Bæjarráð

3165. fundur 29. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:31 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24021632 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2023 - Gallup, heimsmarkmið og barnasáttmáli 2023

Frá Gallup, lagðar fram niðurstöður Kópavogsbæjar úr könnun um þjónustu sveitarfélaga.
Kynning.

Gestir

  • Matthías Þorvaldsson viðskiptastjóri Gallup - mæting: 08:15
  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24021308 - Starfshópur um húsnæðisstefnu Kópavogs

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga um stofnun starfshóps sem ætlað er að vinna nýja húsnæðisstefnu Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sinum 22.02.2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu bæjarstjóra um stofnun starfshóps um nýja húsnæðisstefnu Kópavogsbæjar.

Ýmis erindi

3.24021489 - Styrkbeiðni Bjarkarhlíð fyrir árið 2024

Frá Bjarkarhlíð, dags. 21.02.2024, lögð fram beiðni um fjárhagslegan styrk til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.
Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Fundargerðir nefnda

4.2402004F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 15. fundur frá 12.02.2024

Fundargerð i sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.2402008F - Íþróttaráð - 140. fundur frá 22.02.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2312016F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 171. fundur frá 20.02.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2402016F - Velferðarráð - 130. fundur frá 26.02.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 7.4 23032023 Samræmd móttaka flóttafólks
    Lögð fram til afgreiðslu drög að áframhaldandi samningi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Niðurstaða Velferðarráð - 130 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að ritað verði undir áframhaldandi samning um móttöku flóttafólks til sex mánaða, eða 31.júní 2024.

    Sviðsstjóra velferðarsviðs er veitt heimild til að framlengja samninginn um sex mánuði til viðbótar, eða til 31. desember, að fengnum tillögum starfshóps um framtíðarsamning sbr. 10. gr. þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks.

    Málinu vísað áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.24021610 - Fundargerð 46. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.02.2024

Fundargerð 46. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.02.2024.
Lagt fram.


Fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa til Sorpu bs.:

"Undirrituð óskar eftir því að neðangreindar spurningar verði sendar til Sorpu og svör send til bæjarráðs Kópavogs.
1. Hver er lögfræðikostnaður í bókhaldi Sorpu sl. 8 ár?
a. Allur lögfræðikostnaður, skipt niður á ár?
b. Allur lögfræðikostnaður, skipt niður á verkefni?
2. Hvert er verðið á endurvinnsluefnum sem Kópavogsbær þarf að greiða til Sorpu á árinu 2024?
a. Skipt niður á allar tegundir endurvinnsluefna sem hirt eru frá heimilum?
3. Hvert er magnið á úrgangi til urðunar sem var kynnt og samþykkt með nýjum viðauka við eigendasamkomulagið í lok árs 2023?
a. Hvert er magnið á úrgangi sem Sorpa sótti um til urðunar?
4. Hver er fræðslukostnaður í bókhaldi Sorpu sl. 8 ár?
a. Allur fræðslukostnaður, skipt niður á ár?"

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

9.24021574 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 14.02.2024

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 14.02.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.24021453 - Fundargerð 421. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.02.2024

Fundargerð 421. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.02.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.24021413 - Fundargerð 386. fundar stjórnar Strætó frá 16.02.2024

Fundargerð 386. fundar stjórnar Strætó frá 16.02.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.24021454 - Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 09.02.2024

Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 09.02.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.24021705 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 26.02.2024

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 26.02.2024
Lagt fram.

Önnur mál

14.24021622 - Til umsagnar drög að borgarstefnu fyrir Ísland

Frá innviðaráðuneyti, dags. 22.02.2024, lagt fram til umsagnar drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila og eru því öll hvött til að kynna sér drögin og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina.



Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.24021638 - Erindi frá varaáheyrnarfulltrúa Pírata í bæjarráði, Indriða I. Stefánssyni - Umræður um upplýsingakerfi bæjarins í nefndarstarfi

Frá Indriða I. Stefánssyni varaáheyrnarfulltrúa Pírata í bæjarráði, lagt fram erindi varðandi upplýsingakerfi bæjarins í nefndarstarfi.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.24021640 - Fyrirspurn frá varaáheyrnarfulltrúa Pírata, Indriða I. Stefánssyni - Götulýsingar í Kópavogi og afhendingaröryggi rafmagns í bænum

Frá varaáheyrnarfulltrúa Pírata, Indriða I. Stefánssyni, lögð fram fyrirspurn um götulýsingar og afhendingaröryggi rafmagns.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 10:31.