Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2407468 - Samgöngusáttmálinn - kynning á sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri Samgangna kynnir.
Gestir
- Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2406733 - Örútboð - Endurskoðun Kópavogsbæjar 2024
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 12.08.2024, lagðar fram niðurstöður örútboðs á endurskoðun. Óskað er eftir heimild bæjarráðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2408305 - Ráðning forstöðumanns Salarins
Frá forstöðumanni menningarmála lögð fram tillaga að ráðningu forstöðumanns Salarins, ásamt rökstuðningi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2407492 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Frá stjórnsýslusviði, lögð fram tillaga varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.24051876 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
Frá deildarstjóra hagdeildar, lagður fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fram vegna liðar númer 3.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.23121171 - Æfingavöllur Breiðablik
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 07.08.2024, lögð fram beiðni um heimild töku 3ja tilboða og heimildar til að ganga til samninga við framkvæmdaraðila.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.24071764 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi
Frá lögfræðideild, lögð fram umsögn um umsókn um tækifærisleyfi til að mega halda brekkusöng og tónlistaratriði föstudaginn 16. ágúst 2024 frá kl. 20:00-01:00,
í Guðmundarlundi, að Vatnsendahlíð 203, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um
veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samhliða lögð fram umsögn menntasviðs.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.24042036 - Beiðni bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur um minnisblað um Vesturvör 38A og B
Frá umhverfissviði, dags. 12.08.2024, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.2408514 - Skíðaskáli í Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.2408545 - Skíðaskáli í Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.24011528 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar RM Heklu félags um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Ýmis erindi
12.24072207 - Umsókn um styrk fyrir Guðlaugu Eddu (Ólympíufara)
Frá aðalstjórn Breiðabliks, dags. 24.07.2024, lögð fram umsókn um styrk fyrir Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þríþrautarkonu og Ólympíufara.
Ýmis erindi
13.2408372 - Erindi til aðildarsveitarfélaga Strætó vegna aukaframlags
Frá Strætó bs., dags. 08.08.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir auknu rekstrarframlagi vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.
Fundargerðir nefnda
14.24072079 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 16.06.2024
Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 16.06.2024.
Fundargerðir nefnda
15.2407004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 398. fundur frá 26.07.2024
Fundargerðir nefnda
16.2408001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 399. fundur frá 09.08.2024
Önnur mál
17.2408581 - Tilnefning fulltrúa í stýrihóp um framtíðarstaðsetningu skotíþrótta.
Frá SSH, dags. 13.08.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Kópavogsbæjar í stýrihóp um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta.Vísað er til meðfylgjandi erindisbréfs stýrihóps um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta dags. 12.04.2024.
Erindi frá bæjarfulltrúum
18.2408557 - Tillaga Indriða Inga Stefánssonar varabæjarfulltrúa um að gjaldfrjálst verði í söfn og menningarstofnanir Kópavogs.
Frá varafulltrúa Pírata, lögð fram tillaga um að gjaldfrjálst skuli vera á söfn og menningarstofnanir sem Kópavogsbær rekur.
Erindi frá bæjarfulltrúum
19.2408587 - Fyrirspurn frá vara bæjarfulltrúa Pírata, Indriði Ingi Stefánsson um kjörgengi fulltrúa Pírata í Lista- og Menningarráði.
Frá varafulltrúa Pírata í bæjarráði, lögð fram fyrirspurn um kjörgengi fulltrúa Pírata í lista- og menningarráði.
Erindi frá bæjarfulltrúum
20.2408596 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa Pírata, Indriða Inga Stefánssonar um opna fundi fastanefnda
Frá varafulltrúa Pírata, lögð fram fyrirspurn varðandi opna fundi fastanefnda.
Erindi frá bæjarfulltrúum
21.2408589 - Fyrirspurn frá fulltrúa Pírata, Indriða Inga Stefánssyni um stöðu málfars á heimasíðu Kópavogsbæjar.
Frá varafulltrúa Pírata í bæjarráði, lögð fram fyrirspurn um stöðu málfars á heimasíðu Kópavogsbæjar.
Fundi slitið - kl. 11:38.