Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.24091455 - Drög að uppfærðum lóðarleigusamningum
Fra umhverfissviði, dags. 17.09.2025, lögð fram til samþykktar drög að uppfærðum lóðaleigusamningum. Um er að ræða annars vegar lóðarleigusamningar fyrir óbyggðar lóðir og hins vegar fyrir endurnýjun lóðarleigusamninga á eldri lóðum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.24082793 - Lækjarbotnaland 53E. Lóðarleigusamningur
Frá lögfræðideild. Tillaga um endurnýjun lóðarleigusamnings um Lækjarbotnaland 53 e.
Gestir
- Harri Ormarsson lögfræðingur - mæting: 08:37
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.24091339 - Vallarkór 12-14, Kórinn, Verzlunarskóli Íslands. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 16.09.2024, lögð fram umsögn um umsókn Verslunarskóla Íslands til að halda skóladansleik þann 19.09.2024. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn staðfesta að staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins kveður á um. Það staðfestist að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015. Mælt er með að bæjarráð veiti jákvæða umsögn.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.24082637 - Félag eldri borgara, Gullsmára 9 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 10.09.2024, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.24062850 - Svifflugfélag Íslands - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 10.09.2024, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2409398 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um upplýsingar varðandi byggingu Kársnesskóla
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Viðreisnar frá 05.09.2024.
Ýmis erindi
7.24091212 - Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029.
Frá SSH, lögð fram fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Ýmis erindi
8.24091761 - Hjartadagshlaupið 2024. Ósk um stuðning
Frá Hjartavernd, lögð fram umsókn um styrk.
Fundargerðir nefnda
9.2408008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 401. fundur frá 06.09.2024
Fundargerðir nefnda
10.2409003F - Skipulagsráð - 170. fundur frá 16.09.2024
Fundargerð í 15 liðum.
10.3
2003236
Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti aðalskipulags.
Niðurstaða Skipulagsráð - 170
Fundarhlé kl. 17:14, fundi framhaldið kl. 17:30.
Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Helga Ólafssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar með tilvísun í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að rammahluta aðalskipulags verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun:
„Undirritaður, Kristinn Dagur Gissurarson, leggst alfarið gegn framlagningu skjalsins Rammahluti ASK KÓP Borgarlínan í Skipulagsráði, 16.09.2024. Leggja ber áherslu á að Borgarlínan keyri í almennri umferð um Borgarholtsbraut en ekki í sérrými og einstefna verði hvergi. Huga þarf að því að skerða lóðir íbúa sem minnst. Ljóst er þrátt fyrir að það komi ekki fram í Rammahlutanum að stefnan til frambúðar er klárlega sú að hin lágreista byggð við Borgarholtsbrautina víki og þess í stað verði reist „massa“ fjölbýlishús við Borgarholtsbrautina. Þessi framtíðarsýn hugnast ekki undirrituðum.“
Kristinn Dagur Gissurarson.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
10.8
2407272
Hlégerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 170
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
10.9
2406414
Hraunbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 170
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
10.10
2406306
Þverbrekka 8A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 170
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
10.11
24052394
Jórsalir 2. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 170
Skiplagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag með áorðnum breytingum dags. 30. ágúst 2024 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Helga Ólafssyni, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
11.2409008F - Menntaráð - 131. fundur frá 17.09.2024
Fundargerðir nefnda
12.24091244 - Fundargerð 50. eigendafundar Strætó frá 02.09.2024
Fundargerð 50. eigendafundar Strætó frá 02.09.2024.
Fundargerðir nefnda
13.24091410 - Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.08.2024
Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.08.2024.
Fundargerðir nefnda
14.24091264 - Fundargerð 584. fundar stjórnar SSH frá 06.09.2024
Fundargerð 584. fundar stjórnar SSH frá 06.09.2024.
Fundi slitið - kl. 10:08.