Bæjarráð

3106. fundur 10. nóvember 2022 kl. 08:15 - 12:28 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2109582 - Umhverfismat á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021 - 2032 fyrir suðvesturhornið

Frá Sorpu, tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021 - 2032 fyrir suðvesturhornið tillagan nú send til formlegrar staðfestingar sveitarfélagsins. Tillagan er aðgengileg á vef samlausnar sbr. neðangreinda slóð:www.samlausn.is

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Teitur Gunarrsson - mæting: 08:15
  • Jón Viggó Gunnarsson - mæting: 08:15
  • Páll Guðjónsson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2209199 - Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins

Kynning.
Umræður.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson - mæting: 09:52
  • Björn H. Reynisson - mæting: 09:52

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2103521 - Kársnesskóli - nýtt skólahúsnæði við Skólagerði

Sviðsstjóri umhverfissviðs fer yfir framvinduskýrslu.
Kynning.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:44
  • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 10:44

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2210883 - Staða flóttamannamála í sveitarfélaginu

Sviðsstjóri velferðarsviðs kynnir.
Kynning.

Sigurbjörg E. Egilsdóttir vék af fundi kl. 11:48.

Bókun:
"Þrátt fyrir að bæjarstjóri Kópavogs hafi fyrir rúmum sjö mánuðum gefið mér jákvætt svar um að bærinn mundi skrá sig á lista yfir þau sveitarfélög sem ætla að taka á móti flóttamönnum frá Úkraínu hefur ekkert gerst enn. Í dag eru flóttamenn þaðan orðnir hátt í 2000 talsins á Íslandi.
Af fimm stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem ekki hefur enn samið um samræmda móttöku flóttafólks við ríkið.
Kópavogur, næst stærsta sveitarfélag landsins dregur fæturna í þessu risastóra samfélagslega verkefni og skýlir sér á bak við það að ríkið finni ekkert húsnæði sem hentar fyrir flóttafólk í sveitarfélaginu. Engin tilraun er gerð af hálfu stjórnenda sveitarfélagsins til að koma til móts við þarfirnar en önnur sveitarfélög sem eru engu betur sett fjárhags- og húsnæðislega en Kópavogur eru látin bera þungann af málaflokknum.
Þrátt fyrir að bæjarfélagið státi af innleiðingu barnasáttmála og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hampi þeim reglulega er samfélagsleg ábyrgð ekki í samræmi við það."

Bergljót Kristinsdóttir
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði


Fundarhlé hófst kl. 11:49, fundi fram haldið kl. 12:11

Bókun:
"Kópavogur er nú þegar að taka á móti flóttafólki í sveitarfélaginu líkt og fram kom í kynningu sviðsstjóra velferðasviðs, þótt sveitarfélagið að sé ekki þátttakandi í samræmdri móttöku flóttafólks. Meirihlutinn sýnir fullan vilja til samtarfs við ríkisvaldið um þátttöku í samræmdri móttöku flóttafólks. Hefur bæjarstjóri átt samtal við ráðherra málaflokksins um forsendur verkefnisins. Í þeim viðræðum hafa línur orðið skýrari, m.a. um fjármögnun, þjónustu og útvegun húsnæðis."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 11:27

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2209768 - Útboð - Endurskoðun Kópavogsbæjar 2022-2023

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 01.11.2022 lagðar fram niðurstöður útboðs - endurskoðun 2022-2023.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að gengið verði til samninga við PwC um endurskoðun fyrir Kópavogsbæ til eins árs.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2210822 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi heimildir sveitarfélagsins séu til að stýra lofthelginni yfir Kópavogi.

Minnisblað bæjarlögmanns vegna fyrirspurnar Andra Steins Hilmarssonar bæjarfulltrúa um staðarmörk Kópavogsbæjar í lofti og heimildir til að stýra lofthelginni yfir Kópavogi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart ráðherra samgöngumála.

Ýmis erindi

7.2210885 - Skýrsla um stöðu slökkviliða

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, lögð fram skýrsla um stöðu slökkviliða 2021.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2210891 - Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 28.10.2022, sendlagt fram til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

9.2211293 - Ósk um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Frá Umhverfisstofnun, dags. 07.11.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningum í vatnasvæðanefndir með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála.
Bæjarráð frestar erindinu.

Fundargerðir nefnda

10.2210025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 355. fundur frá 28.10.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2210017F - Lista- og menningarráð - 144. fundur frá 24.10.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2210012F - Íþróttaráð - 124. fundur frá 27.10.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2210021F - Menntaráð - 104. fundur frá 01.11.2022

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2210008F - Skipulagsráð - 130. fundur frá 31.10.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2211005F - Velferðarráð - 109. fundur frá 07.11.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2210673 - Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.10.2022

Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.10.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2210928 - Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.10.2022

Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.10.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2210925 - Fundargerð 473. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.10.2022

Fundargerð 473. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.10.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2210938 - Fundargerð 39. eigendafundar stjórnar Strætó frá 24.10.2022

Fundargerð 39. eigendafundar stjórnar Strætó frá 24.10.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2211255 - Fundargerð 8. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 31.10.2022

Fundargerð 8. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 31.10.2022
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2211319 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um að hefja vinnu við endurskoðun siðareglna bæjarstjórnar

Frá bæjarfulltrúa Pírata, lögð fram tillaa um að hefja vinnu við endurskoðun siðareglna bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forsætisnefndar.

Fundi slitið - kl. 12:28.