Bæjarráð

3140. fundur 31. ágúst 2023 kl. 08:15 - 11:10 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður stjórnsýlusviðs
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Frá umhverfissviði, lagt fram skipurit yfir verkið uppbygging nýs Kársnesskóla.
Bergljót Kristinsdóttir kom til fundarins kl. 8:18.
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að leggja fram endurskoðað skipurit á næsta fundi bæjarráðs.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 08:15
  • Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23082814 - Húsnæðismál velferðarsviðs

Deildarstjóri eignadeildar og sviðsstjóri velferðarsviðs fara yfir húsnæðismál velferðarsviðs.
Kynnt.

Gestir

  • Ari Sigfússon deildarstjóri eignadeildar - mæting: 08:52
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:52
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:52

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2308002 - Umgengni við grenndargerði - mál frá varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni

Á bæjarráðsfundi 3. ágúst 2023 var tekið fyrir erindi frá Indriða Inga Stefánssyni varabæjarfulltrúa um umgengni við grenndargerði og vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Nú lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 23.08.2023.
Lagt fram.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:19

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23061585 - Ósk um endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi á íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum

Erindi frá formanni Breiðabliks með ósk um endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi íþróttasvæðis Breiðabliks í Smáranum. Bæjarráð samþykkti á fundi sínun þann 22.06 að vísa málinu til umsagnar skipulagsfulltrúa. Nú lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 01.08.2023.
Bókun bæjarráðs:
Bæjarstjóra er falið að koma með tillögu að stofnun starfshóps á næsta fundi bæjarráðs, sem hefði það hlutverk að vinna heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Jafnframt verði lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn þar sem nánar yrði skilgreint hlutverk og skipan hans.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2308849 - Ósk um samþykki Kópavogsbæjar á breytingum á samþykktum Markaðsstofunnar

Á fundi bæjarráðs þann 17. ágúst sl. var lagt fram erindi frá Markaðsstofu Kópavogs þar sem óskað var eftir samþykki Kópavogsbæjar á breytingum á samþykktum Markaðsstofu Kópavogs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar bæjarlögmanns. Nú lögð fram umsögn lögfræðideildar, dags. 22.08.2023.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23082115 - Dalsmári 5, Smárinn, Kópavogsbær. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 24.08.2023, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23.08.2023, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759, um tímabundið áfengisleyfi og tækifærisleyfi til að mega halda árshátíð Kópavogsbæjar þann 30. september 2023 frá kl. 18:30-01:00, í íþróttahúsinu að Dalsmára 5, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Ýmis erindi

7.23082288 - Tónahvarf 2. Beiðni um afnot af lóð

Frá Suðurverki hf., dags. 22.08.2023, lögð fram beiðni um afnot af lóðinni Tónahvarf 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

8.23082117 - Hjartadagshlaupið 2023. Ósk um stuðning

Frá Hjartamiðstöðinni ehf., dags 22.08.2023, lögð fram beiðni um styrk vegna Hjartadagshlaupsins sem haldið verður 23. september.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

9.23082645 - Bókun stjórnar SSH. Málefni fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.

Frá SSH, dags. 25.08.2023, lagt fram minnisblað um málefni fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Einnig lögð fram skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 frá apríl 2022.

Bókun:
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSH og telur mikilvægt að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Vanfjármögnun málaflokksins er grafalvarleg og hættan er raunverulega sú að sveitarfélög hafi ekki fjárhagslega burði til að sinna þeirri þjónustu sem fatlaðir eiga rétt á. Ávinningur þess að ljúka viðræðum um fjármögnun er augljós fyrir fatlað fólk, sveitarfélög og ríkið. Ef ekki næst ásættanleg niðurstaða þarf að huga að því að málaflokkurinn verði fluttur aftur til ríkisins.

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir



Fundargerðir nefnda

10.2308016F - Hafnarstjórn - 132. fundur frá 29.08.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2308013F - Leikskólanefnd - 155. fundur frá 24.08.2023

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2308017F - Menntaráð - 116. fundur frá 29.08.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.23082714 - Fundargerð 110. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 16.08.2023

Fundargerð 110. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 16.08.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.23082812 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 28.08.2023

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 28.08.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.23082848 - Fundargerð 562. fundar stjórnar SSH frá 11.08.2023

Fundargerð 562. fundar stjórnar SSH frá 11.08.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.23082810 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi afgreiðslu samkomulags um fyrirhugaða uppbyggingu á reit 13

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótu Kristinsdóttur, lögð fram fyrispurn um samkomulag um uppbyggingu á reit 13.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirspurninni til bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 11:10.