Bæjarráð

3053. fundur 05. ágúst 2021 kl. 08:15 - 09:31 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur að 3053. fundur bæjarráðs verði haldinn í fjarfundi, m.v.t. heimildar í reglugerð nr. 894/2021

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2103722 - Útboð - Kársnesskóli byggingarstjóri og eftirlit

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 13.07.2121, lögð fram niðurstaða útboðs í verkið "Kársnesskóli, byggingarstjóri og eftirlit. Óskað er eftir heimild bæjarráðs um að gerður verði verksamningur við JT verk ehf. um verkið. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 15.07.2021.
Fundarhlé hófst kl. 9:10, fundi fram haldið kl. 9:17

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að gengið verði til samninga við JT verk.

Bókun:
"Undirrituð situr hjá við afgreiðslu þessa máls í ljósi óskýrleika á mati á greinargerð og að ekkert liggur fyrir um nákvæma hámarksupphæð á tilboðinu. Fram hefur komið að kostnaður sé metinn á 100 milljónir en ómögulegt er fyrir kjörna fulltrúa að hafa eftirlit með þessum þætti."

Theodóra Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogardóttir lögfræðingur - mæting: 08:32
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:32
  • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdardeildar - mæting: 08:32

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2107295 - Smáratorg 3, Gaming Arena ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 16.07.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15.07.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gaming Arena ehf., kt. 440121-0470 um nýtt rekstrarleyfi fyrir skemmtistað í flokki III, að Smáratorgi 3, 200 Kópavogi, skv.10.gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

3.2107358 - Samráðsgátt - Uppfærsla á skýrslu um stöðu Árósasamningsins á Íslandi.

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 21.07.2021, lagt fram erindi varðandi uppfærslu um stöðu Árósarsamningsins.
Lagt fram.

Fundargerð

4.2107003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 321. fundur frá 19.07.2021

Fundargerð í 14 liðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afgreiðslur byggingarfullltrúa.

Fundargerð

5.2107004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 322. fundur frá 30.07.2021

Fundargerð í 9 liðum
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerðir nefnda

6.2107021 - Fundargerð 228. fundar stjórnar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins frá dags 18.06.2021

Fundargerð í 12 liðum. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 15.07.2021.
Frestað.

Fundargerðir nefnda

7.2107001 - Fundargerð 449. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 28.05.2021

Fundargerð í 5 liðum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 15.07.2021.
Frestað.

Fundargerðir nefnda

8.2107002 - Fundargerð 450. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.06.2021

Fundargerð í 4 liðum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 15.07.2021.
Frestað.

Fundargerðir nefnda

9.2107128 - Fundargerð 33. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.06.2021

Fundargerð í 4 liðum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 15.07.2021.
Fundarhlé hófst kl. 10:03, fundi fram haldið kl. 10:07.

Bókun:
"Í ljósi þess hversu seint og illa gögn eru að berast frá byggðasamlögum þá treystir undrrituð sér ekki lengur til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu og vísar allri ábyrgð á þá meirihluta sem sitja við völd á höfuðborgarsvæðinu.
Í algjöru tómarúmi og algjörlega óupplýst þá bind ég samt sem áður vonir við að þeir sem aðgang hafa að gögnum taki þá ákvörðun að bjóða út útflutning á brennanlegum úrgangi á Evrópska efnahagssvæðinu. Undirrituð ítrekar beiðni um aðgang að gögnum sem komu fram á fundir stjórnar Sorpu frá 21. maí 2021."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun: "Undirrituð óskar eftir frestun, ásamt því að óska eftir fylgigögnum fundarins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Frestað.

Erindi frá bæjarfulltrúum

10.2107124 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá kynningu á hjólreiðaáætlun Kópavogs.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 06.07.2021, lögð fram beiðni um að fá kynningu á hjólreiðaáætlun Kópavogs.
Frestað.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.2107123 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá kynningu á Arnarnesvegi

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 06.07. 2021, lögð fram beiðni um að fá kynningu á Arnarnesvegi.
Frestað.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.2108014 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um stöðuna á viðaukatillögum er varðar skipulag í Glaðheimum og í Hamraborg

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 26.07.2021, lögð fram beiðni um upplýsingar um stöðu viðaukatillagna er varða skipulag í Glaðheimum og í Hamraborg.
Frestað.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2108013 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá á dagskrá bæjarráðs umræðu um stafræna þróun sveitarfélaga

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 26.07.2021, lögð fram beiðni um að fá umræðu um stafræna þróun sveitarfélaga.
Frestað.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.210616564 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um 448. fundargerð SORPU verði tekin á dagskrá bæjarráðs að nýju

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 29.06.2021, lögð fram beiðni um að fundargerð Sorpu nr. 448 verði aftur tekin á dagskrá á næsta fundi bæjarráðs. Málinu var frestað á 3051. fundi bæjarráðs.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 09:31.