Bæjarráð

3181. fundur 18. júlí 2024 kl. 08:15 - 10:38 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Eva Sjöfn Helgadóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður stjórnsýlusviðs
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2312032 - Kársnesskóli

Lögð fram mánaðarskýrsla fyrir júní 2024.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24051817 - Miðlunargeymir vatnstankur Heimsenda

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 15.07.2024, lagðar fram niðurstöður útboðsins „Miðlunargeymir nr. 2 Heimsenda“. Alls bárust 3 tilboð í verkið frá eftirtöldum aðilum: Jarðval sf., Ístak hf., og Alefli ehf.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild að gengið verði til samninga við Ístak hf.

Gestir

  • Ármann Halldórasson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24071143 - Vetrarþjónusta stofnleiðir

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 10.07.2024, lögð fram tilkynning um útboð - Vetrarþjónusta á stofnleiðum 2024-2027.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24071142 - Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiðir

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 10.07.2024, lögð fram tilkynning um útboðið Vetrarþjónusta á göngu- og hjólaleiðum 2024-2027.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:43

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2002459 - Svæði fyrir rafhleðslustöðvar bifreiða

Frá innkaupadeild, dags. 15.07.2024, lagðar fram niðurstöður útboðs í uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Kópavogi. Lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Orku Náttúrunnar ohf.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fjórum atkvæðum að veita umbeðna heimild að gengið verði til samninga við Orku Náttúrunnar ohf. Helga Jónsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2406110 - Roðahvarf 17-21. Úthlutun lóðar

Frá lögfræðideild, dags. 10.07.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að heimila Mótx. ehf. að veðsetja lóðirnar Roðahvarf 17-21.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir með fimm atkvæðum umbeðna heimild að veita Mótx. ehf. að veðsetja lóðirnar Roðahvarf 17-21.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2406108 - Roðahvarf 34-36. Úthlutun lóðar

Frá lögfræðideild, dags. 10.07.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að heimila Mótx. ehf. að veðsetja lóðirnar Roðahvarf 34-36.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir með fimm atkvæðum umbeðna heimild að veita Mótx. ehf. að veðsetja lóðirnar Roðahvarf 34-36.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar

Ýmis erindi

8.2407466 - Bókun 580. fundar stjórnar SSH. Fjölsmiðjan endurnýjun þjónustusamnings

Frá SSH. dags. 04.07.2024, lagt fram erindi varðandi aukin rekstrarframlög til Fjölsmiðjunnar. Óskað er eftir efnislegri umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir með fimm atkvæðum að endurnýja þjónustusamning sinn við Fjölsmiðjuna til allt að fimm ára á grunni núverandi samnings og viðauka við hann. Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs framkvæmd málsins enda rúmast útgjöldin innan fjárheimilda velferðarsviðs.

Ýmis erindi

9.2407468 - Bókun 580. fundar stjórnar SSH. 6 mánaða skýrsla Betri samgangna

Frá SSH, dags. 04.07.2024, lögð fram bókun varðandi Samgöngusáttmálann, sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf.
Lögð fram til kynningar sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. Bæjarráð óskar eftir kynningu frá Betri Samgöngum um skýrsluna líkt og boðið er upp á í erindinu.

Ýmis erindi

10.24071157 - Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Frá Fjarskiptasjóði, dags. 02.07.2024, lagt fram erindi þar sem sveitarfélög eru hvött til að sækja um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.24071208 - Ný þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur 2024-2028

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10.07.2024, lagt fram minnisblað með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu Íslands sem kom út um síðustu mánaðarmót (28.júní 2024).
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2407770 - Fundargerð 396. fundar stjórnar Strætó frá 21.06. 2024

Lögð fram fundargerð 396. fundar stjórnar Strætó frá 21.06. 2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2407623 - Fundargerð 580. fundar stjórnar SSH frá 01.07.2024

Lögð fram fundargerð 580. fundar stjórnar SSH frá 01.07.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2407934 - Fundargerð 49. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.07.2024

Lögð fram fundargerð 49. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.07.2024.
Lögð fram fundargerð 49. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.07.2024.

