Bæjarráð

3185. fundur 05. september 2024 kl. 08:15 - 12:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24041834 - 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar

Lagt fram sex mánaða uppgjör Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 10:21

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24041111 - Starfshópur um málefni Salarins

Frá bæjarstjóra, lögð fram skýrsla starfshóps um málefni Salarins.
Kynning.

Bæjarráð vísar skýrslunni til kynningar lista- og menningarráðs og forstöðumanns menningarmála til úrvinnslu.

Bókun:
"Salurinn er ein af perlum bæjarins sem glæðir tónlistarmenningu Kópavogs. Með þessari úttekt er komin sterk sýn á málefni Salarins. Starfshópurinn var skipaður blöndu af fólki með mikla reynslu úr tónlistarheiminum og rekstri. Skýrslan er góður grunnur fyrir áframhaldandi stefnumótun um starfsemi Salarins með það að marki að auðga tónlistarlíf Kópavogs með fjölbreyttu tónleikahaldi og viðburðum.“

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Hanna C. Jóhannsdóttir


Bókun:
"Þessi úttekt staðfestir sérstöðu Salarins sem tónlistarhúss og hvernig hann glæðir tónlistarmenningu í Kópavogi og styrkir tónlistarvitund yngri sem eldri. Áhersla er á samstarf við Tónlistarskóla Kópavogs og aðgang skólabarna og hreyfihamlaðra að Salnum. Skýrslan er góður grunnur til að Salurinn haldi áfram að auðga tónlistarlíf í Kópavogi og nýti jafnframt betur góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds og annarra viðburða. Þeim sem skýrsluna unnu eru þökkuð góð störf."

Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Védís Hervör Árnadóttir - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24081893 - Útboð - Hugbúnaður fyrir viðhald og viðhaldssögu fasteigna

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út innkaup á hugbúnaði til utanumhalds á viðhaldi og viðhaldssögu allra fasteigna Kópavogsbæjar og leigukerfis fyrir félagslegt húsnæði. Hugbúnaðurinn sem óskað er eftir er viðhaldsforrit/-kerfi með öflugu þjónustuborði í veflausn ásamt farsímalausn sem tekur við óskum um verk sem fara í rýni og skoðun áður en verkbeiðni er útbúin. Boðinn er út samningur til fjögurra ára með framlengingarákvæðum til samtals tveggja ára.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.



Bókun:

"Undirrituð óskar eftir eftirfarandi gögnum:

Útboðsgögnum, þarfagreiningu, markaðskönnun og þeim minnisblöðum sem til eru hjá Kópavogsbæ er tengjast undirbúningi málsins."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24082617 - Fífan Dalsmári 5, Múlakaffi ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 02.09.2024, lögð fram umsögn umsókn Múlakaffi ehf. um tæifærisleyfi vegna Sjávarútvegssýningarinnar 2024 sem haldin verður í Fífunni 18-20.september 2024.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2409158 - Digranesvegur 1, Kópavogsbær. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar.

Frá lögfræðideild dags. 02.09.2024, lögð fram umsögn um umsókn Kópavogsbæjar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar Kópavogsbæjar í Kórnum 5. október 2024.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2403276 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts. Lionsklúbburinn Ýr.

Frá lögfræðideild, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til niðurfellingar fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.24053809 - Kársnesskóli - niðurstaða Gerðardóms

Lagðar fram niðurstöður gerðardóms Kárnesskóla.
Lagt fram og kynnt.

Fundarhlé hófst kl. 9:43, fundi fram haldið kl. 9:54.

Bókun:
"Með þessari niðurstöðu fæst það staðfest að vanefndir verktakans voru stórfelldar og ítrekaðar en sýnir jafnframt ótvírætt fram á að Kópavogsbær átti ekki annarra kosta völ en að rifta verksamningi við verktakann. Af hálfu Kópavogsbæjar kom ekki til greina að taka áhættu með gæði húsnæðisins og sýndi bærinn ábyrgð með því að taka þá ákvörðun að rifta verksamningnum. Var sú erfiða ákvörðun tekin til að tryggja gæði skólabyggingarinnar, samfellt skólastarf og hagsmuni bæjarbúa.

Þetta er risastór áfangi fyrir Kópavogsbæ og fyrsta skrefið í því að fá tjónið bætt að fullu."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Hanna C. Jóhannsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 10:58, fundi fram haldið kl. 11:47.


Bókun:
"Það kemur skýrt fram í niðurstöðu gerðardóms að málsaðilar hafi ekki rækt þær skyldur sem koma fram í ákvæðum verksamningsins um úrlausn ágreiningsefna. Þar með var ekki reynt til þrautar að leysa úr ágreiningi á fyrri stigum með þeim úrræðum sem samið var um, með hagsmuni verksins að leiðarljósi. Það hefði Kópavogsbær átt að gera um leið og ljóst var að húsið lægi undir skemmdum til að takmarka tjónið. Mikilvægt er að Kópavogsbær dragi lærdóm af verkframkvæmdinni í heild sinni."

