Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.24041834 - 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar
Lagt fram sex mánaða uppgjör Kópavogsbæjar.
Gestir
- Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 10:21
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.24041111 - Starfshópur um málefni Salarins
Frá bæjarstjóra, lögð fram skýrsla starfshóps um málefni Salarins.
Gestir
- Védís Hervör Árnadóttir - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.24081893 - Útboð - Hugbúnaður fyrir viðhald og viðhaldssögu fasteigna
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út innkaup á hugbúnaði til utanumhalds á viðhaldi og viðhaldssögu allra fasteigna Kópavogsbæjar og leigukerfis fyrir félagslegt húsnæði. Hugbúnaðurinn sem óskað er eftir er viðhaldsforrit/-kerfi með öflugu þjónustuborði í veflausn ásamt farsímalausn sem tekur við óskum um verk sem fara í rýni og skoðun áður en verkbeiðni er útbúin. Boðinn er út samningur til fjögurra ára með framlengingarákvæðum til samtals tveggja ára.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
Bókun:
"Undirrituð óskar eftir eftirfarandi gögnum:
Útboðsgögnum, þarfagreiningu, markaðskönnun og þeim minnisblöðum sem til eru hjá Kópavogsbæ er tengjast undirbúningi málsins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.24082617 - Fífan Dalsmári 5, Múlakaffi ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi.
Frá lögfræðideild, dags. 02.09.2024, lögð fram umsögn umsókn Múlakaffi ehf. um tæifærisleyfi vegna Sjávarútvegssýningarinnar 2024 sem haldin verður í Fífunni 18-20.september 2024.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2409158 - Digranesvegur 1, Kópavogsbær. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar.
Frá lögfræðideild dags. 02.09.2024, lögð fram umsögn um umsókn Kópavogsbæjar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar Kópavogsbæjar í Kórnum 5. október 2024.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2403276 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts. Lionsklúbburinn Ýr.
Frá lögfræðideild, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til niðurfellingar fasteignaskatts.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.24053809 - Kársnesskóli - niðurstaða Gerðardóms
Lagðar fram niðurstöður gerðardóms Kárnesskóla.
Gestir
- Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 09:04
- Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 09:04
- Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður - mæting: 09:04
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviði - mæting: 09:04
- Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:04
Ýmis erindi
8.24082883 - Viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2024-2025
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.08.2024, lögð fram viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2024/2025.
Fundargerðir nefnda
9.24082800 - Fundargerð 26. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.08.2024
Lögð fram fundargerð 26. fundar.
Fundargerðir nefnda
10.2406012F - Lista- og menningarráð - 166. fundur frá 28.08.2024
Fundargerðir nefnda
11.2408013F - Leikskólanefnd - 164. fundur frá 29.08.2024
Fundargerðir nefnda
12.2406014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 108. fundur frá 28.08.2024
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
13.2408009F - Íþróttaráð - 143. fundur frá 29.08.2024
Fundargerðir nefnda
14.2407005F - Skipulagsráð - 169. fundur frá 02.09.2024
Fundargerð í 20 liðum.
Gestir
- Sunna B. Reynisdóttir - mæting: 09:56
- Hallbjörn R. Björnsson - mæting: 09:56
Erindi frá bæjarfulltrúum
15.2409398 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um upplýsingar varðandi byggingu Kársnesskóla
Frá bæjarfulltrúa Viðreisnar, lagt fram erindi varðandi byggingu Kársnesskóla.
Erindi frá bæjarfulltrúum
16.24053113 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um mat á kjörgengi þeirra fulltrúa í fastanefndum bæjarstjórnar sem jafnframt eru starfsmenn stofnana bæjarins sem tilheyra undir viðkomandi nefnd
Frá bæjarfulltrúa Pírata, lögð fram að nýju beiðni um mat á kjörgengi þeirra fulltrúa í fastanefndum bæjarstjórnar sem jafnframt eru starfsmenn stofnana bæjarins sem tilheyra undir viðkomandi nefnd.
Fundi slitið - kl. 12:08.