Fundargerðir nefnda

15.2406010F - Skipulagsráð - 167. fundur frá 15.07.2024

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.
  • 15.3 23111612 Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls. Megintilgangur deiliskipulagstillögunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls.
    Uppdrættir á tveimur blöðum í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 12. júlí 2024. Einnig lögð fram fundargerð frá samráðsfundi með Sunnuhlíðarsamtökum dags. 11 júlí 2024.
    Orri Gunnarsson umferðar- og skipulagsfræðingur frá VSÓ ráðgjöf gerir grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 167 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.4 24053112 Kópavogstún. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kópavogstúns dags. 15. júlí 2024. Í breytingunni felst að mörk deiliskipulagssvæðisins færast til suðurs og vestur og munu liggja að deiliskipulagssvæði nýs deiliskipulags göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls. Ekki eru gerðar aðrar breytingar á deiliskipulaginu.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 12. júlí 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 167 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.5 23111613 Göngu- og hjólastígar um Ásbraut, Hábraut og Hamraborg. Deiliskipulagslýsing.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Ásbrautar dags. 12. júlí 2024. Markmið með deiliskipulagsvinnunni að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar. Niðurstaða Skipulagsráð - 167 Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.6 24041420 Umsókn um framkvæmdaleyfi. Fífuhvammsvegur við Dalveg og Reykjanesbraut.
    Lögð fram að nýju umsókn Ármanns Halldórssonar deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 25. mars 2024 um framkvæmdaleyfi skv. 5. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir endurnýjun þriggja gatnamóta á Fífuhvammsvegi við Dalveg og Reykjanesbraut. Skipta þarf út eldri umferðarljósabúnaði fyrir nýrri ljósastýrðum. Um er að ræða óveruleg frávik við breytingar á gatnamótum án þess að gerðar séu breytingar á akstursefnum. Framkvæmdirnar eru umferðartæknilegar endurbætur á gatnamótum í þágu bætts umferðaröryggis og flæðis. Á fundi skipulagsráðs 1. júlí sl. var umsóknin lögð fram að lokinni kynningu ásamt þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma, afgreiðslu var frestað og málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 167 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.7 2407481 Dalsmári 9-11. Umsókn um stækkun lóðar og auknar byggingarheimildir.
    Lögð fram umsókn Mardísar Möllu Andersen byggingarfræðings dags. 11. júlí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9-11 við Dalsmára um stækkun lóðarinnar og auknar byggingarheimildir. Sótt er um stækkun lóðarinnar um 3380 m² til norðurs fyrir 3.528 m² nýbyggingu á tveimur hæðum ásamt 100 m² tengibyggingu við núverandi hús á lóðinni, samtals 3.628 m².
    Uppfærðir uppdrættir í mkv. 1:1500, 1:500 og 1:200 dags. 11. júlí 2024.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. júní 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 167 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um lóðarstækkun með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 11. júlí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.16 24021690 Smiðjuvegur 76. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Nordic Office of Architecture ehf. dags. 9. júlí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 76 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið verði fyrir 1093m2 viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni. Lóðarmörk breytast í samræmi við fyrirhugaða viðbyggingu og stækka til norðausturs og mörk skipulagssvæðis breytast einnig í samræmi við tillöguað lóðarstækkun. Lóðin fer úr 6049m2 í 7471,3m2, heildar byggingarmagn fer úr 3012.7m2 í 4105.7m2 og nýtingarhlutfall fer úr 0,50 í 0,55.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 12. júlí 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 167 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.18 24042283 Tónahvarf 4. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs- athafnasvæði. Svæði 3. Í breytingunni felst að lóðarmörkum Tónahvarfs 4 verður breytt og stofnuð verði ný lóð innan núverandi lóðarmarka Tónahvarfs 4, nýja lóðin mun vera númer 4A. Þar verður komið fyrir 24 m háu fjarskiptamastri. Kvöð um aðkomu að lóð 4A verður um lóð Tónahvarfs 4. Fyrirkomulag bílastæða Tónahvarfs 4 mun breytast en bílastæðafjöldi helst óbreyttur. Viðmið um fjölda bílastæða er 1 stæði fyrir hverja 50 m² atvinnuhúsnæðis. Bílastæði verði nánar útfærð við hönnun. Lóð Tónahvarfs 4 fer úr 4823 m² í 4566 m² og nýtingarhlutfall fer úr 0,6 í 0,64. Byggingarmagn helst óbreytt. Ný lóð Tónahvarfs 4A verður 257 m² og gert er ráð fyrir einu bílastæði og athafnasvæði innan lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 3. maí 2024 og uppfærður 7. maí 2024.
    Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Kynningartími var frá 10. júní 2024 til 11. júlí 2024, umsagnir bárust.
    Þá lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma og uppfærður uppdráttur í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar dags. 12. júlí 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 167 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 12. júlí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

16.2407002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 397. fundur frá 12.07.2024

Fundargerð átta liðum.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:38.