Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.24051817 - Miðlunargeymir vatnstankur Heimsenda
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 04.06.2024,lögð fram beiðni þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á miðlunargeymi nr. 2 á Heimsenda.
Gestir
- Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
- Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2403248 - Úthlutun Vatnsendahvarfs. I. áfangi
Frá lögfræðideild, lögð fram tillaga að úthlutun lóða í fyrsta áfanga Vatnsendahvarfs.
Gestir
- Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:36
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:36
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 08:36
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.24032667 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um fjölda barna, 12. mánaða og eldri á biðlista eftir leikskóla í Kópavogi
Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar. dags. 04.06.2024, lagt fram svar við fyrirspurn varðandi biðlista eftir leikskólaplássi.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:55
Fundargerðir nefnda
4.2406001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 394. fundur frá 31.05.2024
Fundargerðir nefnda
5.2405016F - Ungmennaráð - 47. fundur frá 28.05.2024
Fundargerðir nefnda
6.2405011F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 106. fundur frá 29.05.2024
Fundargerð í tveimur liðum.
Fundargerðir nefnda
7.2405004F - Skipulagsráð - 165. fundur frá 03.06.2024
Fundargerð í 16 liðum.
7.4
24042507
Brú yfir Fossvog. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 165
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
7.7
24053646
Vatnsendahlíð - Þing. Breytt deiliskipulagsmörk.
Niðurstaða Skipulagsráð - 165
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
7.9
24033636
Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 165
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsráð leggst gegn því að skilmálum gildandi deiliskipulags sé breytt þar sem gert er ráð fyrir opnu óbyggðu svæði og skógræktarsvæði á umræddum stað. Því svæði er ætlað að aðskilja athafnalóðir í Tóna- og Turnahvarfi frá íbúðarhúsalóðum við Álfkonuhvarf og nýju íbúðarhverfi í Vatnsendahvarfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
7.15
24032188
Dalsmári 5. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 165
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
8.2405017F - Menntaráð - 129. fundur frá 04.06.2024
Fundargerðir nefnda
9.2406233 - Fundargerð 497. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 07.05.2024
Fundargerð 497. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 07.05.2024.
Erindi frá bæjarfulltrúum
10.2406188 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur til Sorpu
Frá Sorpu bs., dags. 27.05.2024, lagt fram svar frá við fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa sem beint var til Sorpu í febrúar sl.
Erindi frá bæjarfulltrúum
11.2406227 - Erindi frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um lóðarleigusamning fyrir Nýbýlaveg 1
Lagt fram svohljóðandi erindi frá bæjarfulltrúa Viðreisnar: Óska eftir því að fá lóðarleigusamning fyrir Nýbýlaveg 1 á dagskrá í bæjarráðs til umræðu. Bæði gamla samninginn og þann nýja sem var undirritaður árið 2022.
Erindi frá bæjarfulltrúum
12.2406232 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um samantekt á tekjum á gjaldskrá Umhverfissviðs
Lagt fram svohljóðandi erindi frá bæjarfulltrúa Viðreisnar: Óska eftir því að fá samantekt á tekjum á gjaldskrá umhverfissviðs. Heildartekjur fyrir árin 2021, 2022 og 2023.
Fundi slitið - kl. 11:20.