Bæjarráð

3182. fundur 15. ágúst 2024 kl. 08:15 - 11:38 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Sær Ragnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson tók sæti formanns á fundinum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2407468 - Samgöngusáttmálinn - kynning á sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri Samgangna kynnir.
Kynning.

Gestir

  • Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2406733 - Örútboð - Endurskoðun Kópavogsbæjar 2024

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 12.08.2024, lagðar fram niðurstöður örútboðs á endurskoðun. Óskað er eftir heimild bæjarráðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til þess að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Grant Thornton endurskoðun ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2408305 - Ráðning forstöðumanns Salarins

Frá forstöðumanni menningarmála lögð fram tillaga að ráðningu forstöðumanns Salarins, ásamt rökstuðningi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum ráðningu Axels Inga Árnasonar í starf forstöðumanns Salarins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2407492 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Frá stjórnsýslusviði, lögð fram tillaga varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24051876 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024

Frá deildarstjóra hagdeildar, lagður fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fram vegna liðar númer 3.
Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum viðauka nr. 4 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23121171 - Æfingavöllur Breiðablik

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 07.08.2024, lögð fram beiðni um heimild töku 3ja tilboða og heimildar til að ganga til samninga við framkvæmdaraðila.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum töku tilboðanna þriggja og að veita framkvæmdadeild heimild til að ganga til samninga þess efnis.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.24071764 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, lögð fram umsögn um umsókn um tækifærisleyfi til að mega halda brekkusöng og tónlistaratriði föstudaginn 16. ágúst 2024 frá kl. 20:00-01:00,

í Guðmundarlundi, að Vatnsendahlíð 203, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um

veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samhliða lögð fram umsögn menntasviðs.

Kópavogsbær fagnar umsókn ungs fólks um viðburðahald í Guðmundarlundi í Kópavogi. Kópavogsbæ er annt um þátttöku ungs fólks við skipulag á starfi, viðburðum og öðru sem ungt fólk hefur áhuga á og ánægju af að taka þátt í.

Í ljósi þeirra alvarlegu hópamyndana sem hafa verið á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin ár og nú í sumar í Guðmundarlundi er það ábyrgð Kópavogsbæjar að stuðla ekki að skemmtun sem standa á fram yfir miðnætti og viðbúið er að börn yngri en 18 ára safnist saman. Slík hópamyndun er til þess fallin að geta ýtt undir áhættuhegðun ungs fólks. Skipulag viðburðar er í dag sett fram með þeim hætti að Kópavogsbær getur ekki veitt jákvæða umsögn. Kópavogsbær ber ábyrgð á því að sporna gegn óæskilegri hópamyndun og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi barna og unglinga.

Út frá þeirri ábyrgð Kópavogsbæjar að stuðla ekki að skemmtun sem ýtir undir áhættuhegðun ungs fólks er jákvæð umsögn Kópavogsbæjar háð eftirfarandi skilyrðum:

- Viðburðinum ljúki kl. 23.00
- Viðburðurinn höfði til fjölskyldna og bæjarbúa á öllum aldri.
- Kynning á viðburðinum gefi ekki skilaboð sem ýti undir áhættuhegðun ungs fólks

Jafnframt vísar bæjarráð í hjálagða umsögn til menntasviðs þar sem skoðað verði að koma á samtali og samstarfvið ungt fólk um viðburði og aðra skemmtun í Guðmundarlundi, þar sem áhersla verði á viðburði sem stuðla að lýðheilsu og góðum forvörnum. Kópavogsbær vill áfram stuðla að jákvæðri ímynd Guðmundarlundar í samvinnu við bæjarbúa.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.24042036 - Beiðni bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur um minnisblað um Vesturvör 38A og B

Frá umhverfissviði, dags. 12.08.2024, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir því að fá meðfylgjandi samning við Nature experiences ehf til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2408514 - Skíðaskáli í Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2408545 - Skíðaskáli í Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.24011528 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar RM Heklu félags um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Ýmis erindi

12.24072207 - Umsókn um styrk fyrir Guðlaugu Eddu (Ólympíufara)

Frá aðalstjórn Breiðabliks, dags. 24.07.2024, lögð fram umsókn um styrk fyrir Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þríþrautarkonu og Ólympíufara.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

13.2408372 - Erindi til aðildarsveitarfélaga Strætó vegna aukaframlags

Frá Strætó bs., dags. 08.08.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir auknu rekstrarframlagi vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.24072079 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 16.06.2024

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 16.06.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2407004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 398. fundur frá 26.07.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2408001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 399. fundur frá 09.08.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál

17.2408581 - Tilnefning fulltrúa í stýrihóp um framtíðarstaðsetningu skotíþrótta.

Frá SSH, dags. 13.08.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Kópavogsbæjar í stýrihóp um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta.Vísað er til meðfylgjandi erindisbréfs stýrihóps um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta dags. 12.04.2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna Þóri Ingvarsson í stýrihópinn.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2408557 - Tillaga Indriða Inga Stefánssonar varabæjarfulltrúa um að gjaldfrjálst verði í söfn og menningarstofnanir Kópavogs.

Frá varafulltrúa Pírata, lögð fram tillaga um að gjaldfrjálst skuli vera á söfn og menningarstofnanir sem Kópavogsbær rekur.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu lista- og menningarráðs.

Bókun:
"Vísa í samtalið í bæjarráði og óska eftir því að í umsögn stjórnsýslusviðs komi fram fjárhagslega hliðin annars vegar og hins vegar hvernig gjaldtöku er háttað hjá helstu samanburðarsveitarfélögum. Þær upplýsingar fylgi framsendingu til lista- og menningarráðs sem þarf að koma að forgangsröðun í fjárhagsáætlunargerð."

Indriði I. Stefánsson

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2408587 - Fyrirspurn frá vara bæjarfulltrúa Pírata, Indriði Ingi Stefánsson um kjörgengi fulltrúa Pírata í Lista- og Menningarráði.

Frá varafulltrúa Pírata í bæjarráði, lögð fram fyrirspurn um kjörgengi fulltrúa Pírata í lista- og menningarráði.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til umsagnar bæjarlögmanns.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2408596 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa Pírata, Indriða Inga Stefánssonar um opna fundi fastanefnda

Frá varafulltrúa Pírata, lögð fram fyrirspurn varðandi opna fundi fastanefnda.
Bæjarráð vísar tillögunni til yfirstandandi vinnu við endurskoðun bæjarmálasamþykktar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2408589 - Fyrirspurn frá fulltrúa Pírata, Indriða Inga Stefánssyni um stöðu málfars á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Frá varafulltrúa Pírata í bæjarráði, lögð fram fyrirspurn um stöðu málfars á heimasíðu Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 11:38.