskoðuð drög að bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Ýmis erindi

9.24093291 - Til umsagnar mál nr. 222 frá nefnda- og greiningarsviði - námsgögn.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar mál nr. 222 - námsgögn.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns. Verði gerð umsögn hún verði lögð fyrir bæjarráð.

Fundargerðir nefnda

10.2409017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 402. fundur frá 20.09.2024

Fundargerð í níu liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.2409018F - Leikskólanefnd - 165. fundur frá 26.09.2024

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2409022F - Menntaráð - 132. fundur frá 01.10.2024

Fundargerð í þrem liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2409016F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 17. fundur frá 23.09.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2410080 - Fundargerð 50. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.09.2024

Fundargerð 50. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.09.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2410081 - Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.2024

Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2410079 - Fundargerð 27. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 30.09.2024

Fundargerð 27. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 30.09.2024.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.24093280 - Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um upplýsingar um stöðu uppbyggingarverkefnis á reitum B1-1 og B4

Frá bæjarfulltrúa Samfylkingar, lögð fram svohljóðandi fyrirspurn:Undirrituð óskar eftir upplýsingum um stöðu uppbyggingarverkefnis á reitum B1-1 og B4 á miðbæjarsvæði Kópavogs. Breytt aðalskipulag og nýtt deiliskipulag fyrir svæðið voru samþykkt í bæjarstjórn 25. maí 2021. Gert var samkomulag við Árkór ehf. um uppbyggingu á reitunum þar sem stefnt var að því að hefja framkvæmdir seinni hluta árs 2022 og klára að fullu í lok árs 2025. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu samningsins við Árkór, möguleg viðbrögð við vanefndum og framtíðaráform.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til umsagnar bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 11:11.