Theódóra S Þorsteinsdóttir


Bókun:
Niðurstaða gerðardóms er afgerandi og Kópavogsbæ í hag. Segir orðrétt í dómsniðurstöðu: „ Í skilningi 3. mgr. 12. gr. verksamnings aðila var hér um að ræða bæði stórfelldar og ítrekaðar vanefndir af hálfu varnaraðila, sem samkvæmt gögnum málsins sýndi ítrekað vilja- og getuleysi til að bæta úr viðvarandi skorti á mannaafla og bæta úr gæðafrávikunum, þótt honum hafi ítrekað verið gefinn kostur á því og krafinn um það. Í því ljósi metur gerðardómurinn það svo að sóknaraðili hafi ekki getað náð fram viðunandi niðurstöðu með öðrum og vægari vanefndaúrræðum og að tilgangslaust hafi verið fyrir sóknaraðila að setja varnaraðila frest þann til úrbóta sem um ræðir í 3. mgr. 12. gr. verksamningsins.“

Niðurstaða dómsins staðfestir án vafa að samstarf við verktakann var fullreynt, tilgangslaust að gefa frekari frest til úrbóta og eina rétta í stöðunni að slíta samstarfinu til að verja bæjarfélagið frekara tjóni og tryggja að skólastarf geti hafist sem fyrst í nýju húsi sem stenst gæðakröfur bæjarins.

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Hanna C. Jóhannsdóttir


Bókun:
"Í dómnum segir orðrétt „Það er mat gerðardómsins að málsaðilar hafi ekki rækt þær skyldur sem í ofangreindu felast og þar með ekki reynt til þrautar að leysa úr ágreiningsmálinu með þeim úrræðum sem þeim stóðu til boða með hagsmuni verksins að leiðarljósi.“ Þó að mat dómsins sé að riftun hafi verið lögmæt eftir langt tímabil af ágreiningi þá er ljóst af niðurstöðunni að grípa hefði mátt fyrr inn í til að leysa úr ágreiningi og koma í veg fyrir eins alvarlegt tjón og nú er orðið. Kópavogsbær þarf að draga lærdóm af þessu máli í heild sinni."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Bæjarfulltrúi Theódóra Þorsteinsdóttir hafnaði riftun á samningi við verktaka. Niðurstaða gerðardóms leiðir í ljós að öll ákvæði samnings til að leysa úr ágreiningi voru fullreynd og því eina rétta að rifta samningi á þeim tímapunkti sem það var gert. Kópavogsbær mun draga lærdóm af þessu máli eins og öðrum málum."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Hanna C. Jóhannsdóttir


Bókun:
"Á þeim tímapunkti þegar samningnum var rift var framkvæmdin komin í óefni. Gerðardómur er alveg skýr um að Kópavogsbær vanrækti skyldur sínar samkvæmt verksamningi. Grípa hefði átt inn í miklu fyrr með vanefndarúrræðum sem samningur kveður á um. Rétt eins og dómarar tilgreindu í gerðardómi.

Undirrituð hefur meira og minna greitt atkvæði gegn eða setið hjá í þessu ferli frá upphafi vegna ýmissa efasemda og óskýrra gagna. Þá óskaði undirrituð eftir áhættumati sem leiddi í ljós helstu áhættu- og óvissuþættir verksins væru KLT (Krosslímdar timbureiningar) og eftirfylgd á framkvæmda á framkvæmdatíma."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 09:04
  • Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 09:04
  • Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður - mæting: 09:04
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviði - mæting: 09:04
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:04

Ýmis erindi

8.24082883 - Viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2024-2025

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.08.2024, lögð fram viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2024/2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.24082800 - Fundargerð 26. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.08.2024

Lögð fram fundargerð 26. fundar.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2406012F - Lista- og menningarráð - 166. fundur frá 28.08.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2408013F - Leikskólanefnd - 164. fundur frá 29.08.2024

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2406014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 108. fundur frá 28.08.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2408009F - Íþróttaráð - 143. fundur frá 29.08.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2407005F - Skipulagsráð - 169. fundur frá 02.09.2024

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Gestir og kynning undir máli 14.5

Gestir

  • Sunna B. Reynisdóttir - mæting: 09:56
  • Hallbjörn R. Björnsson - mæting: 09:56

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.2409398 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um upplýsingar varðandi byggingu Kársnesskóla

Frá bæjarfulltrúa Viðreisnar, lagt fram erindi varðandi byggingu Kársnesskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.24053113 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um mat á kjörgengi þeirra fulltrúa í fastanefndum bæjarstjórnar sem jafnframt eru starfsmenn stofnana bæjarins sem tilheyra undir viðkomandi nefnd

Frá bæjarfulltrúa Pírata, lögð fram að nýju beiðni um mat á kjörgengi þeirra fulltrúa í fastanefndum bæjarstjórnar sem jafnframt eru starfsmenn stofnana bæjarins sem tilheyra undir viðkomandi nefnd.



Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 12:08.